Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 var löngunin að þjóna Guði. Enn var til staðar löngunin að þjóna Guði. Í hádeginu á mánudegin- um kvöddumst við með bæn og blessunaróskum. Til stóð að halda áfram að þjóna Guði en þjónustutíma Guðsteins var lokið því daginn eftir kvaddi hann og „fór heim“. „Fór heim?“ Já, þannig er loforðið hjá Frelsaran- um þegar hann segir: „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er!“ (Jóh. 14: 3). Staður Guðsteins var tilbúinn; nú er honum þjónað af Jesú Kristi. Við Hrefna sendum fjölskyld- unni allri okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og hluttekningu. Snorri í Betel. Hinn 15. nóvember var æsku- vinur minn og bróðir skyndilega kallaður frá sínu jarðneska lífi inn í hið himneska til návistar við Guð. Við fjölskyldan fluttum til Ís- lands frá Nýja-Sjálandi árið 1970 og allt frá þeim tíma varð Guð- steinn, eða Gus eins og við köll- uðum hann, hluti af Hanssen fjölskyldunni. Gus varð besti og nánasti vinur Willy bróður míns, voru þeir tveir í raun óaðskilj- anlegir. Þeir fóru saman í kirkju, stunduðu íþróttir og atvinnu saman, áttu saman tíma með fjölskyldum sínum og þeir lentu í vandræðum saman. Hann varð órjúfanlegur hluti af fjölskyld- unni, í raun sem ættleiddur bróðir okkar. Varð ég, ásamt fjölskyldu minni allri, afar náin honum. Eftir að Willy bróðir minn lést árið 1983 hélt Gus áfram að vera stór hluti af mínu lífi. Ég naut síðar þeirra forréttinda að gegna hlutverki pastors í lífi Gus og hans yndislegu konu, Bjargar. Gus og Björg áttu svo síðar eftir að hlýða kalli Guðs yfir lífi þeirra og þjóna sem pastorar bæði á Nýja-Sjálandi, í Svíþjóð og á Ís- landi. Í öllu sem þau hjónin tóku sér fyrir hendur skein í gegn sú þrá sem hjarta þeirra sló fyrir – að hjálpa öðru fólki. Þau hafa snert við lífi fjölda fólks og þjónað til bæði veraldlegra og andlegra þarfa þeirra og voru sannarlega elskuð alls staðar sem þau komu. Það var þó eitt sem stóð upp úr í fari Gus – hann var ávallt tilbú- inn að gefa af sér. Hann og Björg hafa yfir árin margoft blessað mig persónulega og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Það sem hér hefur verið ritað er allt satt, en það er annað sem ég verð að koma frá mér í þess- ari minningargrein um vin minn og bróður. Mínar dýrmætustu minningar eru ekki þau góðu verk sem Gus skilur eftir sig, eða náin fjölskyldutengsl okkar. Það er ekki árangursríkt starf hans sem pastor eða gjafmildi hans. Mínar eftirlætis minningar eru ekki ferðalögin sem við fórum í saman eða þau ótal löngu símtöl sem við áttum. Þær minningar sem standa næst mínu hjarta eru þau einlægu og persónulegu samtöl sem við tveir áttum yfir kaffibolla. Ekkert mun koma í staðinn fyrir þessar stundir, þar sem við deildum bæði lífsins bar- áttu og sigrum. Við töluðum um fortíðina, æskuárin, lífsreynslu okkar og settum okkur markmið fyrir framtíðina. Við töluðum um Guð, Hans orð og þá undursam- legu hluti sem við vorum að upp- lifa á göngu okkar með Guði og í samfélagi okkar við Hann. Það mun ekkert geta tekið þessar minningar frá mér og munu þær um alla tíð eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Hjarta mitt er fullt af sorg vegna andláts Gus, en á sama tíma fagna ég því að nú stendur hann frammi fyrir andliti Jesú, þeim sem hann elskaði svo heitt og þjónaði allt sitt líf af mikilli ástríðu. Fljótlega verðum við sameinaðir í hinni dýrðlegu eilífu borg. Þangað til að þeim endur- fundum kemur munum við ekki gleyma því fallega lífi sem Gus lifði. Þá munum við ekki gleyma Björgu og fjölskyldunni sem Gus skilur eftir sig. Þau eru alveg einstök fjölskylda og bæði ég og Gwen konan mín elskum þau mjög mikið. Þangað til við hittumst á ný í nærveru Jesú. Paul Hanssen. Í dag kveðjum við dýrmætan vin Guðstein sem var giftur syst- ur minni Björgu. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að- eins 60 ára gamall. Fréttin nístir hjartað, minningar flæða fram á augabragði. Fallegi, káti, góð- hjartaði Gutti með fallega brosið og hlýja viðmótið sem var eins og sólin. Börnin og barnabörn okkar sögðu oft: Gutti er svo góður, fagnar okkur svo innilega og gefur sér tíma til að tala við okkur. Við munum sakna þess að heyra „nei, hæ, gaman að sjá ykkur“ og hlýtt faðmlag í leið- inni. Nýbúinn að koma í dags- ferð til Eyja þar sem við gátum borðað saman og átt skemmti- legt spjall en ekki grunaði okkur að það yrði síðasta skiptið. Þú varst kristinn í orði og verki, kæri vinur, og í sálmi 121 stend- ur: ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp, hjálp mín kemur frá drottni, skapara himins og jarðar. Þessi sálmur minnir okkur á þig. Nú hefur sannarlega fjölgað í himnakórn- um. Elsku Björg systir, mág- kona og frænka, Ester Eva, Sar- on Rut, Elísa Mjöll, Halldór og Joshua, Guð allrar huggunar umvefji ykkur og styrki í sorg- inni. Við eigum fullvissu um að hittast á ný. Minningin um eð- aldreng lifir, sem sáði svo fallega í kringum sig. Við kveðjum þig, elsku Guð- steinn, með þakklæti og virð- ingu. Ágúst, Hólmfríður (Lóa) og fjölskylda. Með örfáum orðum viljum við kveðja góðan vin okkar hjóna, hann Guðstein. Við hjónin vorum svo lánsöm að flytja í Mosfellsbæ fyrir rúm- um 30 árum, því í næstu götu fluttu Guðsteinn og Björg. Við fengum þau forréttindi að kynn- ast þessum yndislegu hjónum sem hafa alla tíð, frá fyrstu kynnum, haft yndisleg áhrif á okkur og okkar fjölskyldu. Að minnast alls þess sem við hjónin eigum í okkar minningum um Guðstein væri efni í heila bók, svo yndislegar eru þær minningar. Minningar sem hafa glatt okkur svo mikið Við kynntumst í gegnum kirkjuna okkar og frá fyrstu tíð vorum við miklir vinir og gerðum ýmislegt saman, bæði hér á landi og eins þegar við ferðuðumst er- lendis saman. Það var alltaf gaman hjá okkur, Guðsteinn hafði þann eiginleika að láta mann hlæja og brandararnir voru alltaf til staðar. Okkur leið alltaf vel í návist hans og þeirra hjóna. Guðsteinn var einstök per- sóna, persóna sem átti engan sinn líka. Hann var alltaf að hjálpa öllum, hann hafði einstakt lag á að tala við fólk og alltaf var hann tilbúinn til þess að hlusta og hjálpa. Ég veit ekki um nokk- urn mann eins og Guðstein, því hann hafði alveg ótrúlegt hjarta fyrir öllum, það skipti engu máli hver sú manneskja var, hvort hann þekkti viðkomandi eða ekki, hann var alltaf tilbúinn að teygja sig til allra. Ég man sérstaklega eftir einu atviki sem gerðist í Bandaríkj- unum þegar við hjónin vorum saman í einni af ferðum okkar saman. Við vorum að versla og konunar voru saman en við Guð- steinn vorum að skoða úr. Þá kemur kona til okkar og er að skoða og Guðsteinn fer að tala við hana, kona sem við höfum aldrei séð áður. Þau fara að tala um drottin og ég sé hvert þetta er að stefna, þannig að ég held bara áfram að skoða og leyfi þeim að tala saman. Ég sé að þetta eru alvarlegar samræður og 30 mínútum seinna kem ég til þeirra, og þá er konan hágrát- andi og Guðsteinn að biðja með henni til frelsis. Þetta er bara eitt dæmi af svo mörgum sem einkenndu Guðstein, hann hafði yndi af því að tala um Jesú við alla. Ég veit ekki hversu mörg hundruð eða þúsund símtöl við höfum átt, alltaf var eitthvað tal- að um drottin í þeim símtölum. Fyrst var spurt hvernig gengur og svo var talað um drottin: Strákarnir okkar elskuðu Guðstein og sakna hans mikið. Sonur minn átti afmæli fyrir nokkrum vikum og auðvitað fékk hann símtal frá Guðsteini. Þetta er bara smá af því sem við getum sagt um þennan góða vin, hans verður mikið saknað á okkar heimili. Við höfum talað um það, til að heiðra minningu hans, að taka upp hans merki og reyna að ganga í fótspor hans með því að taka utan um fólk, elska alla án skilyrða og tala um Jesú við sem flesta. Elsku Björg og fjölskylda, við vottum ykkur innilega samúð okkar og við biðjum fyrir ykkur. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur, þið hafið haft svo góð og mikil áhrif á okkar fjölskyldu og verið okkur svo mikil fyrirmynd. Guð geymi ykkur og takk fyrir allt. Lausnarinn góði, leið minn þinn veg. Leirinn þú mótar, sjá hann er ég. Gef að fram komi mynd þín í mér, málfar og breytni jafnt líkist þér. Kær kveðja, Kristján, Birgitta og fjölskylda. Í dag kveðjum við dásamlegan vin og svo óendanlega yndisleg- an mann. Guðsteinn var engum líkur, hann átti einstakan kær- leika að gefa. Hafði svo einlægan áhuga á því fólki sem í kringum hann var. Þessi eiginleiki gerði það að verkum að öllum leið eins og þeir væru sérstakir í nálægð hans. Hann gaf sér alltaf tíma til að stoppa og spjalla, hringja eða hvað annað sem hann gat gert til þess að aðstoða og hjálpa, alltaf glaður og alltaf svo hlýr. Ég hitti Guðstein fyrst árið 1976, þá 15 ára, þegar við unnum saman. Ég kynntist honum samt ekki almennilega fyrr en ég trú- lofaðist besta vini hans. Þá voru hann og yndislega Björg hans nýtrúlofuð líka. Vinirnir giftu sig svo með mánaðar millibili og eignuðust sín fyrstu börn einnig með mánaðar millibili. Þvílíkir tímar sem við áttum saman öll fjögur og síðan sex eftir að dæt- ur okkar fæddust. Óendanleg gleði, hlátrasköll og hamingja. Guðsteinn var lánsamur mað- ur að hitta yndislegu Björgu sína. Mikið var Guð góður við þau bæði. Þau voru fullkomin saman. Guðsteinn elskaði þessa fágætu perlu og mat hana af öllu hjarta. Þau voru betri helmingur hvort annars ef hægt er að segja það um tvær einstakar mann- eskjur. Saman hafa þau umvafið alla sem nálægt þeim koma. Þau voru svo sannarlega eitt í einu og öllu. Ég fann alltaf þessa hlýju tilfinningu koma yfir mig þegar ég heimsótti heimili þeirra. Þar var gleði, hlátur, umhyggja og svo einstakur kærleikur. Fallegu börnin þeirra fimm bera svo sannarlega vott um þann kærleik og umhyggju sem lagt hefur ver- ið í uppeldi þeirra. Þegar ég minnist Guðsteins þá er það eitt umfram annað sem kemur upp í hugann, gjafmildi. Ég hef aldrei kynnst hjónum sem voru eins samtaka í að blessa aðra með því að gefa hvort heldur sem var af þeim kærleika sem þau áttu svo óend- anlega mikið af eða af eigum sín- um, hvort heldur sem þau áttu lítið eða aðeins meira af verald- legum gæðum í það og það skipt- ið. Þau hjónin voru lifandi vitn- isburður um að sælla er að gefa en að þiggja. Ég gæti talið upp óendanlega hluti sem ég hef frétt af en þau hafa aldrei talað um sjálf og það sem ég sjálf upplifði þegar ég og Sara Natasha mín gengum í gegnum erfiða tíma. Þau voru mér mín nánasta fjöl- skylda þau ár sem við bjuggum saman á Nýja-Sjálandi, við hitt- umst daglega og deildum saman sorg og gleði. Engin orð geta tjáð þakklætið og ástina sem ég ber í hjarta mínu til þeirra, fyrir þær minningar. Elsku Guðsteinn okkar, kæri vinur, takk óendanlega fyrir dýr- mætar minningar, vináttuna, kærleikann og allt. Elsku hjart- ans Björg mín og yndislegu börnin ykkar, Ester, Saron, El- ísa, Halldór og Joshua, mikill er missir ykkar, elsku vinir mínir. Drottinn styrki ykkur í sorg ykkar og verndi og blessi á sér- stakan hátt. Hjartans kveðjur, Hafdís. Það er erfitt að hugsa til þess að vinur okkar Guðsteinn sé far- inn frá okkur. Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þegar Guðsteins er minnst kem- ur þakklæti fyrst upp í hugann. Þakklæti fyrir einstakan vin og bróður. Þakklæti fyrir ótal mörg símtöl þar sem rætt var um lífið, trúna og þann ólgusjó sem er órjúfanlegur hluti af okkar jarð- vist. Og þakklæti fyrir að eiga í minningunni yndislega fyrir- mynd og vin sem elskaði Drottin í bæði orði og verki. Það er mikill heiður að hafa fengið að starfa með Guðsteini og Björgu í gegnum tíðina og ómetanlegt að finna þann sam- hljóm sem raun bar vitni. Sökn- uðurinn er sár en minning um einstakan mann mun lifa í hjört- um okkar. Elsku Björg, Esther, Saron, Elísa, Halldór, Joshua, Sigga, Ingimar, fjölskylda og vinir. Megi góður Guð umvefja ykkur og styrkja. Pétur og Ragnhildur. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar mér var tjáð að vinur minn Guðsteinn hefði orðið bráðkvaddur. Þetta var það síðasta sem ég átti von á og trúði varla því sem ég var að heyra. Það er mjög mikill og sár söknuður að bróður mínum Guð- steini. Já, ég kalla hann bróður því við vorum bræður í trúnni og áttum margoft innilegar og and- ans krafti fylltar samræður um Guð og gönguna með honum. Fráfall hans er skarð í lífi mínu sem vandséð er að verði fyllt og er dýpt þess svo áberandi á þess- ari stundu. Guðsteinn var ein- stakur andlegur félagi og bar nafn sitt með réttu. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott“ og nú er vinur minn hjá okkar stóra bróður, Jesú Kristi, og þar er betra að vera en hér. Ég er þess fullviss að einn góðan veðurdag verða endurfundir og við munum ræða málin á ein- hverju bleiku skýi hjá Drottni. Við sjáumst síðar, kæri vinur. Skúli Barker. Gripin harmi fram við föllum, finnum djúpt í hjörtum und. Vegferð þín með vinum öllum var svo indæl hverja stund. Valinn steinn af Guði gerður, gekkstu þína ævislóð. Þannig alltaf varstu og verður, vitundin um það er góð. Því er okkur þungt að skilja það að horfinn burt þú sért. Margt svo fjarri vina vilja virðist oft á jörðu gert. Sárt er slíka sorg að reyna, söknuðurinn mikill er. Táralindin heita og hreina helsta vottinn um það ber. En þó syrti samt við vitum, síst því gildi verður breytt, að í helgum höfuðritum huggun er við dauða veitt. Þar er blessun öllu yfir, eilíf boðin sigurskil. Þú í Drottni þínum lifir, þar er enginn dauði til. Lífsins eini lausnarvegur ljós er sálu kristins manns. Andi þinn svo yndislegur er hjá Guði í ríki hans. (Rúnar Kristjánsson) Guðrún Hrólfsdóttir og fjölskylda. ✝ BörkurHelgi Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 16. des- ember 1954. Hann lést á heimili sínu, Hverfisgötu 117, 12. nóvember 2016. Börkur var son- ur hjónanna Sig- urðar Guðmundar Theódórssonar, f. 1929, d. 1986, og Ástu Nínu Sigurðardóttur, f. 1937, d. 2013. Systkini Barkar eru Ingibjörg Þórdís Sigurð- ardóttir, f. 1957, d. 2005, Ellert Helgi Sigurðsson, f. 1960, Hlyn- ur Helgi Sigurðsson, f. 1962, og Auður Herdís Sigurðardóttir, f. 1970. Börkur ólst upp í Reykjavík á Njálsgötu, í Hólmgarði og á Háaleitisbraut. Börkur var búsett- ur á Hverfisgötu 117 í Reykjavík frá 1999. Hann lærði bifvélavirkjun sem ungur maður en starfaði aldrei í því fagi. Hann vann ýmis verka- mannastörf, m.a. í fiskvinnslu um allt land. Hann varð öryrki ungur en átti marg- vísleg áhugamál sem hann öðl- aðist sérfræðiþekkingu í, svo sem snóker, rafeindavirkjun og smíði. Útför hans fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 1. desember 2016, klukkan 13. Börkur bróðir minn var um margt sérstakur maður, hann átti við sinn vanda að stríða og gat oft verið fólki ráðgáta. Það varð mér snemma ljóst að stóri bróðir minn gat gert hluti sem aðrir gátu ekki. Ég var um þriggja ára þegar hann sauð saman þríhjólið mitt sem hafði brotnað. Hann hló stund- um að því hvernig svipurinn hefði verið á mér, þegar ég spurði þá hvort hann gæti gert við allt. Hann gat líklegast ekki gert við allt í þessum heimi, en nánast. Börkur var fjölfróður maður sem maður gat rætt um allt milli himins og jarðar við. Hann kom manni fyrir sjónir sem al- vitur, áður en maður las sér til og gat haldið í við hann í um- ræðum um marga hluti. Hann var kannski ekki leng- ur á vinnumarkaði, en tekur með sér sérfræðiþekkingu sem ekki er mikið eftir af hérlendis lengur. Hann var sérfræðingur í lampatækni, lagaði gömul út- vörp, magnara o.fl. Það verður varla hægt að finna viðgerðar- mann fyrir slík tæki hérlendis lengur. Þá var hann eini mað- urinn hérlendis sem smíðaði billjarðskjuða. Hann var kannski hættur að fara á bill- ann, en hann smíðaði enn kjuða ef eftir því var óskað. Í okkar fjölskyldu var ekki mikill íþróttaáhugi en Börkur hafði mikinn áhuga á snóker og horfði á heimsmeistaramótið með miklum áhuga. Þ.a.l. var græni völlurinn sem fylgst var með í sjónvarpi á heimili mömmu ekki gras heldur filt. Börkur sagðist sjálfur vera sérvitringur og hafði mikið dá- læti á fólki sem synti á móti straumnum og vildi styrkja þá þætti hjá þeim sem hann um- gekkst. Sérstaklega hjá bræðrasonum sínum sem hann hafði mikið dálæti á. Börkur vildi gjarnan finna skýringar á ýmsum þáttum í eigin fari og greindi sjálfan sig með einhverfu, hann taldi Asperger skýra margt í eigin fari. En hann sóttist ekki eftir formlegri greiningu á því þar sem það hefði engu breytt fyrir hans líf, heldur bauð það honum upp á skýringu á ýmsu í hans lífi. Elsku Börkur bróðir minn, þú veist ekki hversu mikið ég mun sakna þín, í hvert skipti sem mér dettur eitthvað óvenjulegt í hug í matargerð mun ég hugsa til þín. Ég fæ mér líklegast ekki popp með ta- basco en kannski með gráðosti. Þín litla systir, Auður. Í dag þegar við fylgjum Berki síðustu skrefin langar mig að kveðja hann með nokkr- um þakkarorðum fyrir góða við- kynningu. Það var fyrir rétt rúmum 53 árum sem ég fluttist með for- eldrum mínum að Háaleitis- braut 51. Á annarri hæð til hægri bjó Börkur hjá foreldrum sínum og systkinum. Á þessum tíma var Háaleit- ishverfið að byggjast upp og miklar byggingaframkvæmdir áttu sér stað um allt hverfið. Hverfið var á þessum tíma mik- ið ævintýraland vegna bygg- ingaframkvæmdanna fyrir alla unga stráka sem fannst gaman að fara á milli byggingarstaða, skoða það sem var að gerast, forvitnast og læra. Oft fórum við saman niður í miðbæ til að selja Vísi og feng- um okkur síðan ís fyrir sölu- launin, þetta voru góðir og ljúfir tímar. Við Börkur áttum marg- ar góðar stundir saman á Háa- leitisbrautinni næstu sjö árin. Mikil og góð vinátta skapað- ist á milli mæðra okkar Barkar og var mikill samgangur á milli þessara tveggja fjölskyldna sem var ómetanlegur. Pabbi og móð- ir Barkar voru góðar fyrir- myndir og var alltaf ljúft að koma í heimsókn til þeirra og átti ég margar góðar stundir hjá þeim sem vert er að þakka fyrir. Eftir að ég flutti frá Háaleit- isbrautinni átta árum síðar þá fækkaði þeim stundum sem við Börkur áttum saman. Í gegnum tíðina höfum við hist nokkuð oft, alltaf tekið upp þráðinn frá gamalli tíð rétt eins og við hefð- um hist síðast deginum áður. Það var alltaf ljúft að hitta Börk. Ég vil að lokum senda systk- inum Barkar, þeim Ellerti, Hlyn og Auði, svo og systkina- börnum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hermann Valsson. Börkur Helgi Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.