Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Lögreglumaðurinn fyrrverandi, Jens Gunnarsson, sem ákærður hefur ver- ið af embætti ríkissaksóknara fyrir meinta spillingu í starfi, var eftir að hann lét af störfum hjá lögreglunni ráðinn til fyrirtækisins Öryggismið- stöðvarinnar. Þar lét hann aftur á móti af störfum þegar ákæran var gefin út. Stærsti eigandi Öryggismið- stöðvarinnar stýrði félaginu Kjalari sem átti um 10% hlut í Kaupþingi og er hann einn helsti viðskiptafélagi Ólafs Ólafssonar fjárfestis. Annar maður sem einnig er ákærður fyrir spillingu í málinu, Gottskálk Þorsteinn Ágústsson, vinnur sem framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni, en samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu mun hann áfram starfa sem fram- kvæmdastjóri öryggissviðs meðan málið er í gangi fyrir dómstólum. Ómar Örn Jónsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Öryggismið- stöðvarinnar, segir í samtali við mbl.is að málið tengist ekki rekstri félagsins, en það sé hvorki þægilegt né skemmtilegt fyrir það. Segir hann málið nú fara hefðbundna leið í dóms- kerfinu og að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að víkja Gottskálk frá störfum eða senda hann í leyfi meðan málið er í gangi. Málið sé þó í skoðun. Ráðinn til starfa eftir að málið kom upp Öryggismiðstöðin er sem fyrr seg- ir öryggisfyrirtæki sem starfar sem slíkt með starfsleyfi frá ríkislög- reglustjóra. Er framkvæmdastjórinn því í raun ákærður fyrir spillingu í tengslum við embættismann hjá und- irstofnun þess sem veitir félaginu rekstrarleyfi sitt, en Jens starfaði hjá fíkniefnadeild lögreglustjórans á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtækið sinnir alhliða öryggis- þjónustu, en í því felst gæsla fyrir fyrirtæki og einstaklinga, rekstur á stjórnstöð, brunavarnir, myndavéla- eftirlit og fleira. Að sögn Ómars er hlutdeild Öryggismiðstöðvarinnar á markaði um 40% á móti Securitas sem er hitt stóra öryggisfyrirtækið, en auk þess eru nokkrir minni aðilar einnig á markaðinum. Trúnaðarskýrsla um Kaupþing Eftir að málið kom upp á sínum tíma var Jens ráðinn til starfa hjá Ör- yggismiðstöðinni. Ómar segir að menn hafi vitað um málið, en um tímabundin sérverkefni hafi verið að ræða sem hafi meðal annars falist í námskeiðahaldi. Segir hann að skiln- ingur hafi verið á því þegar Jens var ráðinn að ef ákært yrði í málinu myndi hann láta af störfum sem hann hefur nú gert. Í ákæru málsins kemur fram að Gottskálk hafi verið í samskiptum við Jens og lofað honum 500 þúsund króna greiðslu og tveimur flugmiðum fyrir skýrslu PriceWaterHouse- Coopers um Kaupþing banka sem bar yfirskriftina „Slitastjórn Kaup- þings banka hf. „Project Staying Alive“ September 2010. Strictly confidential.“ Eigendur Öryggismiðstöðvarinn- ar eru helstu stjórnendur félagsins með 40% og félagið Unaós ehf. með 60%. Unaós er í eigu Hjörleifs Jak- obssonar, eins helsta viðskiptafélaga fjárfestisins Ólafs Ólafssonar. Er Unaós einnig skráð á heimilisfang skrifstofu Samskipa, sem Ólafur er aðaleigandi að. Eigandinn stýrði stærsta lántaka Kaupþings Ólafur var næststærsti hluthafi Kaupþings í gegnum fjárfestinga- félagið Kjalar sem hann á 90% hlut í. Þá var Kjalar stærsti lántaki bank- ans frá miðju ári 2006 og voru lán fé- lagsins við fall bankans um 18% af eiginfjárgrunni bankans. Hjörleifur var forstjóri Kjalars og situr nú í stjórn Samskipa. Ólafur hefur m.a. verið sakfelldur fyrir þátt sinn í Al Thani-málinu svo- kallaða og þá fengu félög hans, Par- tridge Management Group og Har- low Equities, lán til að eiga í viðskiptum með skuldatryggingaraf- leiður Kaupþings sem ákært var fyr- ir í Chesterfield-málinu. Ólafur var þó ekki ákærður í þeim málum, held- ur stjórnendur Kaupþings. Þriðji maðurinn sem er ákærður í málinu er Pétur Axel Pétursson, en hann hefur áður hlotið dóma vegna fíkniefnamála. Hann og Jens eru ákærðir vegna meintra brota þegar Jens upplýsti Pétur um stöðu mála hans hjá lögreglunni og um hverjir væru uppljóstrarar lögreglunnar. Tók Jens við gjöfum vegna þessa, samkvæmt ákærunni. Aths. ritstj. Ólafur Ólafsson sendi frá sér yf- irlýsingu í gærkvöldi þar sem fram- angreind frétt á mbl.is er sögð röng hvað sig varðar, efni fréttarinnar tengist sér ekki. Af því tilefni skal tekið fram að blaðið og mbl.is standa við fréttina að öllu leyti. Yfirlýsing Ólafs er birt í heild sinni á mbl.is. Hjá öryggisfyrirtæki eftir spillingarmál  Greiðslum og flugmiða lofað fyrir skýrslu um Kaupþing Jens Gunnarsson Gottskálk Þor- steinn Ágústsson Ólafur Ólafsson Hjörleifur Jakobsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekkert lát virðist vera á vexti net- verslunar. Viðskipti Íslendinga við erlendar netverslanir fara vaxandi, hvort sem litið er til verðmætis var- anna eða fjölda sendinga. Samtímis eru viðskipti við innlendar netversl- anir að aukast. Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) áætlaði að velta íslenskrar netverslunar hefði verið að lágmarki um fimm millj- arðar króna í fyrra, án virðis- aukaskatts. Það voru um 1,25% af heildarveltu íslenskrar smásölu- verslunar það ár. Áætlað var að velta íslenskra netverslana hefði aukist um 27% á árinu 2015 miðað við árið á undan, samkvæmt Árbók verslunarinnar 2016. Þá var áætlað að hlutfall netverslunar annars stað- ar á Norðurlöndum hefði verið um 6% sem var mun hærra hlutfall en hér á landi. Hagstofan upplýsti það í janúar 2015 að þriðjungur íslenskra fyr- irtækja seldi vörur og þjónustu í gegnum netið eða önnur vefkerfi. Það var hæsta hlutfall slíkrar þjón- ustu sem þá mældist á Evrópska efnahagssvæðinu. RSV benti á það í árbók sinni að stór hluti hefðbundinna verslana seldi einnig vörur á netinu, án þess að sundurgreina þá veltu á uppgjöri til virðisaukaskatts. Sterkara gengi krónunnar Emil B. Karlsson, forstöðumaður RSV, segir alveg ljóst að viðskipti við íslenskar netverslanir færist í aukana en líklega sé enn meiri aukn- ing í viðskiptum Íslendinga við er- lendar netverslanir. Þar skipti miklu styrking gengis krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. „Netverslun er orðin hluti af verslunarmynstrinu,“ sagði Emil. Hann sagði erfitt að aðgreina mörk- in á milli netverslunar og hefðbund- inna innkaupa í búðum. „Menn fara inn í búð, skoða vöruna og kaupa hana í gegnum símann sinn og láta senda hana heim. Aðrir kaupa vöru á netinu og fara svo í verslun að sækja hana. Mörkin eru að mást út. Marg- ar verslanir selja bæði yfir búð- arborð og á netinu en greina ekki á milli verslunarmáta í sínu bókhaldi. Það er því erfitt að átta sig á þessu.“ Emil sagði að breytingunni sem er að verða á verslunarháttum með netverslunum megi líkja við þá miklu breytingu sem varð þegar við- skiptavinirnir fóru að afgreiða sig sjálfir í kjörbúðum. Netverslanir séu sannkallaðar sjálfsagreiðslubúðir. Hann sagði þróunina til alhliða verslunarþjónustu vera öra. Til marks um það sé að netverslunin Amazon í Bandaríkjunum sé nú að opna hefðbundnar verslanir, Ama- zon Pop-Up, þar sem viðskiptavinir geti handleikið vörurnar og notið að- stoðar afgreiðslufólks. „Niðurstaðan er sú að þetta er allt að renna saman í eina heild,“ sagði Emil. Ekkert lát virð- ist vera á vexti netverslunar  Mörkin á milli hefðbundinna versl- ana og netverslana eru að hverfa Morgunblaðið/Eggert Netverslun Vaxandi viðskipti, og Pósturinn verður vel var við það. Netverslun eykst » Tölur frá kauptíðinni í kring- um þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum benda til þess að færri hafi farið þar í hefð- bundnar búðir en áður. » Netverslun í kringum þakk- argjörðarhátíðina nú jókst um 18% í Bandaríkjunum. » Hillur pósthúsanna eru að sligast undan pakkaflóði. Aukninguna má rekja til stór- aukinna innkaupa Íslendinga í netverslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.