Fréttatíminn - 21.01.2017, Síða 34
Geðveikt frelsi að
renna sér á bretti
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Það er geðveikt frelsi að renna sér á bretti. Það er ekkert til í líkingu við það,“ segir Anna Ósk Stefánsdóttir, snjó-
brettakona og fjallaleiðsögumað-
ur. Hún hefur iðkað snjóbrettaí-
þróttina frá 13 ára aldri og verið
mjög virk síðan hún var 18 ára.
„Þá fór þetta að taka yfir líf mitt.
Allur frítími og allar utanlands-
ferðir snúast um að komast á
bretti.“
Það hefur þó ekki verið hlaup-
ið að því að komast á bretti hér á
landi þennan veturinn, enda hver
lægðin rekið aðra og lítið snjóað
bæði í nágrenni Reykjavíkur og
fyrir norðan.
Upp fjallið á splittbretti
„Annars er það oft þannig að það
rignir mikið á höfuðborgarsvæð-
inu og þar í kring, þannig maður
þarf að vera duglegur að fara
norður. Ég geri það mikið. Svo ef
maður er með fjallaskíði og split-
board, þá verða möguleikarnir
miklu meiri,“ segir Anna og út-
skýrir hvernig sá búnaður virkar.
„Fjallaskíðin eru þannig að maður
setur skinn undir skíðin til að ná
gripi og getur þannig labbað upp
fjallið. Ef maður er bara í skíða-
skónum þá sekkur maður ofan í
snjóinn. Þetta gerir manni lífið
Anna Ósk er snjóbrettakona af lífi og sál og allur frítími hennar snýst
um að reyna að komast á bretti. Hún er mest á splittbretti sem gefur
henni frelsi til að renna sér þar sem er snjór, þó engar lyftur séu nærri.
mjög auðvelt og er virkilega góð
hreyfing.“
Sjálf er Anna mest á svoköll-
uðu splitboard, eða splittbretti,
sem virkar á svipaðan hátt og
fjallaskíðin. „Þetta er snjóbretti
sem hægt er að taka í sundur og
nota sem skíði til að labba upp
fjallið. Svo set ég það saman þegar
upp er komið og renni mér niður.
Þetta er búið er að vera vinsælt
úti lengi en það eru ekki margir á
þessu hérna heima.“ Noti mað-
ur slíkan búnað er engin þörf á
skíðalyftum og því í raun hægt að
skíða hvar sem er, eða að minnsta
kosti þar sem snjó er að finna.
Anna segir þó mikilvægt að huga
vel að leiðarvali í fjallaskíðun og
gæta þess að hafa viðeigandi bún-
að meðferðis, líkt og ýli, skóflu
og stöng ef maður sjálfur eða fé-
lagarnir lenda í snjóflóði. „Ég hef
lukkulega aldrei lent í neinu stóru,
en maður fær alveg svona „reality
check“ ef maður setur eitthvað af
stað. Annars hef eg verið frekar
heppin.“
Anna segir það koma sér vel að
þurfa ekki að vera háður lyftun-
um á Íslandi, enda þær ekki svo
margar. „Það er oft þannig að það
er lítið af snjó rétt hjá Reykja-
vík, en ef maður hefur aðgang að
jeppa þá getur maður farið aðeins
út fyrir og fundið snjó. Maður
leggur ýmislegt á sig til að kom-
ast á bretti. Þetta er líka þægilegt
þegar maður fer út, þó maður fari
vissulega oft á flott skíðasvæði þar
sem nóg er af lyftum, þá er þetta
allt öðruvísi.“
Frábært að fá góðan púðurdag
En hvað er mest heillandi við snjó-
brettið? „Þetta er bara svo ótrú-
lega gaman. Púðurdagarnir eru
langbestir. Það er ekki gefins að fá
góðan púðurdag á Íslandi, en að
ná góðum púðurdegi er geðveikt.
Það er bara eitthvað við rennslið
og hreyfinguna, sérstaklega við
splitboard. Maður getur líka oft
verið að þessu fram á sumar, við
erum alveg á bretti fram í júlí ef
það er snjór.“
Anna deilir áhugamálinu með
eiginmanninum en hann er á
skíðum, hefur lært skíðaleiðsögn
og unnið við það. „Hann er mjög
Anna reynir að
eyða öllum frítíma
sínum á snjóbretti
en eiginmaðurinn
deilir áhugamálinu
með henni.
Snjóbrettaíþróttin tók yfir líf Önnu þegar hún var 18 ára.
góður í að kenna manni. Maður
þarf nefnilega að passa sig. Maður
getur ekki bara farið út og gert
eitthvað,“ segir Anna, en það var
sportið sem tengdi þau hjónin
saman. „Þetta hefur gert líf okkar
saman miklu skemmtilegra. Það
er svo gaman að geta farið saman
á fjallaskíði og splitboard.“
Flutti til Austurríkis
Anna virðist allavega ekki fá nóg
af snjó, en hún starfar sem jökla-
leiðsögumaður hjá Íslenskum
fjallaleiðsögumönnum og því er
snjórinn ekki bara tengdur áhuga-
málinu heldur líka vinnunni. Enn
sem komið er hefur hún ekki próf-
að að renna sér á bretti á jöklum
hér á landi, en hún segir það þó
vel hægt sums staðar, eins og á
Hvannadalshnjúk. Það er alltaf á
döfinni hjá henni að prófa.
Þegar Anna fer til útlanda á
bretti fer hún oftast til Austur-
ríkis, enda hefur hún búið þar
nokkra vetur. Þá finnst henni
einnig gaman að fara til Kanada
og Nýja-Sjálands. „Ég flutti til
Austurríkis til að renna og ég var
meira og minna að renna mér alla
daga. Ég safnaði mér peningum
til að geta farið út en stundum
vann ég eitthvað smá á bar eða
veitingastað. Annars var þetta í
raun bara frí.“
Lét mömmu prófa brettið
Anna segir snjóbrettið henta
öllum aldurshópum, en hún lét
einmitt mömmu sína prófa þegar
hún varð fimmtug. „Hún var geð-
veikt góð en hún hefur samt aldrei
prófað aftur. Það getur verið svo
erfitt að fara yfir á snjóbretti eða
skíði ef maður kann annað betur.
Eins og ég kann ekkert á skíði en
mig langar mjög mikið að læra
það. Mér finnst bara aldrei rétti
tíminn til þess. Þegar það kem-
ur geggjaður dagur þá langar
mig bara á bretti,“ segir hún og
hlær. „Ástæðan fyrir því að ég
hef ekki fundið mig knúna til að
læra á skíði er að mér finnst svo
ógeðslega gaman á bretti og vil
bara njóta þess. Þegar ánægjan af
brettinu fer að minnka þá get ég
lært á skíði.“
Þegar Anna er ekki á bretti í
snjónum, þá fer hún á brimbretti
eða hjólabretti, aðallega svokallað
longboard. Hún segir þó tækn-
ina sem þarf til að stjórna þess-
um brettum frekar ólíka. Það er
kannski helst að tvö síðarnefndu
brettin eigi eitthvað sameiginlegt,
enda er iðkandinn þar með lausa
fætur.
Hún segir félagsskapinn í þessu
sporti skipta miklu máli og í gegn-
um það hefur hún kynnst fólki
um allan heim. „Maður kynnist
svo mikið af allskonar skemmti-
legu fólki, bæði í surfinu og snjó-
bretti. Þetta er líka mjög gott fjöl-
skyldusport. Það hafa allir gaman
af þessu.“
Það er óhætt að segja að Anna hrífist af snjónum, en hún starfar sem jöklaleiðsögumaður og fer á snjóbretti þegar færi gefst.
Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar / dalirnir.is
VERTU
DJARFUR
Í DALNUM
Fjallaskíðin
eru þannig að
maður setur skinn
undir skíðin til að ná
gripi og getur þannig
labbað upp fjallið.
Ef maður er bara
í skíðaskónum þá
sekkur maður ofan í
snjóinn. Þetta gerir
manni lífið mjög auð-
velt og er virkilega
góð hreyfing.
2 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017VETRARFJÖR