Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 Norðmenn eru hættir að gefa út laxeldisleyfi vegna umhverfis- áhrifa eldisins en Íslendingar eru stórhuga í uppbyggingu laxeldis. Norsk blaðakona, sem hefur skrifað bók um laxeldið, segir að Ísland eigi að nota Noreg sem víti til varnaðar. Íslendingar stefna á margföldun á framleiðslu á laxi á meðan Norðmenn eru byrjaðir að leita að öðrum framleiðsluað- ferðum. Er laxeldið næsta álið á Íslandi, atvinnugreinin sem á að bjarga landsbyggðinni? Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Á eyjunni Lovund í Nordland-fylki í Noregi hefur íbúafjöldinn aukist um þriðjung frá árinu 2000 vegna laxeldisins sem þar er stundað. Í þorpinu á eyjunni búa nú 473 íbú- ar en fyrir tíma laxeldisins í byrj- un áttunda áratugarins var íbúa- fjöldinn kominn niður í 230. Síðan þá hefur íbúafjöldinn vaxið og vax- ið vegna laxeldisins sem fyrirtækið Nova Sea stendur fyrir í þorpinu. Framleiðslan nemur 150 til 230 tonnum á dag og síðastliðin ár hef- ur ríkt góðæri í þorpinu: Allir 290 starfsmennirnir fengu rúmlega 1300 þúsund króna bónus í fyrra og hluthafarnir í Nova Sea greiddu sér vel á annan milljarð króna í arð. Einn af eigendunum, Hans Petter Melands, segir í bók norsku blaða- konunnar Kjersti Sandvik, Und- er overflaten: En skitten histor- ie om det norske lakseeventyret, um laxeldið í Noregi að markmiðið snúist ekki um peninga. „Það var aldrei nokkurt markmið hjá okkur að verða ríkir. […] Það mikilvæg- asta var að halda eyjunni í byggð. Laxapeningarnir á Lovund eiga að renna til baka til samfélagsins hér og til þeirra sem búa á eyjunni.“ Bókin kom út í fyrravor og vakti talsverða athygli þar sem um er að ræða ítarlega greiningu á „lax- eldisævintýrinu“ í Noregi eins og Kjersti kallar það. Lovund og Tálknafjörður Samfélagslegu áhrifin af þessari stefnu Nova Sea eru þau að ungt fólk kemur til eyjunnar til að vinna og búa, samkvæmt því sem stend- ur í bók Kjersti. „Íbúarnir á Lovund eru ungir. Leikskólinn er að verða of lítill, það sama á við um barna- og gagnfræðaskólann. Síðustu árin hefur búið fólk af 12 til 15 mis- munandi þjóðernum á eynni. Hér standa engin hús auð, það er hús- næðisskortur og íbúðakjarni hefur verið byggður á litlu eyjunni. Ný fúnkishús úr síberísku lerki standa alveg við sjávarkambinn. Það er Nova Sea sem sér um að redda hús- næði fyrir starfsmenn sína.“ Ísland hefur auðvitað glímt við fólksfækkun á landsbyggðinni í áratugi og hafa tilraunir til að snúa þeirri þróun við og halda smábæj- um og þorpum í byggð almennt séð ekki skilað miklum árangri. Í sam- anburði við þorp eins og Tálkna- fjörð á Vestfjörðum, þar sem fyrir- huguð er margföldun á framleiðslu á eldislaxi upp í tugþúsundir tonna, er þessi þróun í Lovund gerólík. Íbúafjöldinn á Tálknafirði hefur minnkað stöðugt, meðal annars vegna sölu á kvóta stærsta út- gerðarfyrirtækisins í þorpinu, og er nú kominn vel niður fyrir 300. Eins og skólastjóri grunnskólans á Tálknafirði, Helga Birna Berthel- sen, sagði við Fréttatímann fyrir skömmu: „Yngstu börnin í þorpinu eru fædd árið 2014 og eru því rúm- lega tveggja ára. Það er ekki vitað til þess að nein kona í bænum sé ólétt þannig að okkur fækkar rosa- lega hratt. Þarna er tveggja ára gat í skólanum hjá okkur því það er Norska ævintýrið sem á að bjarga bæjum Íslands Sér samfélags- breytingar út um gluggann sinn Víkingur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal, segir að samfélagslegu áhrifin af laxeldinu séu nú þegar orðin talsverð á sunnanverðum Vest- fjörðum. 110 starfsmenn vinna hjá Arnarlaxi á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Hann segist ekki þurfa að gera annað en að líta út um gluggann á skrifstofunni sinni. „Á þessum stöðum þar sem er fiskeldi í gangi, bæði í þorpum hér á Íslandi og annars staðar, er fjölgun á barna- fólki, það er fjölgun í barnaskólun- um og svo framvegis. Á Bíldudal og Patreksfirði er þetta augljóst: Fjölgun íbúa, hærra húsnæðis- verð, tekjur sveitarfélagsins hafa aukist. […] Ef ég horfi hérna út um gluggann minn sé ég flutningabíla sem eru í eigu nýs fyrirtækis sem ungur maður stofnaði hérna til að keyra lax úr bænum. Þetta skap- ar líka afleidd störf því fyrirtæki verða til sem vinna fyrir laxeldis- fyrirtækin. Þetta eru bara jákvæð áhrif sem ég get séð út um glugg- ann: Það er verið að lesta bílana með laxi og svo verður laxinn bara keyrður í burtu í kvöld.“ Víkingur segir að auk þess sé miklu meiri trú á samfélaginu á sunnanverðum Vestfjörðum en fyrir nokkrum árum. „Þetta er svæði sem búið var að afskrifa.“ Aðspurður um hvað honum finnist um byggðarökin fyrir mik- ilvægi laxeldis segir hann að á endanum þá snúist þetta bara um það hvort laxeldið gangi vel eða ekki, en ekki hvar það sé stundað. „Ég held að við þurfum aðeins að taka umræðuna um laxeldið á vit- rænt stig. Það gengur vel að reka þessi fyrirtæki; fjárfestar eru ekki að leggja peninga í laxeldið út af byggðasjónarmiðum og til að hafa atvinnu úti á landi. Þetta skapar störf, þetta skapar fjölbreytt störf og þetta skapar störf sem krefjast alls kyns menntunar. Og svo er eitt í þessu sem er afar skemmti- legt: Þetta skapar bæði karla- og kvennastörf.“ Aðspurður um hvað hann telji raunhæft að hægt sé að framleiða mikið af laxi á Íslandi segist hann ekki telja við hæfi að nefna tölur. „Ég vil ekkert vera að blása það út sem hægt er að gera í laxeldi á Íslandi. Það er fullt af leyfum sem verið er að sækja um en það er ekki víst að það verði allt að veruleika. Hafrannsóknarstofnun á eftir að greina burðarþol fjarða og það þarf að vinna þetta með eftirlitsstofnunum.“ Arnarlax stefnir á 30 til 40 þús- und tonna framleiðslu á eldislaxi, þar með 10 þúsund tonn í Ísa- fjarðardjúpi sem og framleiðslu- aukningu í Arnarfirði og á sunnan- verðum Vestfjörðum. Mynd | Janus Traustason Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra vill fara varlega í sakirnar í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Myndin er frá Bíldudal á Vestjförðum þar sem nú þegar er talsvert laxeldi. Víkingur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Fjarðalax, segir að samfélagslegu áhrifin af laxeldinu leyni sér ekki á Bíldudal. Hann sést hér við flutningabíl með eldislaxi í kössum sem verið var að flytja frá Bíldudal á fimmtudaginn. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Eldhúsvaskar og -tæki Schutte Hoga eldhústæki 11.590 Oulin Stálvaskur 0304 2 hólf 62x47cm 0,8mm* 17.890 Oulin Stálvaskur F201 2 hólf 87x49 1,2mm* 39.990 Oulin Stálvaskur F301A 1 hólf 50x45cm 1,2mm* 18.890 Oulin Stálvaskur FTR101R 89x51cm 1,2mm* 25.890 Oulin Florens eldhústæki 11.890 Schutte Falcon eldhústæki 7.790 Oulin stálvaskur F302A 1 hólf 59x53cm 1,2mm* 19.790 SCHÜTTE * þykkt á stáli product design award

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.