Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Samkvæmt samantekt sem fjármálaráðuneytið birti loks í vikunni fékk tekjuhæsti fimmtungur þjóðarinnar meira en helminginn af skulda- niðurfærslunni svokölluðu, næst- um 40 milljarða króna. Samhliða þessari aðgerð skar ríkisstjórnin niður hið hefðbundna vaxtabóta- kerfi, eins og bent hefur verið á í Fréttatímanum. Vaxtabætur fólks með meðaltekjur og lægri tekj- ur voru skertar á sama tíma og niðurfærslan var greidd út. Dæmi eru um að vaxtabætur til fólks með lægri meðaltekjur hafi verið skertar á tveimur til þremur árum um hærri upphæð en nam skulda- niðurfærslunni sem það fékk. Þetta fólk er því jafn sett til skemmri tíma en verr sett til lengri tíma. Hinir tekjuháu eru hins vegar betur settir til skemmri tíma en jafn settir til lengri tíma. Það er erfitt að skilja hvernig svona aðgerð kemst á koppinn. Hvernig má það vera að stjórnvöld komist upp með að láta í raun fólk með miðlungstekjur og lágar tekjur greiða fyrir skattaafslætti til fólks með háar tekjur? Þetta er algjörlega á skjön við tilfinningu meginþorra fólks um það samkomulag sem á að gilda um sameiginlegan rekstur okkar og sjóði. Það er almennur skilningur að ríkið sé einskonar samtryggingarsjóður þar sem fólk leggur til í takt við getu en tekur í takt við þarfir. Sameiginlegir sjóðir létta undir með þeim sem eru fátækastir og veikastir og hinir efnameiri og hraustari leggja meira til þess en aðrir. Þetta gerum við vitandi að flest okkar munu tilheyra báðum hópunum á lífshlaupinu. Við þiggj- um stuðning þegar við erum ung til mennta og þegar við erum að koma upp heimili og börnum og við þiggj- um aðstoð þegar við eldumst og heilsan bilar. Þess á milli leggjum við meira til sameiginlegra sjóða en við þiggjum. Sterkefnað fólk af auðugum ættum þyrfti í sjálfu sér ekki að treysta á mennta-, heilbrigðis- eða félagskerfið. Það fær hins vegar dómskerfið fyrir skattana sína, kerfi sem að miklu leyti er byggt upp til að verja eignarrétt hinna betur settu. Svona einhvern veginn hefur samfélagssáttmálinn á Vesturlönd- um verið, samkomulagið sem hefur legið til grundvallar þeim samfélög- um sem okkur þykja hvað eftir- sóknarverðust. En þetta samkomulag hefur ver- ið rofið. Og skuldaniðurfærslan er ágætt dæmi þess hvernig þetta rof birtist. Í Fréttatímanum hefur á undan- förnum vikum verið fjallað um hvernig Íslendingar beygðu af braut þessa samkomulags undir vestrænum samfélögum. Á fáum árum voru skattar á fyrirtæki og fjármagn snögg lækkaðir langt niður fyrir það sem tíðkast í ná- grannalöndum okkar, helstu vel- ferðarríkjum heims. Á sama tíma var skattbyrði á almennar launa- tekjur aukin, bæði með því að láta persónuafslátt ekki fylgja almennri launaþróun og eins með niðurbroti barna- og vaxtabótakerfisins. Hvort tveggja jók mest skattbyrði hinna tekjulægri og fólks með lægri með- altekjur. Á sama tíma og skattbyrði var lyft af fyrirtækjum og fjármagni var skattbyrði launafólks, og einkum þeirra sem lægstu launin höfðu, aukin. Þetta voru ekki eilítil frá- vik heldur stórtækar aðgerðir. Á skömmum tíma fór skattur á fyrir- tæki úr 51 prósenti í 15 prósent og skattur á fjármagn úr 30 prósent- um í 10 prósent. Þótt það hafi verið tilhneiging til þess á Vesturlöndum að lækka frekar skatta á fyrirtæki og fjár- magn en að hækka þá, eru engin dæmi þess að önnur þjóð hafi geng- ið jafn hart fram og Íslendingar. Engin þjóð gekk lengra í að riðla samfélagssáttmálanum og kippa undan velferðarkerfinu þeirri tekjustoð sem byggði á skattlagn- ingu fyrirtækja og fjármagns. Þegar skuldaniðurfærslan var kynnt var ekki greint frá því að hún myndist gagnast fyrst og fremst hinum tekjuhæstu og fólk með miðlungs eða lægri tekjur myndi í raun tapa á henni vegna lækk- unar vaxtabóta. Þegar lagt var af stað í hinar gagngeru breytingar á íslenska skattkerfinu var það ekki kynnt að hækka ætti skatta á launafólk á sama tíma og skattar á fyrirtæki og fjármagn yrði stór- lega lækkaðir. Þessar aðgerðir voru klæddar í búninga og raunverulegt eðli þeirra falið vegna þess að þær stangast á við almennar hugmyndir fólks um tilgang formlegs samfélags millum okkar. En þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á samfélagið. Velferðar- kerfið hefur veikst og vald efnafólks hefur aukist mikið í samfélaginu. Almannahagur hefur látið undan sérhagsmunum. Ef almenningur vill snúa aftur til þess samkomulags sem áður var, þeirrar sáttar sem byggði upp velferðarkerfi Vesturlanda, verður hann að rífa í stýrið – svo vitnað sé til orðfæris úr síðustu kosningabar- áttu. Gunnar Smári EINHVER ÞARF AÐ RÍFA Í STÝRIÐ lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Sushi Social Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Sími 568 6600 • sushisocial.is Hefst á glasi af Codorniu freyðivíni í fordrykk Surf‘n turf – 4 bitar Avókadó, humar tempura, nauta-carpaccio, teriyaki, spicy mayo, chili crumble Nigiri – 3 bitar Laxa nigiri – Jalapeno mayo, wakame Túnfisk nigiri – Jalapeno mayo, kimchee Gullsporða nigiri Nautalund Lauksulta, sellerýrótarmayo, kardimommugljái EFTIRRÉTTIR Súkkulaði fudge Súkkulaði fudge með blönduðum ávöxtum, karamellusósu og mjólkursorbet Grænt te og yuzu Grænte-mús, yuzu randalína, yuzu sykur- púðar, grænte „crumble“ og yuzu-sorbet 7.900 kr. Girnilegur 5 rétta bóndadagsseðill BÓNDADAGUR ... hann á það skilið! Aðeins framreitt fyrir allt borðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.