Fréttatíminn - 21.01.2017, Page 10

Fréttatíminn - 21.01.2017, Page 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 sent leyfanna. Þetta var gert meðal annars til að tryggja dreifða eignaraðild á laxeldisleyfunum og þar með til að tryggja að laxeldi færi fram á sem flestum stöðum um allan Noreg. Bakslag kom hins vegar í þessa viðleitni þegar mörk- in voru svo hækkuð upp í fjörutíu prósent þegar Marine Harvest var komið upp að þessum 25 mörkum árið 2013. Þannig getur regluverkið í laxeldi haft sams konar áhrif og frjálst framsal og veðsetning aflaheimilda á Íslandi. Stórfyrirtæki eignast fyr- irtæki í dreifðum byggðum vegna þess að þau vilja eignast veiði- eða framleiðslukvóta þeirra á fisk. Hagsmunir stórfyrirtækisins felast hins vegar kannski ekki endilega í því að halda kvótanum eða laxeld- isleyfunum í bæjarfélaginu heldur að hámarka arðsemina í fjárfesting- um fyrirtækisins. Leyfi á allt að 800 milljónir Þessi þróun í Noregi var möguleg vegna þess að bókfært verðmæti laxeldisleyfanna hafði rokið upp úr öllu valdi vegna þess hversu vel gekk í iðnaðinum. Norskir bankar voru reiðubúnir að lána stórfyrir- tækjum háar fjárhæðir til að kaupa laxeldisleyfi af minni fyrirtækj- um eins og Kjersti Sandvik rekur í bók sinni vegna þess að verðmæti leyfanna var svo ofmetið. Stórfyr- irtækin gátu þá tekið lán, keypt leyfin og „lítil fjölskyldufyrirtæki gátu fengið milljónir norskra króna inn á bankareikninga sína“. Sam- bærilegar sögur úr samtíma Íslands eru þekktar, þar sem kvótaeigend- ur í litlum sjávarplássum seldu af laheimildir sínar til stórfyrir- tækja og kvöddu þorpin. Öfugt við í Noregi kosta leyfin til að hefja laxeldi á Íslandi lítið og þau eru ekki takmörkuð auðlind vegna þess að Ísland er bara að stíga sín fyrstu skref í laxeldi. Á Íslandi þarf að greiða um 300 þúsund krónur til að hefja laxeldi auk þess sem fara þarf með framkvæmdina í gegnum Skipulagsstofnun, í umhverfismat eftir atvikum auk þess sem starf- semin lýtur eftirliti ríkisstofnana eins og Umhverfisstofnunar. Í Noregi eru hins vegar bara gef- in út ákveðið mörg leyfi og norska ríkið hefur hægt mjög á því að veita leyfi í ljósi umhverfisáhrifa laxeld- isins. Þetta eykur markaðsvirði leyfanna. Síðast þegar norska rík- ið seldi leyfi fyrir laxeldi fóru dýr- ustu leyfin á rúmlega 800 milljónir íslenskra króna en þau ódýrustu voru seld á meira en 100 milljónir króna – verð leyfanna veltur á um- fangi laxeldisins og eins því hversu umhverfisvænt eða óumhverfis- vænt það er. Þessi takmarkaði fjöldi leyfa hef- ur leitt til þess að fjárfestar og spá- kaupmenn reyna að kaupa laxeld- isleyfi ódýrt af ríkinu og selja þau svo aftur á margföldu verði. Kjersti Gustav Witzoe er stofnandi og einn stærsti hluthafi Salmar ASA sem er eitt stærsta laxeldisfyrirtæki Noregs. Salmar hefur keypt hlut í stærsta laxeldisfyrir- tæki Íslands, Arnarlaxi. Hann sést hér ásamt nafna sínum og syni. Á sama tíma og Salmar hefur starfsemi á Íslandi reynir fyrirtækið að finna aðrar framleiðsluað- ferðir en sjókvíaeldi vegna þess að það er umhverfisspillandi. Sandvik rekur eina slíku sögu í bók sinni þar sem viðmælandi hennar keypti leyfi á 8 milljónir norskra króna en seldi það svo strax aftur á 30. „Þetta er alveg ótrúlegt,“ er haft eftir manninum í bókinni. Norska útrásin Um aldmótin voru laxeldisleyfin í Noregi orðin mjög dýr og norsk yfirvöld orðin meðvitaðri um slæm umhverfisáhrif laxeldisins. Meðal annars laxalús, ýmsa sjúkdóma, að eldislaxinn næði alltaf að fara úr kvíunum og blandaðist villta lax- inum sem og möguleg slæm áhrif á lífverur í sjónum, eins og rækju. Þá byrjuðu norsku laxeldisfyrirtæk- in að horfa til þess að hefja laxeldi í öðrum löndum eins og Síle. Rétt eins og á Íslandi flytja laxeldisfyrir- tæki inn norskan lax til að ala í við- komandi löndum er því um að aðra tegund að ræða en staðbundna villta laxastofna. Á einungis örfáum árum varð Síle næst stærsti framleiðandi á Atl- antshafslaxi í heiminum á eftir Nor- egi. Framleiðslan náði hámarki árið 2008 þegar 403 þúsund tonn voru framleidd – rúmlega fjórum sinnum meira en forsvarsmenn laxeldisins á Íslandi stefna á að framleiða nú – og var Marine Harvest með 5000 starfsmenn í landinu þegar mest lét. Árið 2009 hrundi framleiðslan hins vegar þegar smitsjúkdómur- inn ILA kom upp í Síle og laxeldis- fyrirtækin brugðust ekki nægilega hratt við því, til dæmis með því að slátra og farga sýktum fiskum fyrr. Árið eftir minnkaði framleiðslan um 75 prósent voru framleidd 90 þúsund tonn í landinu, segir Kjersti Sandvik í bók sinni. Eftir þetta hefur framleiðslan í Síle aldrei náð sér á strik aftur og hefur Marine Harvest rekið starf- semi sína í landinu með tapi síðan og starfa nú 1280 hjá fyrirtækinu. Stjórnandi hjá Marine Harvest, Alf Helge Aarskog, viðurkenndi árið 2014 að farið hafi verið of geyst í Síle og að laxeldið hafi ætlað að stækka of mikið. „Sá einfeldn- islegi ákafi sem felst í því að reyna að græða sem mesta peninga hef- ur líffræðilegar og umhverfislegar afleiðingar sem geta eyðilagt fyrir öllum.“ Útrás norskra laxeldisfyrirtækja til annarra landa hefur því haft slæmar afleiðingar í einhverjum til- fellum. En norsku fyrirtækin halda áfram að leita að nýjum löndum til að stunda laxeldi í. Eftirlit með lax- eldi er nú orðið svo mikið, og reglu- verkið svo sterkt, að forsvarsmenn laxeldisfyrirtækja geta lent í fang- elsi ef þeir brjóta lög og reglur um laxeldið, til dæmis ef laxar sleppa úr kvíum og fyrirtækin tilkynna ekki um það eða ef fyrirtækin láta undir höfuð leggjast að aflúsa eld- islaxana eða að bregðast við sjúk- dómum. Í aflandseldi og Íslandseldi Eitt af fyrirtækjunum sem leitar annarra leiða til að stunda laxeldi en að gera það í Noregi er Salmar AS sem í fyrra varð stærsti hlut- hafi sameinaðs fyrirtækis Fjarða- lax og Arnarlax. Í bók Kjersti Sand- vik er fjallað um það að Salmar AS sé nú orðið leiðandi á sviði þróun- ar á úthafslaxeldi, laxeldi sem er stundað í kvíum úti á hafsjó. „Hér er hugsunin sú að því lengra úti í hafi sem eldið fer fram þeim mun færri umhverfisvandamál þarf að leysa.“ Salmar hafði gert margar tilraunir til að sækja um ódýr og umhverfisvænni laxeldisleyfi sem kostuðu þar með minna en aldrei hafði norska ríkið selt fyrirtæk- inu slík leyfi. Fyrirtækið fékk því ókeypis tilraunleyfi til að byrja að þróa aflandseldið árið 2015 og árið eftir varð Salmar AS stærsti einstaki hluthafinn í strandlaxeldi á Íslandi. Ekki þarf að taka fram að regluverkið utan um laxeldi er ekki nándar nærri eins sterkt á Íslandi og í Noregi enda er þetta tiltölulega nýr iðnaður á Íslandi. Hversu stórt verður laxeldið ? Engan hefði grunað að laxeldið í Noregi yrði svo stórt þegar það hófst á áttunda áratugnum. Árið 1985 voru framleidd 34600 tonn af laxi í Noregi og fimm árum síðar hafði framleiðslan tæplega fimm- faldast, upp í rúmlega 150 þúsund tonn. Svo jókst framleiðslan bara og jókst án þess að yfirvöld í Nor- egi næðu að fylgja þessari stækkun eftir með nægilega góði regluverki og eftirliti. Íslensk laxeldisfyrirtæki ætla að tífalda framleiðsluna á nokkrum árum og fara upp í 100 þúsund tonna framleiðslu. Verður svo framleitt meira? Hvað segir Einar K. Guðfinnsson um það: „Ég hef forðast að nefna einhverja eina ákveðna tölu um framleiðsluna. Áður en farið er að taka ákvörðun um laxeldið þá þarf að liggja fyr- ir mat Hafrannsóknarstofnunar á burðarþoli þeirra fjarða sem gæti verið um að ræða og þetta mat liggur ekki fyrir að öllu leyti. Síð- an náttúrulega markast þetta nátt- úrulega af markaðsaðstæðum og möguleikum fyrirtækjanna til að byggja sig upp.“ En við hvað er Einar smeykastur í laxeldinu?. „Áskoranir laxeldisins felast sérstaklega í þeim umhverfis- spurningum sem verið hafa í um- ræðunni. Ég fyrir mína parta, og fiskeldismenn allir, tek þær spurn- ingar mjög alvarlega. Það eru hags- munir fiskeldisins að standa að uppbyggingunni af mikilli varúð.“ Ef reynsla Norðmanna í laxeldi getur kennt Íslendingum eitthvað þá er það að fara ekki of hratt í sak- irnar í laxeldinu og að fyrirtækin vaxi of mikið og of hratt án þess að eftirlit og regluverk hins opin- bera þróist samhliða þessari upp- byggingu. Einar Kr. Guðfinnson, formaður Landssam- taka fiskeldisfyrir- tækja, hefur mikla trú á laxeldinu en segir að fari þurfi með gát. Öfugt við í Noregi kosta leyfin til að hefja laxeldi á Íslandi lítið og þau eru ekki takmörkuð auðlind vegna þess að Ísland er bara að stíga sín fyrstu skref í laxeldi. Á Íslandi þarf að greiða um 300 þúsund krónur til að hefja laxeldi auk þess sem fara þarf með framkvæmd- ina í gegnum Skipulagsstofnun, í umhverfismat eftir atvikum auk þess sem starfsemin lýtur eftirliti ríkis- stofnana eins og Umhverfisstofnunar. Björt vill taka upp auðlindagjald í laxeldi „Mín sýn á alla framleiðslu og atvinnuuppbyggingu, hvort sem það er laxeldi eða eitthvað annað, er að starfsemi geti aðeins verið leyfð ef hún stenst kröfur um verndun umhverfis og náttúru,„ segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. „Þannig fer það alveg eftir umgjörðinni sem fiskeldinu er búin og aðstæðum á þeim stað þar sem fyrirhugað er að starfrækja fiskeldi, hvort starfsemin er réttlætanleg eða ekki. En ég vil taka það fram að kröfurnar um aðbúnað eiga að vera mjög ríkar. Í dag eru leyfi vegna fiskeldis háð ýmsum skilyrðum sem lúta m.a. að umhverfismálum og þurfa áform um fiskeldi að fara í gegn um mat á umhverfisáhrifum áður en starfsleyfi er gefið út. Á árinu 2014 voru gerðar endurbætur á regluverkinu með breytingum á lögum á fiskeldi sem var meðal annars ætlað að stuðla að auknu öryggi í fiskeldi og draga úr um- hverfisáhrifum þess. Með þeim breytingum var sú skylda lögð á rekstraraðila að láta burðar- þolsmat fylgja með umsókn um starfsleyfi. Það er líka ljóst að vegna aukinnar kröfu um burðarþol fjarða, að það eru ekki margir staðir eða firðir hér við land þar sem hægt er að stunda fiskeldi í stórum stíl og þannig setur umhverfið slíku eldi náttúrulegar skorður. En einmitt vegna þess að laxeldi við Ísland verður alltaf takmarkað á þennan hátt finnst mér mjög eðlilegt að ríkið taki auðlinda- gjald fyrir þessi takmörkuðu gæði, það er þessa fáu firði sem eru nógu djúpir við Ísland til að bera fiskeldið.“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. TIL LE IG U Lindargata 33, 101 Reykjavík Til leigu glæsileg horníbúð á 4. hæð í lyftuhúsi með þaksvölum. Íbúðin er 131,2 fm á stærð og er með húsgögnum. Leiguverð 360.000.- Þakgarður með geymslu fylgir íbúð- inni einnig aðrar svalir. Gott bílastæði í bílageymslu fylgir. Laus strax Allar uppl. gefur Dan Wiium s: 896-4013 eða dan@kjoreign.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.