Fréttatíminn - 21.01.2017, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 21.01.2017, Qupperneq 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 GOTT UM HELGINA Fyrirtaks tónlist Á fyrstu Tíbrártónleikum ársins í Salnum kveður nýr píanókvartett sér hljóðs. Kvartettinn skipa Guðrún Dalía Salómonsdóttir á píanó, Laufey Jensdóttir á fiðlu, Þórarinn Már Baldursson á víólu og Júlía Mogensen á selló. Efnisskráin er fyrirtak: Píanókvartettar eftir Mozart og Schumann. Hvar? Í Salnum í Kópavogi Hvenær? Í kvöld kl. 20. Hvað kostar? Rímur & Saumur Í Hallgrímskirkju má sjá og heyra forvitnilegt tónlistarstefnumót. Norski miðalda sönghópurinn hittir þar fyrir tónlistarmennina Hilmar Jensson, Skúla Sverrisson og norska trompetleikarann Arve Henriksen. Úr verður ef- laust heillandi og óvæntur seiður. Miðaldatónlist, þjóðlög og spuni renna saman. Hvar? Hallgrímskirkja. Hvenær? Í kvöld kl. 19. Hvað kostar? 3000, midi.is Nýleg klassík Kvikmyndin The Matrix heillar enn, enda vísindaskáldskapur af bestu gerð. Tæknibrellurnar heilluðu líka heiminn þegar myndin kom fyrst út árið 1999. Nú er myndin sýnd á Sígild- um sunnudegi og þá er bara spurn- ingin: Viltu rauðpilluna eða þá bláu? Hvar? Bíó Paradís Hvenær? Á morgun sunnudag kl. 20. Hvað kostar? 1600 kr. Hispursmeyjar á stjá Hispursmeyjar eru hópur bók- menntaunnenda sem hafa haldið fjölmörg ljóðakvöld og renna nú af stað með starfsemina á nýju ári. Í þeirra huga er orðið algjörlega frjálst og ljóðið líka. Eina sem er bannað er vaða uppi með ofbeldi og hatur. Hvar? Loft Hostel, Bankastræti. Hvenær? Á morgun, sunnudag, kl. 21. Hvað kostar? Ekkert inn. Uppeldi sem virkar Lone Jensen, sem er kennari á námskeiðinu Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, veit- ir góð ráð sem byggja á Uppeldisbókinni eftir Edward R. Christoph- ersen og svarar spurn- ingum foreldra Hvar? Borgar- bókasafnið Spönginni. Hvenær? Í dag milli 14 og 15. Hvað kostar? Ekkert, allir velkomnir. Búum til bók 5-7 ára krakkar ásamt einum fullorðnum geta mætt til að taka þátt í smiðju undir heitinu Búum til bók. Mynd- og rithöfundurinn Berg-rún Íris leiðir smiðjuna og ýtir undir hugmyndaflugið við bókagerðina. Hvar? Bókasafn Kópavogs. Hvenær? Í dag milli 14 og 16. Hvað kostar? Ekkert en skráning á menn- ingarhusin@kopa- vogur.is Krónan mælir með! Allt fyrir þorrablótið! 2399 kr.stk. Goða þorrabakki stór 1799 kr.kg Þorra harðfiskur, 200 g kronan.is 499 kr.stk. Gestus marineruð síld 600 g Sýning meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands um Þorskastríðin 1958-1976 á Sjóminjasafninu í Reykjavík Opið 10-17 alla daga. Grandagarði 8, 101 Reykjavík www.borgarsogusafn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.