Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Sogavegi 3 Höfðabakka 1 Sími 555 2800 SMÁLÚÐUFLÖK STÓRLÚÐUSTEIKUR 1.990 kr.kg Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, komu saman á öðrum tímanum í gær til að fara yfir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja. Hlé var gert á fundinum síðdegis en haldið var áfram í gærkvöldi. Hvorki náðist í Bjarna né Katrínu áður en Morgun- blaðið fór í prentun. Þingmenn flokk- anna, sem blaðið náði tali af, sögðust engar upplýsingar hafa um stöðu mála. Ríkti þá algjör óvissa um hver niðurstaða viðræðna yrði. Katrín sagði í samtali við fjölmiðla eftir þingflokksfund Vinstri grænna í þinghúsinu í gær, fyrir fund hennar og Bjarna, að þau hefðu hist á þriðju- dag til að fara yfir málin og að þau myndi hittast aftur til að ljúka þeirri yfirferð. Spurð hvað þau hefðu aðal- lega rætt svaraði Katrín að umræðan hefði snúist um efnahagsmál. Enn á byrjunarstigi „Það er ekkert tímabært að segja til um það,“ sagði Katrín aðspurð hvort hún væri vongóð um að viðræð- urnar við Bjarna leiddu til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Á þing- flokksfundi Vinstri grænna var farið yfir stöðuna en spurð um stemningu fyrir mögulegu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn sagði Katrín að samtalið væri fyrir það fyrsta ekki komið á það stig og Vinstri grænir væru tilbúnir að tala við alla flokka. „Við erum alveg ásátt um það. Við vorum tilbúin til þess og vorum búin að ákveða það að við værum reiðubúin að ræða við alla flokka og við gerum það að sjálfsögðu í fullri alvöru. En hins vegar áður en hægt er að taka ákvörðun um formlegar viðræður þarf maður að átta sig á því hvort það sé einhver raunverulegur málefnaleg- ur grundvöllur.“ vilhjalmur@mbl.is Óvissa um niðurstöðuna  Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ræða um mögulegar stjórnarmynd- unarviðræður  Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær fyrir fund formannanna Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Mikil spenna ríkti í húsnæði Skáksambands Íslands í gærkvöldi þar sem skákáhugamenn komu saman til að fylgjast með úrslitum heimsmeistaramótsins í skák. Fögnuðust braust út á tólfta tímanum þegar ljóst varð að Norðmaðurinn Magnus Carlsen hafði sigur gegn Karjakin í þremur atskákum gegn einni í gærkvöldi. Tókst Carlsen því að verja heimsmeistaratitil sinn eftir harða rimmu. Nánar í skákþætti aftar í blaðinu. »22 Morgunblaðið/Freyja Gylfa Mikil spenna í opnu húsi hjá Skáksambandi Íslands í gærkvöldi Fögnuðu sigri Norðmannsins Forseti Íslands hefur fallist á til- lögu forsætisráð- herra um að þing verði kallað sam- an þriðjudaginn 6. desember nk. kl. 13.30. Sig- urður Ingi Jó- hannsson for- sætisráðherra segir tímabært að Alþingi komi saman svo tími gef- ist til þinglegrar meðferðar fjár- laga og mála sem þeim tengjast. „Þótt skammur tími sé til stefnu tel ég að með góðri samvinnu verði hægt að ljúka umfjöllun um þau á tilsettum tíma,“ segir Sigurður. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun kynnti Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017, svo og frumvarp til laga um ýmsar for- sendur fjárlagafrumvarpsins. „Stefnt er að því að Alþingi komi saman 6. desember,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundinum. Samkvæmt venju verður fjárlaga- frumvarpið lagt fram á fyrsta degi nýs þings. Alþingi kvatt saman þriðjudag- inn 6. desember Sigurður Ingi Jóhannsson Eldur kom upp í þriggja hæða íbúð- arhúsi í Geldingaholti í Skagafirði í gær. Íbúi hússins var ekki heima en verkamenn voru að störfum þegar eldurinn kom upp. Að sögn lögregl- unnar á Norðurlandi vestra var enginn í hættu. Virtist eldurinn í fyrstu lítill en þegar þakið var opnað til að leita að eldsupptökum blossaði hann upp og breiddi úr sér. Talið er að kviknað hafi í vegg sem er einangraður með torfi. Húsið er að sögn lögreglu gjörónýtt en fjórir slökkviliðsbílar tóku þátt í slökkvistarfinu. Um klukkan 23 í gærkvöldi var verið að rífa húsnæðið til að ráða niðurlögum eldsins. Búist var við að slökkviliðið yrði að störfum fram eftir nóttu. Húsnæðið gjör- ónýtt eftir bruna Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir nýjan samning sambandsins við Fé- lag grunnskólakennara vera stóran bita fyrir mörg sveitarfélög. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, sagði í viðtali við fréttavefinn Eyjar.net í gær að kjarasamningur- inn fæli í sér „hátt í 50 milljóna kostnaðarauka“ fyrir sveitarfélagið en í fjárhagsáætlunum var gert ráð fyrir 40 milljóna rekstrarafgangi. Því sé ljóst að aðgerða sé þörf til að koma til móts við aukin útgjöld. Hleypur á milljörðum Halldór segir stöðuna álíka í fleiri sveitarfélögum. „Við vissum að í þessu værum við að teygja okkur al- veg til hins ýtrasta […] Mér sýnist þetta vera staðan víða. Það breytir því ekki að við verðum að borga kennurum góð laun, en þetta tekur auðvitað á.“ Telur Halldór að heildarkostnað- urinn hlaupi á milljörðum en hann vonast þó til að kjarasamningurinn verði samþykktur því í honum felist líka ákveðin tækifæri. „Það er bókun í samningnum um að fara í gegnum skólastarfið og skoða hvort við getum bætt okkur gagnvart rekstri skólanna. Við erum með einn dýrasta grunnskólann inn- an OECD-ríkjanna en samt eru laun kennara undir meðaltali svo við þurf- um einhvern veginn að stemma þetta betur af,“ segir Halldór. Skiptar skoðanir Félag grunnskólakennara kynnti samninginn fyrir trúnaðarmönnum grunnskóla í Reykjavík og víðar í gær. „Eins og við var að búast eru skiptar skoðanir og mikil umræða,“ sagði Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, um kynn- ingarfundina. Ragnar Þór Pétursson, grunn- skólakennari og trúnaðarmaður í Norðlingaskóla í Reykjavík, sagði í samtali við mbl.is í gær að nýi samn- ingurinn væri „ískyggilega líkur“ þeim samningum sem grunnskóla- kennarar hafa þegar fellt. Ólafur sagðist ekki hafa orðið var við slíka gagnrýni en hann er Ragn- ari Þór ósammála. „Ég tel ekki rétt að stilla þessu svona upp. Við höfum auðvitað heyrt í umræðunni að fólk er að velta því fyrir sér hver mun- urinn á þessu tvennu sé en þetta er algjörlega sitt hvor hluturinn.“ Fleiri uppsagnir Átta kennarar við Réttarholts- skóla, um 30% allra kennara við skól- ann, sögðu í gær upp störfum og tel- ur Jón Pétur Zimsen skólastjóri þá ekki hafa verið nógu ánægða með nýjan samning. Ólafur sagðist ekki hafa tilfinningu fyrir því hvaða áhrif nýr samningur hefði á uppsagnir kennara. „Menn þurfa auðvitað tíma til að melta þetta, velta fyrir sér kostum og göllum og setja í sam- hengi.“ Kjarasamningurinn stór biti fyrir sveitarfélögin  Staðan víða erfið  Viðbrögð kenn- ara eru misjöfn Morgunblaðið/Stella Andrea Undirskriftir Skrifað undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Samtals 25 svokölluð hrunmál eru enn til meðferðar hjá embætti hér- aðssaksóknara eða í dómskerfinu. Þetta kom fram í svari embættisins við fyrirspurn mbl.is. Átta mál eru í gangi í dómskerf- inu. Markaðsmisnotkunarmál Glitn- is og umboðssvikamál tengt félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. eru til meðferðar fyrir héraðsdómi og tvö mál bíða ákvörðunar um áfrýjun, meðal annars Aurum-málið sem ný- lega var dæmt í. Þá eru fjögur mál til meðferðar fyrir Hæstarétti. Fimm mál eru í rannsókn og ell- efu í ákærumeðferð sem felur í sér að málin eru í ákvörðunarferli hjá saksóknara hjá embættinu um hvort ákært verði eða ekki. Eitt mál er enn í bið og ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvort það verði rannsakað. 25 hrunmál ennþá til meðferðar  Átta mál í gangi í dómskerfinu Skráð atvinnuleysi í október var 2,0%, en að meðaltali voru 3.333 at- vinnulausir í október og fjölgaði atvinnulausum um 47 að meðaltali frá september þegar atvinnuleysi mældist 1,9%. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, greindi frá stöðu vinnumarkaðar- ins á ríkisstjórnarfundi í gær. Hún segir stöðu vinnumarkaðarins góða og fjölgun skráðra atvinnulausra skýrist af árstíðarbundnum sveifl- um. Í október fjölgaði atvinnulausum körlum um 59 frá september en að meðaltali var 1.491 karl á atvinnu- leysisskrá. Atvinnulausum konum fækkaði um 12 frá september og voru 1.842 konur á atvinnuleysis- skrá. Skráð atvinnuleysi 2% í október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.