Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 36
Rjóðar kinnar og brosandi andlit í Hlíðarfjalli Ekkert jafnast á við skíðaferð. Unnið í samstarfi við Hlíðarfjall Hlíðarfjall er eitt helsta að-dráttarafl Akureyrar yfir vetrarmánuðina. Bæjarbú-ar eru ákaflega heppnir að geta nýtt sér þessa skíðaparadís í jaðri bæjarins og taka glaðir á móti ferðamönnum sem koma fjölmargir gagngert til þess að njóta útiveru og hollrar hreyfingar í fjallinu. Erlendir ferðamenn koma í sífellt meira mæli í Hlíðarfjall og til að mynda var um 30% af skíðaleigu um síðustu jól og áramót til erlendra gesta. Skíðaleiðirnar niður hlíðar fjalls- ins eru margar og mismunandi og allir geta fundið brekku við sitt hæfi; hvort sem óskað er eftir nota- legri ferð þar sem hægt er að njóta útsýnisins á meðan eða hraðri og brattri sem fær adrenalínið til að þjóta um æðarnar. Brekkurnar eru ekki síðri fyrir iðkendur snjóbretta en skíða og gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli er alltaf jafn vinsæl með- al gönguskíðafólks. Öll börn velkomin í skíðaskólann Í Hlíðarfjalli er starfræktur skíða- skóli sem hentar afar vel börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Guðmundur Karl Jóns- son, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir Skíðaskólann njóta mikilla vin- sælda enda nauðsynlegt fyrir byrj- endur á skíðum að ná grunntækni til þess að njóta þess að renna sér niður brekkurnar. „Kennslan í skíðaskólanum fer fram um helgar og einnig á stórum viðburðum svo sem vetrarfríinu og dymbilviku. Kennslan fer fram frá klukkan tíu til tólf og einnig er hægt að vera frá tíu til tvö. Þegar krakkarnir eru til tvö fá þau pítsu og drykk í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við að öll börn séu velkomin í skíðaskól- ann, líka þau sem eru vön en vilja skerpa á kunnáttunni. Allir krakkar á aldrinum 5-12 ára eiga þess kost að skrá sig í skíðaskólann og er hann getu- og aldursskiptur. Guðmundur segir skólann sívinsælan; enda hlýt- ur hann að teljast með skemmtilegri skólum landsins! Í ár verður að sjálf- sögðu aukin þjónusta í tengslum við vetrarfríin sem nálgast óðfluga og verða námskeið vikuna 17.-19. febrúar. Gott er að forskrá börnin á www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn/ skraning til þess að forðast raðir á staðnum. Ekkert jafnast á við skíðaferð Það er nauðsynlegt að fá hvíld frá brekkunum í dálitla stund og í skíða- skálanum er prýðileg aðstaða til þess að kasta mæðinni, spjalla og fá sér í gogginn. Á veitingastaðnum er hægt að grípa samloku og franskar, eða ylja sér við matarmikla gúllas- súpu. Einnig er vinsælt að grípa með sér nesti til þess að gæða sér á úti í fersku loftinu. Það jafnast fátt á við rjóðar kinnar og brosandi andlit eftir ánægjulega og fjöruga skíðaferð. Velkomin norður! Brosið er ávallt skammt undan í fjallinu. Ekkert jafnast á við að láta sig líða niður brekkur Hlíðarfjalls í góðu veðri. FJARÐABYGGÐ oddsskarð - eitt besta skíðasvæði landsins Skíðasvæði Fjarðabyggðar í Oddsskarði er eitt besta skíðasvæði landsins. Frábær barnalyfta, vel búin skíðaleiga og notalegur skíðaskáli er á svæðinu og fyrir þá sem vilja komast á toppinn er skíðalyfta sem gengur í 840 metra hæð. Oddsskarð er ein af náttúruperlum Austurlands, með fallegum gönguleiðum og ægifögru útsýni yfir Reyðarfjörð. Óteljandi útivistarmöguleikar gera skíðasvæðið í Oddsskarði að ómissandi áfangastað fyrir alla fjölskylduna. Velkomin í Austfirsku Alpana. komdu í oddsskarð. við elskum snjó. H ér að sp re nt 4 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017VETRARFJÖR

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.