Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 ...Margur er knár þótt hann sé smár Nýji SX Rational 2/3 GN ofninn gerir allt það sama og stærri gerðirnar. BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Í dag er algengt að maður kaupi flugmiða á netinu, innriti sig þar líka og oftar en ekki er það ekki fyrr en komið er um borð í flugvélina sem við eigum samskipti við einhvern sem vinnur hjá flugfélaginu. Oft er flug- freyjan eða -þjónninn því eini snerti- flötur farþegans við fyrirtækið.“ Þetta segir Ingibjörg Lárusdóttir, forstöðumaður flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair. Fyrirtækið aug- lýsti nýverið störf flugliða, hátt í tvö þúsund manns sóttu um þau, sem er mesti fjöldi umsókna sem borist hafa og eft- ir viðamikið ráðn- ingarferli var 180 boðið að sitja grunnnámskeið fyrir flugliða. Þetta er næststærsta einstaka ráðningin í sögu fyrirtækisins, sú stærsta var í fyrra þegar 230 voru ráðnir í störf flugliða. Í ár var tekið upp nýtt ráðningarferli sem að sögn Ingibjargar var skemmtilegt verk- efni. „Við byrjuðum á að fara í þarfa- greiningu til að fá skýrari mynd af hvernig fólki við erum að leita að. Við stöndum t.d. frammi fyrir nýjum áskorunum sem eru m.a. að háanna- tíminn hefur lengst og við þurfum því fólk sem getur unnið yfir lengra tímabil en júní, júlí og ágúst.“ Ingibjörg og fleiri sem koma að ráðningarferlinu sóttu nokkur erlend flugfélög heim, kynntu sér hvernig þau standa að ráðningum og völdu úr ýmsar aðferðir sem þau töldu geta vera árangursríkar. Þær voru síðan aðlagaðar þörfum Icelandair og að- stæðum hér á landi. Ítarlegt ráðningarferli „Ferlið var tvískipt,“ segir Ingi- björg. „Í fyrri hlutanum voru boðaðir 800 af þeim rúmlega 1.900 sem sóttu um starfið og tekið þriggja mínútna örviðtal við hvern og einn og almenn þekking könnuð.“ Eftir þetta voru um 400 umsækj- endur boðaðir í seinni hluta ferlisins þar sem þeim var falið að fást við ým- islegt sem upp getur komið í flugferð. Fjórir leikarar sköpuðu aðstæður sem upp geta komið um borð og um- sækjendurnir voru í hlutverki áhafn- ar sem átti að leysa úr þeim að- stæðum. Til að gera allt sem raunverulegast fór þetta fram í flug- vélaskrokki í þjálfunarsetri Ice- landair. „Þannig gátum við séð hvernig umsækjendur bregðast við aðstæðum, en hluti þjálfunar flugá- hafna fer þannig fram. En þetta var ekki síður gert fyrir umsækjendurna til að meta hvort þetta væri það sem þá langaði virkilega til að starfa við,“ segir Ingibjörg. Í kjölfarið fóru umsækjendur í ít- arlegt viðtal þar sem farið var yfir ferilskrá og tungumálakunnátta könnuð. Að lokum var stutt viðtal. „Við reyndum að hafa ferlið eins gagnsætt og hægt var, niðurstaðan var byggð á fimm einkunnum sem níu prófdómarar gáfu,“ segir Ingi- björg. „Mjög margir hæfir ein- staklingar sóttu um og það erfiðasta er að þurfa að hafna hæfu fólki, sem við þurftum því miður vissulega að gera.“ Áðurnefnt grunnnámskeið stendur í þrjár vikur og er kennt á vegum Flugskóla Íslands. Það er bæði bók- legt og verklegt og þar er kennd skyndihjálp, flug- og veðurfræði og ýmist regluverk sem unnið er sam- kvæmt í háloftunum. Standist þátt- takendur þær kröfur sem gerðar eru á þessu grunnnámskeiði og ítarlega læknisskoðun fara þeir á fjögurra vikna námskeið sem er á vegum Ice- landair. Þar er áfram farið yfir ör- yggis- og þjónustuþætti og kennt á flugvélategundir fyrirtækisins. Konur í miklum meirihluta Þegar Icelandair auglýsti eftir flugfreyjum og -þjónum í fyrra sætti það nokkurri gagnrýni að 35 ára ald- urshámark var tiltekið í auglýsing- unni. Svo var ekki í ár, umsækjendur voru á breiðu aldursbili og að sögn Ingibjargar var núna ráðið fólk á aldrinum 23 til 53 ára. „Í fyrra var ákveðið að tilgreina þetta aldursbil vegna þess að við þurftum að fá fólk á tilteknum aldri til starfa til að jafna aldurssamsetninguna í hópnum. Við þurftum þess aftur á móti ekki núna.“ Í gegnum tíðina hafa konur verið í miklum meirihluta þeirra sem sækja um störf flugliða og svo er enn. „Ég held að umsóknir frá körlum nái ekki 10%. Það væri óskandi ef kynja- hlutföllin væru jafnari, en konur virð- ast hafa meiri áhuga á starfinu en karlar,“ segir Ingibjörg. Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðu- gildi flugfreyja og -þjóna. Þess er krafist af umsækjendum að þeir séu með stúdentspróf eða ígildi þess, en ekki er óalgengt að í hópnum sé fólk með talsvert meiri menntun. „Þetta er upp til hópa mjög menntaður hóp- ur. Við höfum verið með læknanema, við erum með marga hjúkrunarfræð- inga, lögreglumenn, lögfræðinga, kennara, viðskiptafræðinga – þetta er öll flóran.“ Þurfa að vera við öllu búin Spurð hvort það sé séríslenskt að fólk með svo mikla menntun starfi sem flugliðar segist Ingibjörg ekki vita til þess að það hafi verið kannað, en ekki sé ólíklegt að svo sé. „En við erum a.m.k. óskaplega stolt af þess- um flotta og fjölbreytta hópi.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem flug- freyja í 18 ár. Hún skipti um starfs- vettvang eftir að hafa lokið meistara- gráðu í lögfræði og starfaði hjá Fangelsismálastofnun ríkisins um tveggja ára skeið. En flugið heillaði aftur og dró hana aftur á heimaslóðir og í núverandi starf. – En hvernig er góð flugfreyja eða flugþjónn? „90% af þjálfuninni, jafnvel meira, snýr að öryggisatriðum. Við erum að búa okkur undir aðstæður sem við vonumst til að komi ekki upp, en sá sem sinnir þessu starfi þarf að vera við öllu búinn. Við viljum að tekið sé hlýlega á móti farþegum þegar þeir koma inn í flugvélarnar okkar, við leggjum áherslu á íslenska upplifun sem félagið hefur valið til að höfða til farþega sinna og vekja áhuga þeirra á Íslandi sem áhugaverðum stað til að sækja heim. Starfið sem slíkt snýst um að þjónusta farþega, þannig að lykilatriðið er rík þjónustulund og að hafa gaman af að uppfylla vænt- ingar og kröfur viðskiptavinarins þó að öryggið sé alltaf númer eitt,“ segir Ingibjörg. Jafnan sækja mörg hundruð manns um störf flugliða þegar þau eru auglýst og ekki er ólíklegt að Ís- land eigi heimsmet í hlutfalli af íbúa- fjölda sem sækir um þessi störf. Ingi- björg segir að líklega séu margar skýringar á þessum vinsældum starfsins. „Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf þar sem engir tveir dagar eru eins, en þetta er líka mikil vinna og mikið álag sem hentar alls ekki öllum. Annars tel ég að fyr- irtækið sjálft dragi að. Icelandair er traust fyrirtæki sem fagnar 80 ára af- mæli sínu á næsta ári og við sem vinnum þar erum stór og samheldinn hópur.“ Heimsmet í flugfreyjuumsóknum?  Meira en tíu voru um hvert sumarstarf flugliða hjá Icelandair  Réðu fólk á aldrinum 23-53 ára  Ítarlegt umsóknarferli  Fólk með ýmiss konar menntun og starfsreynslu starfar í háloftunum Morgunblaðið/Eggert Á skólabekk Verðandi flugfreyjur hjá Icelandair sitja þessa dagana þriggja vikna grunnnámskeið fyrir flugliða. Ingibjörg Lárusdóttir „Ég hugsaði að núna væri tækifær- ið til að láta reyna á þetta. Ég hef lengi haft áhuga á að starfa sem flugfreyja, en hafði ekki svigrúm til að sækja um fyrr en núna,“ segir Anna María Guðmundsdóttir, 36 ára sjúkraliði og förðunarfræðingur, sem situr nú grunnnámskeið Ice- landair. Hún segir reglugerðir, m.a. um öryggi og starfsumhverfið í heild sinni, vera fyrirferðarmiklar í náminu. Eins sé lögð talsverð áhersla á veður- og flugfræði, eldvarnir og skyndihjálp. „Flugfreyja eða -þjónn getur nefnilega þurft að vera svo margt. Eina stundina er hún hjúkr- unarfræðingur og þá næstu sálfræðingur. Þannig að hún þarf að hafa breiða getu til að takast á við óvæntar aðstæður sem þarf að fást við inni í þessu litla rými sem er flugvélin,“ segir Anna María. Hún segir námskeiðið hafa að mörgu leyti verið ít- arlegra en hún átti von á. „Ég bjóst t.d. ekkert sér- staklega við að það væri farið svona djúpt í veður- fræði eða hvernig flugvélar fljúga. Þetta er reyndar mjög skemmtilegt og svarar mörgum spurningum sem ég var að velta fyrir mér. Ég hlakka til að fara að vinna við þetta og nýta það sem ég er að læra núna,“ segir Anna María. Flugfreyja getur þurft að vera svo margt HLAKKAR TIL AÐ HEFJA STÖRF Í HÁLOFTUNUM Anna María Guðmundsdóttir „Ég sótti um þetta starf vegna þess að ég tel að það sé skemmtilegt og fjölbreytt; það gefur möguleika á að hitta nýtt fólk og fara á nýja staði. En ég geri mér vel grein fyrir því að þetta er mjög krefjandi og erfitt starf sem reynir á margt,“ segir Arna Jónsdóttir, 22 ára danskennari hjá World Class og nemi í viðskiptafræði í HR. Hún segir að það hafi komið sér virkilega skemmtilega á óvart þegar henni var boðin þátttaka á grunnnámskeiðinu. Hún hafi lengi haft augastað á starfinu, en ekki getað sótt um fyrr, því hún hafði ekki aldur til þess fyrr en nú. „ Í gegnum tíðina, þegar ég hef verið að ferðast, fylgist ég yfirleitt með flugfreyjunum að störfum allan tímann. Ferðafélögunum finnst nú oft meira en nóg um,“ segir Arna og hlær. „En þetta starf hefur höfðað svo lengi til mín.“ Spurð hvaða kostum hún telji að góð flugfreyja þurfi að vera búin svarar hún að hún þurfi að vera viðbúin hverju sem er. „Sýna frumkvæði, hafa gaman af sam- skiptum og vera snögg að hugsa og úrræðagóð.“ Þarf að vera viðbúin hverju sem er KOM VIRKILEGA SKEMMTILEGA Á ÓVART Arna Jónsdóttir Ein þeirra sem nú sitja grunn- námskeið Icelandair fyrir flugliða er Sigríður Sól Björns- dóttir, 44 ára við- skiptafræð- ingur hjá fyrirtækjaþjónustu Icelandair. Hún hefur líklega meiri reynslu af slíku nám- skeiðahaldi en flestir aðrir, því þetta er þriðja nýliðanám- skeiðið fyrir flugliða sem hún situr. „Ég fór fyrst á námskeið hjá Atlanta 1993 og vann í pílagrímaflugi í tvö sumur, síð- ar hjá Icelandair 1996 þar sem ég starfaði síðan sem flug- freyja í þrjú ár. Það eru 17 ár síðan ég vann síðast sem flug- freyja og þess vegna varð ég að fara aftur á nýliða- námskeið,“ segir Sigríður Sól. Hún segir talsverðan mun vera á þessu námskeiði og því sem hún var síðast á fyrir 20 árum. Umgjörðin sé talsvert meiri nú en áður og þá sé meira farið í reglugerðir. „En áherslan er alltaf fyrst og síð- ast á öryggið og það hefur ekkert breyst.“ Hún segir nokkrar ástæður fyrir því að hún hafi sóst eftir flugfreyjustarfinu á ný næsta sumar „Ég þekki starfið og veit hvað það er fjölbreytt og skemmtilegt. Ég starfa nú þeg- ar hjá fyrirtækinu en sé þetta sem tækifæri til að sjá aðra hlið á starfseminni og vera í meiri nálægð við viðskiptavin- inn.“ Þriðja nýliða- námskeiðið ÞEKKIR STARFIÐ Sigríður Sól Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.