Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 56
alla föstudaga Fjölskyldustund í Kópavogi Laugardaginn 21. janúar hefjast Dagar ljóðsins í Kópavogi, en klukkan 13 lifna ýmsar kynlegar verur við á tónleikum í Salnum sem ætlaðir eru öllum aldurshópum. Ivanka Trump hefur lag á að róa föður sinn Dóttir Donalds Trump verður hans helsti ráðgjafi bak við tjöldin. Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump, sem tekur við embætti for- seta Bandaríkjanna í dag, verður hans helst ráðgjafi í Hvíta húsinu. Lögum samkvæmt má hin 35 ára gamla Ivanka reyndar ekki opin- berlega gegna stöðu ráðgjafa eða hafa skrifstofu í Hvíta húsinu vegna skyldleika við föður sinn. En hún mun engu að síður veita honum ráðgjöf í ýmsum málum, líkt og hún hefur gert hingað til, en Donald spyr dóttur sína ráða um nánast hvað sem er. Eiginmaður Ivönku, Jared Kus- hner, mun hins vegar opinberlega fá að gegna starfi ráðgjafa þó líklegt þyki að konan hans muni hafa meiri áhrif á gjörðir forsetans. Ivanka þykir tiltölulega skynsöm og hefur sérstakt lag á því að róa föður sinn niður, en slíkir hæfileikar munu líklega koma sér vel á næstu fjórum árum. Hún leyfir honum yfir- leitt að rasa út og segja sínar skoðanir og þegir á meðan. Þegar hann hefur lokið máli sínu útskýrir hún sín sjónarmið og færir rök fyrir máli sínu. Þannig nær hún oft að koma í veg fyrir að hann geri meiri vitleysu en ella. Í ljósi þess að Melania Trump, eiginkona Dona- lds, ætlar sér að halda heim- ili í New York á meðan yngsti sonur þeirra klárar nám, þá mun það einnig koma í hlut Ivönku að sinna einhverjum skyldum sem forsetafrúin myndi annars sinna. Það er því óhætt að segja að Ivanka hafi öðlast ansi mikil völd nú þegar faðir hennar er orðinn forseti. Ivanka kann að láta pabba gamla hlusta á það sem hún hefur að segja og hann hlustar. Sonur Sjonna Brink í Eurovision Lögin sem keppa í undan­ keppni Eurovision verða kynnt í sérstökum þætti í Sjónvarpinu í kvöld. Ragnhildur Steinunn Jóns­ dóttir stjórnar þættinum en þar verða flytjendur kynntir og brot úr lögunum spiluð. Mikil leynd hefur hvílt yfir þeim sem komust í gegnum síu dómnefndar en sam­ kvæmt heimildum Fréttatímans á Svala Björgvinsdóttir eitt laganna og flytur hún það sjálf. Þá mun leiklistarneminn Júlí Heiðar Hall­ dórsson sömuleiðis spreyta sig í keppninni en hann gerði garðinn frægan með laginu Blautt dans­ gólf fyrir nokkrum árum. Mikil athygli mun svo vera á lagi Þórunnar Ernu Clau­ sen. Flytjandi lagsins er stjúpsonur hennar, Aron Brink, sonur Sjonna Brink sem féll frá fyrir aldur fram fyrir nokkrum árum. Flóttinn úr Efstaleiti Fréttastofu RÚV hefur gengið erf­ iðlega að undan­ förnu að halda í þá sem sinna er­ lendum fréttum. Á síðasta ári réðu þrír fréttamenn sig sem upplýsingafulltrúar og alger endurnýj­ un hefur því orðið í deildinni. Rún Ingvarsdóttir reið á vaðið í byrjun ársins og réð sig til starfa í markaðs­ og samskiptadeild Landsbankans. Um mitt ár var komið að Guðjóni Helgasyni sem tók að sér starf samskiptastjóra Öryrkjabanda­ lags Íslands. Og nú á dögunum kvaddi Sveinn H. Guðmarsson kollega sína í Efstaleitinu og færði sig yfir til Landhelgisgæslunn­ ar þar sem hann er nú titlaður upplýsingafulltrúi. Fjórði RÚV­ ­arinn, sem skipti um starfs­ vettvang nýlega, er svo Kjartan Guðmundsson, sem getið hafði sér gott orð fyrir útvarpsþættina Bergmál á Rás 1. Kjartan hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa Tryggingastofnunar. Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT 1964 TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN - LAU KL. 10-18 OG SUN KL. 13-17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS Stell og glös 20-40% afsláttur Mottur 20% afsláttur Jólavara 50% afsláttur ÚTSALAN ER HAFIN ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Húsgögn 20-60% afsláttur Ljós 20-50% afsláttur Sófi N101 40% afsláttur 3ja 220.000.- nú 132.000.- 2ja 166.000.- nú 99.600.- Stóll 115.000.- nú 69.000.- 3litir – Grár, olivu grænn og ljós 25-50% afsláttur af öllu frá Ethnicraft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.