Fréttatíminn - 21.01.2017, Síða 35
Mikilvægt að vernda augun
Úrval skíðagleraugna í Eyesland er fjölbreytt.
Unnið í samstarfi við Eyesland
Eyesland á Granda leggur sérstaka áherslu á að bjóða upp á mikið úrval sport-gleraugna af öllum sortum.
„Við erum með mikið af hjóla- og
hlaupagleraugum sem og sérstök-
um skíðagleraugum,“ segir Mar-
íanna Jónsdóttir, verslunarstjóri
Eyesland. Til þess að gleraugun
gagnist vel þegar verið að stunda
einhvers konar íþróttir þurfa þau
að hafa ýmsa kosti. „Sportgleraugu
eru yfirleitt straumlínulaga og kúpt
þannig að þau eru lokuð á hliðunum
og liggja betur að. Mörg sportgler-
augu eru þannig að armarnir liggja
þétt upp við húðina og eru sveigj-
anlegir þannig að það er ekkert mál
að hafa þau undir hjálmum,“ segir
Maríanna. Gleraugun eru að auki
oftast með skiptanlegum linsum
þannig að það er hægt að skipta
glerjunum út. „Ef þú ert til dæmis
að hjóla í sól þá ertu með sólgler
en þegar þú ert að hjóla í roki eða
rigningu þá er hægt að setja glærar
linsur,“ bætir Maríanna við. Flest
sportgleraugu eru þannig gerða
að hægt sé að setja í þau styrk
eða kaupa sjóngler sem falla inn
í sportgleraugun sem hægt er að
fjarlægja.
Hægt að vera með
eigin gleraugu undir
Úrval skíðagleraugna í Eyeslandi
er mikið, þau ódýrustu eru á 5900
krónur en hægt er að fá gleraugu
upp í 40.000 krónur. „Þá ertu
komin með gleraugu sem eru með
þremur mismunandi linsum, með
þokulinsum líka, það getur skipt
máli. Svo er bara mjög misjafnt
hvað fólk vill, við reynum að vera
með alla flóruna. Sumir vilja ljóst
gler og aðrir dökkt með spegla-
gleri til þess að minnka endurkast.
Hægt er að fá skíðagleraugu bæði
fyrir börn og fullorðna þar sem þín
eigin gleraugu passa inn í rammann
þannig að þú getur verið með þau
undir skíðagleraugunum. Skíðagler-
augu sem eru með fótókrómískar
linsur eru mjög vinsæl, þá dökkna
þær eða lýsast eftir birtuskilyrð-
um. Þegar þú byrjar að skíða getur
verið sól og svo er allt í einu komin
snjókoma. “ segir Maríanna.
Gleraugu fyrir hvers
kyns fjallamennsku
Skíða- og fjallagleraugu eru not-
uð bæði til þess að fá síður snjó
í augun og vegna birtunnar sem
getur orðið mikil á fjöllum vegna
endurkasts. „Það er afar mikilvægt
að vera með vörn gegn skaðleg-
um geislum sem magnast upp við
endurkastið frá snjónum,“ seg-
ir Maríanna og bætir við að þessi
gleraugu séu ekki bara notuð á
skíðum heldur á vélsleða, fjórhjóli
eða hvers kyns fjallamennsku.
3 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 VETRARFJÖR
Maríanna jónsdóttir, verslunarstjóri
Eyesland. Myndir | Hari
Mikið úrval af sport- og fjallagleraugum
frá RedBull, Smith, Montana, Cébé, Bollé
og Oakley.
Fjölbreytt úrval af skíðagleraugum, t.d.
fótókrómískum, yfir gleraugu, ljósar linsur
fyrir öll skilyrði og speglagler. Hérna eru
sýnd skíðagleraugu frá Julbo, Montana
og Redbull.
11.900.-
14.900.-
34.950.-
7.490.-
22.850.-
36.850.-32.900.-
15.980.- 42.900.-
11.850.-27.650.-