Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 krafti og ákveðni. Að ekki sé minnst á hárbeittan húmorinn og orðheppnina. Og hvernig hún lagði sig alla fram við það sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir útskriftina úr MR lágu leiðir okkar ekki lengur daglega saman en það var auðvelt að taka upp þráðinn á stúdentsafmælum og þegar við mættumst á förnum vegi. Það getur teygst talsvert á taugum, sem ná aftur til sjö ára aldurs, án þess að þær slitni. Árið 2000 fluttum við Jóhanna síðan inn í húsið sem Helga og Stefán, eiginmaður hennar, höfðu búið í um nokkurra ára skeið. Upp frá því höfum við verið undir sama þaki. Gólfið hjá þeim er loft- ið hjá okkur. Og það var nú ekki amalegt að hafa þau sem granna. En þessi eilífi asi á okkur nú- tímafólkinu olli því að þrátt fyrir návígið rákumst við, gömlu bekkjarsysturnar, ekki eins oft hvor á aðra og við höfðum búist við í upphafi sambýlisins. Við ræddum þetta stundum, hálf- undrandi, þá sjaldan við hittumst í þvottahúsinu eða á tröppunum. Svo renndum við yfir helstu fjöl- skyldufréttir, sögðum tíðindi af sameiginlegum kunningjum og kvöddumst með þeim orðum að nú þyrftu latínugránarnir í 6-A endilega að mæla sér mót. Skyndilega er svo klippt á þráðinn, eftir meira en hálfa öld. Eftir ótrúlega stutt og óvægin veikindi, sem Helga tókst á við af sinni einstöku reisn, er hún nú horfin á braut. Ég heyri ekki lengur til hennar í svefnrofunum þegar hún hleypur niður tröpp- urnar klukkan rúmlega sex á morgnana, á leið í sund. Sé hana ekki aftur koma brunandi upp að húsinu að loknum löngum vinnu- degi. Verð ekki framar vör við létt göngulag hennar á hæðinni fyrir ofan mig. Óskiljanlegt. Óá- sættanlegt. Það er tómlegt í húsinu, sorg í hjörtum. Langri samleið er lokið. Við Jóhanna sendum innilegar samúðarkveðjur til Stefáns, Dóru, Önnu, Ingu Gröndal og annarra ástvina. Jónína Leósdóttir. Helga kom eins og stormsveip- ur inn í líf okkar félaganna í ráðn- ingarþjónustu Liðsauka á níunda áratugnum. Gáfuð, glæsileg og með dásamlega kímnigáfu. Við vorum ákveðnar í að gera allt sem við gætum til að fá hana sem sam- starfskonu. Það gekk eftir og þar með hófst vinátta okkar félag- anna sem hefur nú varað í þrjá áratugi og aldrei borið skugga á. Eftir standa dýrmætar minning- ar um samverustundir, innan- lands sem utan, sem einkenndust af gleði, sprelli og hlátursköstum. Þá var Helga líka beittur sam- félagsrýnir og hafði brennandi áhuga á málefnum líðandi stund- ar. Það þarf enginn að efast um að störf Helgu að ráðningarmálum og ráðgjöf voru bæði erfið og krefjandi. Þeir sem annast slík störf verða að tryggja sér traust og trúnað bæði atvinnurekenda og atvinnuleitenda. Þetta tókst henni afar vel, enda falið að ann- ast ráðningar í margar af mikil- vægustu stöðum atvinnulífsins. Vinnudagurinn var langur og sjaldnast frí um kvöld og helgar. Samt sem áður ræktaði hún vel sál og líkama og dáðumst við að því að hún skyldi mæta í Vest- urbæjarlaugina á hverjum morgni og fá sér sundsprett fyrir vinnu. Mikilvægust var henni samt fjölskyldan og fengum við að fylgjast með hvernig hún dafnaði og stækkaði, og hversu stolt hún var af þeim öllum. Við Liðsurnar þökkum samfylgdina og sendum fjölskyldunni allri innilegustu samúðarkveðjur. Anna Jóna, Greta Marín, Hrönn, Katrín, Kolbrún, Oddrún, Rósa Guðný og Svala. Kveðja frá Húnahópnum Teinrétt og tíguleg gekk Helga okkar Jónsdóttir úr morgunpotti Vesturbæjarlaugar dag hvern kl. 7.10 eftir samveru með okkur helstu drengjunum í Örlygshöfn. Hún hafði fyrir löngu unnið sér sess sem fastur félagi í Húna- hópnum, ein af fáum konum sem hlotnaðist sú upphefð. Að sama skapi var henni þvert um geð að hleypa fleiri konum í hópinn, vildi fá að sitja ein að þeirri andlegu næringu sem samneyti við okkur piltana veitti. Hún sýndi konum sem gerðu sig líklegar til þess að setjast hjá okkur fullan fjand- skap og lukkaðist að tryggja sér einveldi að því leyti – þegar frá er talin hún Edda okkar sem var of elskuleg og öldruð til þess að af henni gæti talist nokkur ógn. Maður skyldi ætla að pen stúlka og vel ættuð eins og Helga (Gröndal, Zoëga, Flygenring) al- in upp í Vesturbænum hefði lagt sitt af mörkum til þess að tryggja þann samnefnara siðferðis sem nauðsynlegur er á menningar- vettvangi eins og heitir pottar okkar eru. Nei, Helga samsamaði sig fljótlega hinu sveiflukennda og djarfa siðferðisstigi sem um- ræðan tók, gat nálgast ystu brún velsæmisins, en líka farið með himinskautum í rómantískri lyft- ingu. Og allt þar á milli. Stundum höfðum við orð á þessu, en henni var alveg sama. Hún var stolt af því að vera þátttakandi í því lif- andi samfélagi menningarlegrar og pólitískrar umræðu, þar sem persónufræði og mannvit er í heiðri haft. Þar var nú ekki töluð vitleysan, eins og Helga hafði stundum á orði. Það eru beygðir menn sem safnast í Örlygshöfn nú þegar við sjáum á bak okkar traustu sam- ferðakonu. Við minnumst og söknum glæsilegrar konu sem bjó yfir óútskýranlegum þrótti og æsku og fór allt of snemma. Við kveðjum í trausti þess að hún hitti fyrir hinum megin félagana sem áður eru farnir, Jónas, Þór- arin, Björn R. og Vigfús, og áfram verði haldið glaðværum samræðum um þau mál sem efst eru á baugi. Hvíl í friði, kæra vinkona. Ólafur Grétar Kristjánsson. Góður vinnufélagi er fallinn frá og mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Ég kynntist Helgu Jónsdóttur tvisvar. Eins og svo margir aðrir lá leið mín til hennar fyrst vegna atvinnuleitar upp úr 1990. Það gekk vel. Þegar ég hitti Helgu næst árið 2002 tók ekki nema nokkrar mínútur af spjalli og þá var hún búin að rifja upp þessi kynni okkar. Sagði að ég hefði verið „ágætur“ – vildi svo vita hvernig hefði gengið í starfinu. Mér þótti ekkert til koma þegar ég hitti hana fyrst, fannst bara eðlilegt að henni tækist að tengja okkur saman. En líklega eru ekki margir sem hefðu leikið þetta eft- ir. Á hverju ári talaði Helga við fleiri hundruð manns og yfir árin skipta þessir viðmælendur þús- undum. Þegar ég áttaði mig á þessu fannst mér mikið til koma – kannski pínulítið upp með mér. En svona var Helga bara, minnug og mannglögg með eindæmum. Frá þessum seinni kynnum unn- um við saman. Það var auðvelt að treysta Helgu. Engin verkefni of stór eða of flókin og hún náði geysilega góðum árangri í flókn- um nákvæmnisverkefnum sem reyndu á lipurð og fagmennsku. Helga mætti snemma til vinnu á morgnana, tók á móti manni með skýru „góðan daginn“ og brosi eins og henni einni var lag- ið. Stundum kom ég líka snemma. Þá áttum við oft gott samtal um það sem var efst á baugi á hverj- um tíma – notuðum tímann áður en erillinn byrjaði. Best var samt þegar við höfðum bæði náð á hlusta Boga á RÚV – þá var virki- lega hægt að velta málum fram og tilbaka. Okkur fannst hann báðum ágætur. Það var gaman og fróðlegt að tala við Helgu. Hún var með fingurinn á púlsinum og einstaklega vel upplýst um bæði sögu og líðandi stund. Annars var umræðuefnið eins og gengur verkefni líðandi stundar, menn og málefni, en ekki síst um börn og barnabörn. Í gegnum árin heyrði ég þær sögur sem foreldrar segja af börnum og augljóst var hversu miklu máli fjölskyldan, dæturnar og barnabörn skiptu Helgu. Það mun taka tíma að venjast því að sjá Helgu ekki í vinnunni, heyra ekki morgunkveðjuna og eiga ekki spjall um það sem Bogi sagði – kannski venst það aldrei. Spjallið verður að bíða annars tíma. Þangað til lifir hún í minn- ingunni. Gunnar Haugen. Það er vandaverk að gera upp ævi og kveðja þá sem andast. Með nokkrum fátæklegum orð- um viljum við minnast nágranna- konu okkar, Helgu Jónsdóttur, sem lést langt um aldur fram. Þegar við fluttum á Hjarðarhag- ann fyrir nær tuttugu árum bjuggu þar fyrir þau Helga og Stefán með tveimur ungum dætr- um, þeim Dóru og Önnu. Við fyrstu kynni kom Helga ákaflega vel fyrir enda var hún falleg og snaggaraleg kona. Áralöng kynni sýndu enn fremur að þar fór harðdugleg kona sem hlúði vel að sínum nánustu. Ástúðin fyrir dætrunum, Stefáni og öldruðum foreldrum hennar var okkur aug- ljós. Árin liðu og Dóra og Anna uxu úr grasi. Þær sköruðu fram úr í námi og öðru sem þær tóku sér fyrir hendur. Um árabil var Dóra til dæmis í hópi bestu knatt- spyrnukvenna Íslands. Í öllu þessu nutu þær hvatningar frá Helgu og Stefáni sem voru mjög stolt af dætrum sínum. Sjálf var Helga afar virk. Hún vann langan vinnudag sem hófst með því að hún fór í sund hvern morgun klukkan hálfsjö hvernig sem viðraði. Hún fór í gönguferð- ir, hafði gaman af því taka til hendi í garðinum, eldaði og bak- aði og hélt heimili sínu fallegu og opnu fyrir fjölskyldu og vini. Myndin sem blasti við okkur af efri hæðinni var af dugnaðarkonu sem aldrei sat auðum höndum. Árið sem er að líða kallaði Helga ólukkuár. Í upphafi árs brotnaði hún illa á hendi í fríi á Kanaríeyjum, í sumar helltist yfir hana kvef og verkir en áfram hélt hún að vinna allt fram í október þegar hún greindist með illkynja mein sem leiddi hana til dauða sjö vikum síðar. Þetta var reiðarslag fyrir hana, fjölskyldu og vini. En hún gafst ekki upp. Alveg fram á síðustu stundu hélt hún reisn sinni og sýndi mikinn lífsvilja og baráttuþrek. Við þökkum Helgu góð kynni. Við vitum að hún skilur eftir sig stórt skarð í hugum ástvina en minningin um yndislega konu lif- ir. Stefanía Óskarsdóttir, Jón Atli Benediktsson. Þegar gerðar eru greiningar á vinnustöðum þar sem líðan og ánægja starfsfólks er könnuð er yfirleitt spurt hvort viðkomandi eigi góðan félaga eða vin á sínum vinnustað. Vinnustaðurinn er sá staður sem við verjum stórum hluta af okkar tíma á og skiptir miklu fyrir vellíðan að eiga þar góða vini og félaga, sem hægt er að leita til um aðstoð, sem veita stuðning þegar á bjátar og hlæja og fagna með manni þegar vel gengur. Helga var sá félagi okk- ar sem við treystum hvað mest á. Ávallt glaðvær, létt á fæti og glæsileg. Fagmaður sem ávallt var hægt að leita til og fá ráð, leiðbeiningar og stuðning. Hún vildi ávallt allt fyrir viðskiptavini gera enda naut hún mikilla vin- sælda og virðingar á meðal þeirra. Helga var frumkvöðull á sínu sviði, ein af þeim sem hvað mest hafa lagt af mörkum til að móta umhverfi faglegra ráðn- inga á Íslandi. Helga var fram- kvæmdastjóri ráðningarstof- unnar Liðsauka sem stofnuð var 1982 og varð hluti af IMG, síðar Capacent, árið 2000. Helga hefur alla tíð síðan verið einn helsti máttarstólpi fyrirtækisins jafnt faglega sem félagslega. Fagleg- ur leiðtogi, fyrirmynd og men- tor. Vinnan var henni mikilvæg en langt í frá allt. Hún var fagurkeri fram í fingurgóma, áhugamann- eskja um mat og matargerð, vel lesin á jafnt íslensk verk sem skandinavísk og einn helsti stuðn- ingsmaður íslenska kvennalands- liðsins í knattspyrnu. Ekki síst var hún mikil fjölskyldumanneskja og ræktaði hún garðinn sinn vel, sína nánustu fjölskyldu, Stefán, dæt- urnar, tengdabörn, barnabörn og móður sína. Henni var umhugað um framtíð dætra sinna og fylgdi þeim vel eftir og hafði metnað fyr- ir þeirra hönd í námi, áhugamál- um, starfi og daglegu lífi svo eftir var tekið. Við nutum mörg þeirrar gæfu að fá að ferðast með Helgu í starfsmannaferð til Barcelona fyrir nokkrum árum. Þar lék Helga á als oddi, hún naut sín við að borða góðan mat, ganga um borgina og njóta mannlífsins. Í vínsmökkunarferð tók hún að sér að ala yngra samstarsfólk sitt upp í hvernig hegðun væri viðeig- andi við slíkar aðstæður. Helga var ljúfmenni en hún var líka nagli, kveinkaði sér aldr- ei né kvartaði. Hún var bein- skeytt, hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og lífgaði upp á allar umræður, hvort sem þær snerust um sjónvarpsefni helgarinnar eða stjórnarmynd- unarviðræður. Aldrei var þó djúpt á kímnigáfunni, þegar ein- hver kom seint eða fór snemma spurði hún gjarnan hvort viðkom- andi ynni bara hálfan daginn eða þakkaði fyrir innlitið, lýsandi fyr- ir hennar húmor jafnt sem vinnu- semi. Helga fylgdist vel með eftir að hún veiktist og hafði mikinn áhuga á því hvað væri að frétta, hver hefði verið ráðinn í þetta og hitt starfið og hvað samstarfsfólk hennar og vinir væru að sýsla í prívatlífinu. Það ríkir mikil sorg á vinnu- staðnum í Ármúla. Helga var elskuð af sínu samstarfsfólki og við söknum hennar sárt. Við er- um þakklát fyrir að hafa fengið að starfa með henni og eiga þessa einstöku konu sem félaga, vin og fyrirmynd. Við vottum fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Minning um einstaka konu og góðan vin mun lengi lifa. Fyrir hönd vina og samstarfs- manna hjá Capacent, Jakobína H. Árnadóttir. sótti um námsstöðu við Clevel- and Clinic vildi svo til að kennslustjórinn þar var gamall vinur hans frá Mayo Clinic. Ég hlaut því að vera í lagi fyrst Guðjón hafði kennt mér. Ég var ráðinn án frekari spurn- inga. Guðjón hvatti mig að loknu námi til að koma og starfa á Landakoti þar sem við áttum langt og mjög svo ánægjulegt samstarf í tæpa tvo áratugi. Það var rætt um fleira en læknisfræði. Guðjón var mikill tónlistarunnandi og smitaði mig svo rækilega af þeirri bakteríu að ég hef ekki losnað við hana síðan. Fyrir það er ég honum ævinlega þakklátur. Kallið kom fljótt, þó ekki óvænt. Gæfurík löng ævi á enda. Hvíl í friði, kæri vinur. Ég votta Auði og fjölskyldu samúð mína. Ásgeir Jónsson. Guðjón Lárusson frændi minn er látinn, svo að enn fækk- ar Landakots-læknum. Ömmur okkar í móðurætt voru systur. Faðir þeirra var Einar Eiríks- son sem fylgdi Önnu Guðrúnu, systur sinni, konu Jóns Borg- firðings, vestur yfir Öxnadals- heiði áleiðis suður yfir heiðar til Reykjavíkur sumarið 1865. Eftir 14 daga ferð á hestum lauk þess- um búferlaflutningum fjölskyld- unnar frá Akureyri, í Landakoti en þar áttu þau vísa íbúð hjá prestunum. Síðasta spölinn riðu þau um Suðurgötu þar sem Guð- jón átti heima síðar. Nærri lá við slysi í Valagilsá sem var í vexti. Einar langafi okkar reiddi Finn litla (síðar prófessor í Kaup- mannahöfn) sem þá var sjö ára. Afturfætur hestsins festust milli steina; Einar fór af baki með Finn í fanginu en hélt annarri hendinni í faxið. Hesturinn losn- aði, allir komust yfir og áfram var haldið framhjá Ytri-Kotum (mínu fyrsta heimili) til gisting- ar á Silfrastöðum. Þetta voru fyrstu ættartengsl okkar frænda við Landakot, en Landakotsspítali varð starfs- vettvangur okkar í nokkra ára- tugi uns hann var lagður niður sem almennur spítali. Þarna höfðu komið til sögunnar aðrar systur en ömmur okkar, St. Jós- efssystur. Þær birtust sem af himnum sendar árið 1896, reistu Landakotsspítala og ráku. Guð- jón var starfandi sérfræðingur á spítalanum frá júní 1964. Þá var ég við framhaldsnám í London, stefndi að lyflæknisfræði en var starfandi á rannsóknadeild. Þar birtist Guðjón með tilboð frá príorinnunni, systur Hildegard, hvort ég vildi breyta um stefnu og taka við rannsóknadeild spít- alans. Það varð úr og frá 1968 vorum við samstarfsmenn á Landakoti. Margir dáðust að ótrúlegu starfi Landakotssystra í þágu þjóðarinnar, sem stjórnvöld báru aldrei gæfu til að meta að verðleikum, því miður. Bókin St. Jósefssystur á Íslandi 1896- 1996, eftir Ólaf H. Torfason (útg. 1997) fjallar um 100 ára starfsemi þeirra á Íslandi. Í nafnaskrá eru 12 vísanir til um- mæla Guðjóns. Hann var ötull stuðningsmaður systranna og Landakots í ræðu og riti. Í tilefni brottfarar flestra systranna frá Íslandi 2001 var kveðjuathöfn sunnudaginn 14. janúar, messa í Landakots- kirkju og síðan kaffi í prests- setrinu. Þar sat ég til borðs með Guðjóni og Auði, konu hans, og tjáði þeim hugrenningar mínar til systranna undir messunni – rímaðar: Eitt hið besta sem Guð okkur gaf er nú gengið í tímans haf. Þær gáfu okkur öll þessi ár, aldrei græddu þær neitt – nema sár. Er sjúkdómar þjökuðu þjóð, þær þerruðu tár og blóð. Við þökkum þér, konungur Kristur, kærlega fyrir þær systur. Góður maður er genginn, sem ég á margt að þakka. Hann var frábær félagi, læknir og kennari og kær öllum sem honum kynnt- ust. Inn á Landakotsspítala og í Læknastöðina leiddi hann mig gæfurík spor. Auði og fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhann Lárus Jónasson. Ragnhildur bjó að Ljótsstöðum I í Vopnafirði, frá því að við munum eftir henni þar til 1971. Við minnumst tíðra heim- sókna fólksins á milli bæjanna. Morgunkaffi með Rænku, Gunn- ari, Önnu Sólveigu og Rúnu. Rist- að brauð með hunangi. Linsoðið egg og lýsi. Heimagerður súkku- laðiís á jólunum. Upplýsta kirkjan og jólatréð með fánunum og englahárinu. Við minnumst bjartra daga og heyskapar. Við vorum sorgmæddar þegar þau fluttu í burtu, skildum ekki af hverju fólk flutti burt, ekki fyrr en seinna þegar við fluttum einnig í burtu. Heimili Rænku og Gunnars í Dvergabakkanum var félagsmið- Svanbjörg Ragnhildur Gunnarsdóttir ✝ SvanbjörgRagnhildur Gunnarsdóttir fæddist 10. sept- ember 1924. Hún lést 9. nóvember 2016. Útför hennar fór fram 21. nóv- ember 2016. stöð ferðalanga úr báðum ættum. Þar var alltaf uppábúið rúm og matur í boði, gestir voru alltaf vel- komnir. Rúna sem var föðursystir Gunnars flutti með þeim. Ragnhildi var umhugað um ætt- ingja sína og til hennar var gott að leita. Ragnhildur var handavinnu- kennari að mennt og kenndi okkur hannyrðir og vandvirkni. Maður kom heldur aldrei að tómum kof- anum þegar leitað var eftir ráð- leggingum er varðaði heimilishald og öllum fyrirspurnum vel tekið. Ragnhildi var mikið áfall þegar Gunnar blindaðist í vinnuslysi. Fyrirhuguð ferðalög á efri árum urðu ekki að veruleika. Með elju- semi og æðruleysi hélt lífið áfram sem áður þótt breytt væri. Við þökkum Ragnhildi sam- veruna og vottum Önnu, Gunnari Þór og fjölskyldu innilega samúð. Margrét, Sigurborg og Sigrún og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.