Fréttatíminn - 20.01.2017, Síða 14

Fréttatíminn - 20.01.2017, Síða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Í smábænum Aurland í Noregi hefur landslagsarkítektinn Snædís Laufey Bjarnadóttir hreiðrað um sig í 19 fermetra verkamannaskúr. Snædís deilir garði, grilli og sláttuvél með granna sínum í öðru smáhýsi. Bryndís Silja Pálmadóttir ritstjorn@frettatiminn.is Bærinn Aurland í Noregi er svo sannarlega ekki stór. Þar er að finna kirkju, ráðhús, bakarí og búð ásamt nokkrum húsum. Sum hús eru þó heldur smærri en önnur en þar er að finna tvö hús, sem hvort um sig er minna en 20 fermetrar. Smáhýsin hafa vakið athygli norska ríkissjón- varpsins en annað þeirra er í eigu Íslendingsins Snædísar Laufeyjar Bjarnadóttur. Snædís er landslagsarkítekt og hannaði húsið sitt sjálf. Í því býr hún ásamt dóttur sinni, Sólrúnu. Þær mæðgur eiga góðan granna í arkítekt- inum Gøran Johanson sem deilir með þeim eplagarði, sláttuvél og útigrilli. Snædís kveðst hafa flutt margoft á ævinni og þannig lært að forgangs- raða hverju skal henda og hvað skal geyma. „Enn fremur hef ég sorterað hlutina mína. Ef ég fer í búð og sé hlut sem mig langar í, þá hugsa ég bara nei, ég hef ekki pláss.“ Í hillunum í svefnherbergi Snædís- ar geymir hún bækur og föt Sólrún- ar. Til þess að skapa leikpláss fyrir dótturina er hægt að festa rúmið upp við vegginn. Undir rúminu er að finna skíði og sérsmíðaðan dótakassa fyrir Sólrúnu. „Fyrir mér er mikilvægast að Sól- rún hafi rými til þess að ærslast, þá getur hún fengið vini sína í heim- sókn.“ Ódýrara er að byggja smáhýsi þar sem þau þurfa minna efni og ódýrara er að flytja efnið. Húsin þurfa minni orku til upphitunar og þar sem þau er minni að stærð er pláss fyrir færri hluti. Vegna stærðar smáhýsanna er einnig auðveldara að þétta byggð. Smáhýsi Snædísar er gert úr vinnu- skúr og kostaði um 2,3 milljónir króna að breyta honum. Eftir eitt ár af ergelsi og frjórri hugsun umbreyttist skúrinn í smáhýsi. Húsið er hreyf- anlegt og getur það skapað marga möguleika. Hreyfanleg smáhýsi á góðu verði Snædís og Gøran eiga hvort sitt smáhýsið í Vestur-Noregi en deila garði og grilli. Snædýs býr í hvíta húsinu til vinstri. Myndir | NRK Sogn og Fjordane Heimili Snædísar og Gørans eru notaleg þótt þau séu smá. Hér má sjá svipmyndir úr báðum húsunum, þar er hver fermetri vel nýttur. NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS PS4 STÝRIPIN NI FYLGIR Ný og endurhönnuð slim útgáfa af einni vinsælustu leikjatölvu í heimi. Spotify, Netflix, Youtube ofl. öpp, 500GB harður diskur, HDR tækni, styður PS VR ofl. ofl. 39.990 PS4SLIM VERÐ ÁÐUR46.990 ENGIRTOLLAR Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is PS4SL IM 1TB 49.99 0

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.