Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 50
Vill þriðju Legally Blonde myndina Leikkonan Reese Witherspoon, sem sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndunum Legally Blonde eitt og tvö, væri alveg til í að leika í þriðju myndinni um hina litríku Elle Woods. Reyndar finnst Reese þetta akkúrat rétti tím- inn til að ráðast í gerð nýrrar myndar og vonast til að einhver komi með frábæra hugmynd að handriti sem fyrst. Henni finnst mikilvægt að hvetja fleiri konur til þátttöku í stjórnmálum og fá fleiri konur í valda- mikil embætti. Henni þætti því tilvalið að láta Elle Woods vera hæstaréttardómara í þriðju myndinni. „Ég held að konur þurfi á slíkri jákvæðni og fyrir- mynd að halda núna,“ segir Reese. Gaga má tjá sig um pólitík Líkt og fram hefur komið mun söngkonan Lady Gaga vera með atriði í hálfleik úrslitaleiksins í NFL ruðningsdeildinni, 5. febrúar næstkom- andi, þar sem keppt verður um hina svoköll- uðu Ofurskál eða Superbowl. Orðrómur hefur verið uppi um að henni hafi verið bannað að tjá sig um pólitík í atriði sínu eða minnast á Dona- ld Trump, en forsvarsmenn NFL deildarinnar hafa þvertekið fyrir að það sé raunin. Lady Gaga, sem hefur opinberlega lýst yfir andúð sinni á Trump og skoðunum hans, mun fá fullt frelsi til að segja og gera það sem henni sýnist í hálfleiknum. Þeir vilja ekki hefta hana með neinum hætti eða láta það trufla sig að hún hafi sterkar skoðanir. Vill fá Khloe aftur Körtuboltastjarnan og fyrrverandi eiginmaður Khloe Kardashian, Lamar Odom, er mjög þakk- látur fyrrverandi konu sinni fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann glímdi við eiturlyfjafíkn og fór í gegnum stranga meðferð. Og nú þegar hann er laus við fíkniefnadjöfulinn vill hann fá Khloe aftur. Með því vill hann endurgjalda stuðninginn sem hún hefur veitt honum. Það gæti hins vegar reynst þrautin þyngri fyrir hann að fanga hjarta hennar á nýjan leik, því þau hafa ekki bara gengið frá skiln- aði sínum, heldur er hún komin með nýja körfuboltastjörnu upp á arm- inn, Tristan Thompson. Sólrún Lilja Diego, ein vinsælasta snapchatstjarna landsins, lokaði óvænt snapchataðgangi sínum á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að hún hafði fengið að upp- lifa mjög neikvæð og óviðeigandi komment frá fylgjendum um sig og sína fjölskyldu. Þá fékk hún einnig veður af niðurlægjandi um- ræðu um sig víða á internetinu. Umræðan særði Sólrúnu og með tárin í augunum bað hún fylgj- endurna um að sýna sér virðingu og muna að hún er manneskja með tilfinningar þó hún leyfi fólki að fylgjast með sér á snapchat. Hún sagðist ætla að loka aðgangi sínum um óákveðinn tíma og einbeita sér að því að sinna fjöl- skyldunni. Brotthvarf Sólrúnar, sem hefur verið dugleg að veita ráð varðandi þrif og skipulag, snerti greini- lega marga og hreyfði við fólki – líka þeim sem höfðu tekið þátt í neikvæðu umræðunni. Þegar hún birtist fylgjendum sínum aftur á miðvikudag í þessari viku sagðist hún orðlaus yfir öllum fallegu skilaboðunum sem hún hafði fengið, yfir 1500 talsins. Hún hrósaði þeim sem sáu að sér og sendu henni afsökunarbeiðni og þótti vænt um að sjá hvað mörgum var ekki sama hvern- ig henni liði og komið væri fram við hana. Sólrún ætlar að halda ótrauð áfram að „snappa“ og hefur einnig stofnað like-síðu á facebook, þar sem hún ætlar að setja inn ýmsar upplýsingar sem gagnast fylgjendum hennar. Hvarf af snapchat vegna neikvæðrar umræðu Sólrún Diego tók leiðinleg komment inn á sig og dró sig í hlé um tíma, en hefur nú snúið aftur. Sólrún var orðlaus yfir öllum fallegu skilaboðunum sem húm fékk. L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki, Lyfjaveri, Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur. Nánari upplýsingar fást á www.wh.is. Þorrabjórarnir komu í sölu í Vínbúðunum í gær og dómnefnd Fréttatímans greip þá glóðvolga. Úrvalið er fjölbreytt að þessu sinni; allt frá hefðbundnum léttum árstíðar- bjórum og upp í 14.5% níðþunga Russian Imperial Stout-bjóra. Stóri Skjálfti frá Ölvisholti og Surtur 8.4 frá Borg þóttu bera af. Þorrabjórarnir eru tólf að þessu sinni, þrettán ef talinn er með mjöðurinn Gunnlöð frá Borg brugghúsi. Hann flokkast ekki sem bjór enda bruggaður úr hun- angi en flýtur með sem gestabjór í þessari úttekt. Hinir tólf bjórarnir eru mjög ólíkir. Annars vegar er um sjö nokkuð hefðbundna árstíðarbjóra en hins vegar fimm mismunandi Surti frá Borg brugghúsi. Surtirnir eru allir um eða yfir tíu prósent í alkóhóli, bragðmiklir Stout-bjórar og eiga litla samleið með hinum sjö. Því var brugðið á það ráð í þessari úttekt að setja Surtina í sér flokk. Dómnefndin tók út alla bjórana og útnefndi sigurvegara í báðum flokkum. Í almenna flokknum þótti Stóri Skjálfti frá Ölvisholti bera af. Stóri Skjálfti er afmælisútgáfa Skjálfta en tíu ár eru um þessar mundir síðan byrjað var að brugga í Ölvis- holti. Meðal annarra velheppnaðra þorrabjóra, að mati dómnefndar- innar, voru IPA Þorrabjór frá Segli 67 og Juniper Bock frá Víking. Þorrakaldi og Þorragull fengu sér- stök verðlaun og þóttu henta best á þorrablótið. Surtirnir fimm fengu allir góða umsögn dómnefndar. Bestur þótti sá stærsti, Surtur nr. 8.4 sem hefur fengið að þroskast á Single Malt Whisky-tunnu. Hann er heil 14.5%. „Þetta er algert konfekt,“ var með- al annars sagt um hann. Ítarleg úttekt er á þorrabjórun- um á vef Fréttatímans og þar má lesa ummæli dómnefndar um alla bjórana. Fimm Surtir og tíu ára Skjálfti Verðlaunahafar Besti þorrabjórinn Almennur flokkur Stóri Skjálfti Ölvisholt brugghús Besti þorrabjórinn Í flokki Surta Surtur nr. 8.4 Borg brugghús Bestir með á þorrablótið Þorrakaldi Bruggsmiðjan Kaldi. Þorragull Ölgerðin. Dómnefndin tók starf sitt mjög alvarlega. Þau eru frá vinstri Finnbogi Rafn Jónsson, 34 ára hagfræðingur, Viðar Hrafn Steingrímsson, 43 ára kennari, Margrét Grétarsdóttir, 33 ára framleiðandi og Hrafnkell Freyr Magnússon, 34 ára eigandi bruggverslunarinnar Brew.is. Mynd | Hari …fjörið 2 | amk… FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.