Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Flíkin sem fylgir þér Öll eigum við þessa einu flík sem fylgir manni gegnum flutninga og tiltektir. Fréttatíminn fékk stílistann Ernu Bergmann til að deila með lesendum hvaða flík hefur fylgt henni sem lengst. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@gmail.com Ég fann ekki neinsstaðar hin fullkomnu ferm-ingarföt þannig að mamma bauðst til að sauma handa mér ferm- ingarkjólinn. Við þræddum blöð og saumaverslanir og ég fann fullkomið efni og úr því saumuðum við mamma kjólinn minn sem ég endaði á því að vera í,“ segir Erna Bergmann stílisti um kjólinn sem hefur fylgt henni alla tíð og fær aldrei að fjúka. Erna hefur verið dugleg að halda fatamarkaði gegnum tíð- ina og losað sig við föt en þessi kjóll fékk alltaf að eiga pláss í skápnum. „Ég vann mikið í fatabúðum og er stílisti þannig það hefur alltaf fylgt mér mik- ið að fötum en þessi kjóll á sérstakan stað í hjartanu á mér og ég mun eiga hann að eilífu. Nú hef ég tamið mér að kaupa færri vandaðar flíkur í stað þess að fylla skáp- inn af einhverju sem er jafnvel fjöldaframleitt.“ „Ég fermdist árið 1996 sem var hápunktur 10 áratugar- ins. Ég keypti platform skó og svona „næntís“ keðju um hálsinn sem ég keypti í 17 tískuvöruversluninni, ég gerði samning við mömmu um að vera með kross um hálsinn í athöfninni en fékk að vera með keðjuna í veislunni,“ segir Erna og hlær. „Ég fann mér aldrei nægilega flott föt fyrir böll í gagnfræðaskóla svo mamma bauðst alltaf til að sauma með mér föt sem ég hannaði. Þarna byrjaði áhugi minn á hönnun og stíliseringu en ég gerði mér aldrei í hugarlund á þessum tímapunkti að maður gæti unnið við akkúrat þetta sem ég vinn við nú í dag.“ Þessi kjóll á sérstakan stað í hjarta mér og ég mun eiga hann að eilífu, segir Erna Bergmann. Erna í nýsaumuðum fermingarkjólnum. Mynd | BIG GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið. frettatiminn.is Bjóða í pólskt millistríðs matarboð Pólsku vinkonurnar Sylwia Olszewska og Katarzyna Maria Sosnowska ætla að færa gesti aftur til Varsjár á millistríðsár- unum þarnæsta sunnudag og bjóða upp á sex rétta kvöldverð. Þá munu þær að opna pólska pop-up veitingastaðinn Polka Bistro í ellefta sinn. Enginn pólskur veitingastaður er á Íslandi þrátt fyrir að hér búi um 15 þúsund Pólverjar. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Sylwia segir að mataræði Pólverja sé nokkuð öðruvísi í dag miðað við fjórða áratug seinustu aldar, þó margt sé auðvitað sígilt. Hún segist hafa lesið blaðagreinar frá þessum tíma og þannig komist að því hvaða réttir voru vinsælastir á árunum fyrir seinni heimsstyrj- öld. „Við viljum bjóða fólki upp á hefðbundinn mat sem fólk borðaði á þessum tíma. Við verðum með þrjá kalda og tvo heita forrétti. Að- alrétturinn er steikt svínakjöt, fyllt með sveskjum og hvítlauk,“ segir Sylwia. Sylwia segir að þær haldi Polka Bistro fyrst og fremst til gamans. Hún segist hafa áhuga á að opna pólskan veitingastað á Íslandi en það sé hins vegar of dýrt til að vera raunhæft. „Það er mjög skrýt- ið að það sé ekki pólskur veitinga- staður á Íslandi. Við eigum ekki peninga til þess. Maður verður að eiga nóg af peningum ef maður ætlar að gera það almennilega. Svo er ég líka í fullu starfi sem mark- aðsfræðingur hjá Iceland Group,“ segir Sylwia. Húsnæðið rúmar einungis fimm- tíu manns og er því nauðsynlegt að bóka borð fyrir fram. Sylwia segir að hægt sé bóka borð með því að senda skilaboð á Facebook- -síðu Polka Bistro. Viðburðurinn verður haldinn í Tungumálaskól- anum við Borgartún 1 þarnæsta sunnudag, 29. janúar, frá klukkan 14 til 19 og kostar 6.900 krónur. Sylwia Olszewska og Katarzyna Maria Sosnowska halda Polka Bistro í ellefta sinn þarnæsta sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.