Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017
50 kíló af marigold blómum
sem ég skellti í sundlaugina við
húsið,“ segir Áslaug sem eyddi svo
afmælisdeginum, og nóttinni, í
að synda á milli uppáhaldsblóma
sinna. „Konurnar sem unnu í hús-
inu hjálpuðu okkur að skreyta
líka garðinn og svæðið umhverfis
laugina með blómum og bjuggu til
ávaxtatertu á mörgum hæðum og
ávaxtakokteila úr drekaávöxtum.
Þetta var algjört ávaxtagleðiblóma-
flæði,“ segir Áslaug hlæjandi.
Eldsnemma daginn eftir blóma-
sundið, á upphafsdegi sjötta ára-
tugarins, settist Áslaug upp á þak
hússins, leit yfir blómadalinn,
saup á ávaxtakokteil og hugsaði
um það hversu heppin hún væri.
„Allt í einu fannst mér allt svo frá-
bært, og þetta var allt svo óvart. Ég
passa mig alltaf á því að halda upp
á mig af og til, og þess vegna var
ég alls ekkert stressuð yfir þessum
áfanga. Mér fannst ég ekki þurfa
neitt og hafði engar væntingar
né nokkurn áhuga á því að halda
nokkra flugeldasýningu. Svo það
var mjög óvænt gleði að synda og
fagna með fólkinu á Norður-Balí.“
Eldsnemma daginn
eftir blómasundið,
á upphafsdegi sjötta
áratugarins, settist Ás-
laug upp á þak hússins,
leit yfir blómadalinn,
saup á ávaxtakokteil og
hugsaði um það hversu
heppin hún væri.
Melónuspjót með marigold blómum
og marigold blómaturni. Áslaug
útbjó dekkhlaðið veisluborð þar sem
ávextir og blóm voru í aðalhlutverki.
Allir í húsinu og næstu nágrannar hjálpuðust að við að tína 50 kg af blómum og skreyta sundlaugina,
garðinn og veisluborðið með einu af uppáhaldsblómi Áslaugar, morgunfrú (Marigold)
Daginn byrjaði Áslaug á ávaxtakokteil.
Afmælistertan var samsett úr öllu því
ferskasta sem nánasta umhverfi hafði
upp á að bjóða. Melónum, drekaávext-
inum, vínberjum og blómum. Þórunn Birna fyllir laugina af blómum.
Áslaug og Þórunn Birna eyddu
nánast öllum deginum í að baða sig í
blómahafinu.
Í SKÍÐAFERÐINA
Oakley bretta-
og skíðagleraugu.
Oakley bretta-
og skíðahjálmar,
margir litir,
frá kr. 25.900.