Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Notaðu tækifærið til þess að rækta
spunahæfileika þína á meðan engin leið er að
átta sig á því hvað er framundan. Skoðaðu
vandlega alla skilmála og lestu smáa letrið.
20. apríl - 20. maí
Naut Áætlun þín þarfnast mikillar yfirlegu
áður en þú getur hrint henni í framkvæmd.
Brettu nú upp ermarnar og láttu sem flesta
heyra frá þér í síma eða með tölvupósti.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að stíga skrefið til fulls ef
þú vilt að hjólin fari að snúast þér í hag.
Leyfðu ástvinum að bera byrðarnar með þér.
Þér verður boðið til veislu innan skamms.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vertu jákvæð/ur og hafðu trú á þér.
Ef þú gerir það ekki, hver þá? Allir eru að leita
að því sama, en átta sig ekki á því að ekki
þarf að fara neitt. Þú ert sjálf/ur svarið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að halda þig við planið þitt hvað
svo sem á dynur og forðastu umfram allt að
lofa upp í ermina á þér. Þú lofar því á hverju
ári að hefja jólaundirbúninginn snemma en
ýmislegt tefur hann núna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gerðu þér grein fyrir þörf þinni fyrir
hvíld og slökun. Göngutúr eða sundferð getur
gert kraftaverk. Svo þarf ekki alltaf að elda.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hugmyndirnar hreinlega flæða fram og
komdu þeim strax á framfæri. Alla jafna ert
þú rólegheita manneskja en það er einhver
breyting á því fram undan.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Veltu þér ekki upp úr því sem lið-
ið er enda geturðu hvort sem er engu breytt
héðan af. Hafðu bara hægt um þig þar til öld-
urnar lægir og ræddu þá málið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gættu þess að skapa ekki stærri
vandamál með framkomu þinni heldur en þau
sem þú ætlar að leysa. Kannski tengjast von-
brigði þín samskiptum við hitt kynið?
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt allt virðist rólegt á yfirborð-
inu kraumar undir og þú skalt vera viðbúin/n
hverju sem er. Ekki fara á taugum þó allt klár-
ist ekki fyrir jól.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert enn að leita að sálufélag-
anum sem skilur þig í einu og öllu. Tilfinn-
ingar þínar byggjast á ísköldu mati þar sem
þú hefur æft þig í að halda ró þinni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hin sanna ást sigrar allt tilfinn-
ingalegt veður og mótvinda. Hver segir að
ástin sé ekki þyrnótt? Vertu viss um að þú
þekkir alla málavöxtu áður en þú fellir dóm.
Þetta eru skemmtileg og lýrískerindi hjá Ármanni Þorgríms-
syni, sem hann kallar: „Eitthvað
að…“:
Eitthvað skilja alltaf reyni,
engan stóran sannleik greini,
vanþekkingin veldur meini,
víst er ekki að ég sé til.
Voru gefin vitlaus spil?
Eru vættir oft í leyni,
álfar búa í hverjum steini,
oft fer hrollur inn að beini
eins og vera í hríðarbyl,
eða kafa í kaldan hyl.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir seg-
ist á Boðnarmiði hafa fundið þetta
smáljóð á spássíunni í dagbókinni:
Yfir hvíta eyðimörk
örninn fer.
Sterkir virðast vængir
og vel hann sér.
Lengi er hann að líða
Yfir landið mjallarhvíta.
Ekki virðist örninn
upp til nokkurs líta.
yfir landið mjallarhvíta.
Brúnegg hafa orðið hagyrð-
ingum að yrkisefni. Hér eru sýn-
ishorn af Gylfi Þorkelsson yrkir:
Bóndans réttu ráðin við
rekstri snúnum,
Skallagríms að skondnum sið:
hann skí/ýtur brúnum.
Og Guðmundur Halldórsson:
Trúna ég alls ekki á MAST hef misst
þótt menn verði sumir að gjalti
Ég borðaði í morgun með bestu lyst
brúnegg með iðnaðarsalti.
Páll Imsland heilsaði leirlið í
snjófölinu, – „am.k. hér á SV-
horninu. Já, Gott eiga þeir sem les-
ið geta bækur og þannig rifjað upp
sögu og sagnir“:
Les- er ég löglega -blindur.
L þekki’ og ámóta stafi.
Vitni- um vofur og -hindur!
Varla’ að ég frétt af þeim hafi.
Þórdís Sigurbjörnsdóttir orti við
fráfall Kastrós:
Á heiminum var tékkað gegnum túbu.
Til að mynda stjórn er enginn valinn,
svo tárast gamlar kerlingar á Kúbu
því Kastró gamli fallinn er í valinn.
Þvílík rím-leikfimi er algeng hjá
limruskáldum. Jóhann S. Hann-
esson orti:
Það er fráleitt að fylgi því straff
þótt fólk í stað f skrifi v
í hava og hev
og sova og sev:
það er svolítið annað með Pvavv.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af álfum, brúneggjum
og Kastró
Í klípu
HRAÐBANKAEINKAÞJÁLFARI.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ HEFUR EKKI DRUKKIÐ VATNIÐ ÞITT!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann segist
vilja eyða því sem eftir
er ævinnar með þér.
„ENDIR“!
KOMIÐ!
ÞAÐ VAR
RÁÐGÁTA!
HVERS KONAR
SÖGU VARSTU
AÐ LESA?
ÞÚ HEFÐIR ÞÁ KANNSKI
ÁTT AÐ FYLGJAST
BETUR MEÐ!
ODDI ER AÐ
GRAFA UPP BEIN.
NÚ ER HANN AÐ LEITA AÐ
STAÐ TIL AÐ GRAFA ÞAÐ.
ÝTTU Á HÆTTA VIÐ. GOTT, SLÁÐU INN
HELMINGINN AF UPPHÆÐINNI OG ÝTTU
Á Í LAGI.
Fjandsamleg hegðun í garð Vík-verja síðastliðna helgi opnaði
augu hans fyrir stöðu þjóðfélags-
hóps sem er honum mjög kær.
Það vill nefnilega þannig til að
stór hluti fólksins sem Víkverji
hefur gegnum árin raðað í kring-
um sig er kvenfólk.
x x x
Oft virðist reynsluheimurkvenna og karla vera mis-
munandi. Karllægni er á sumum
sviðum og kvenlægni á öðrum.
Samskiptamáti getur verið mis-
munandi og hugðarefni önnur.
Best finnst mér munurinn kristall-
ast í framkomu kynjanna hvors
við annað. Konur koma oftast
fram við karla af meiri virðingu en
karlar við konur og satt best að
segja eru karlmenn oft algjör ógeð
í samskiptum sínum við konur.
x x x
Kossar og strokur eru mjögveigamiklir hlutir í innilegum
samskiptum fólks. Bæði eru þeir
vel til þess fallnir að sýna fram á
alúð og væntumþykju, svo eru
þeir bundnir kynlífi nær órjúf-
anlegum böndum. Þau bönd gera
þetta tvennt að kynferðislegum at-
höfnum.
Ekki skal fullyrt um allar, en
yfirgnæfandi meirihluti vinkvenna
Víkverja hefur lent í að einhver
ógeðskarl sé að káfa á þeim og
reyna að kyssa á bar eða
skemmtistað. Svo virðist sem
hreint út sagt ótrúlegur fjöldi
karla haldi að þessir hlutir séu
þeir mest sjarmerandi í vopna-
búrinu þegar kemur að „kvenna-
veiðum“. Hér koma stórfréttir:
Þeir eru það ekki!
x x x
Kynferðislegar athafnir án sam-þykkis eru kynferðisofbeldi!
Flestar sögur sem Víkverji hef-
ur heyrt af svona hegðun lykta af
því að kvenþjóðin sé orðin sam-
dauna svona hegðun og hætt að
kippa sér upp við hana. Það á ekki
og má ekki líðast. Við verðum að
skera upp herör gegn hvers konar
kynferðisofbeldi.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um
mig mun frelsast og hann mun ganga
inn og út og finna haga.
(Jóh. 10:9)
Baðaðu þig í gæðunum
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15