Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Atvinnuauglýsingar Vanur sjómaður Vísir hf óskar eftir vönum sjómanni í afleysingar á Kristínu Gk 457. Kristín er línuveiðiskip með beitningarvél. Nánari upplýsingar gefur Njáll í síma 856 5730 eða á heimasíðu Vísis www.visirhf.is. Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi Almennur félagsfundur Sjálfstæðisfélag Selja- og Skógahverfis heldur almennan félagsfund laugardaginn 3. desember kl. 10:30 í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Mjódd, Álfabakka 14a. Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri kynnir uppbyggingu á nýbyggingum Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér þær miklu framkvæmdir sem hafnar eru. Stjórn Selja- og Skógafélagsins Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álftamýri 36, Reykjavík, fnr. 201-4273, þingl. eig. Þorleifur Dolli Hjálmarsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Íslandsbanki hf., mánudaginn 5. desember nk. kl. 11:00. Barmahlíð 38, Reykjavík, fnr. 203-0690, þingl. eig. Ólafur Örn Helga- son, gerðarbeiðandi Arion banki hf., mánudaginn 5. desember nk. kl. 10:00. Grundarás 1, Reykjavík, fnr. 204-5919, þingl. eig. Kristján Björn Snorrason, gerðarbeiðandi Arion banki hf., mánudaginn 5. desember nk. kl. 14:30. Hraunbær 44, Reykjavík, fnr. 204-4637, þingl. eig. Saengdao Udomyart og Jón Paul Biscarra del Rosario, gerðarbeiðendur Reykjavíkur-borg og Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, mánudaginn 5. desember nk. kl. 13:30. Hraunbær 90, Reykjavík, fnr. 204-4822, þingl. eig. Eggert Ellertsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, mánudaginn 5. desember nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 30. nóvember 2016 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Á Aðventudagskránni í dag:Tískuverslunin LOGY býður vandaðan dömufatnað, vesti og peysur fyrir herra, skart og ýmislegt fleira á sölutorginu kl. 11-14. Harmonikuball kl. 15, Þorvaldur Jónsson leikur létt lög í matsalnum. Bólstarðarhlíð 43 Botsía kl. 10.40, bókband kl. 13 og samverustund með sr. Eiríki og organista kl. 14. Á morgun kl. 13, Jólabingó. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.15, botsía kl. 13.30 og sölukaffi kl. 14.30. Garðabær Opið og heitt á könnuni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16. Qi-gong í Sjálandsskóla kl. 9.10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11 á vegum FEBG. Karlaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 13 og botsía kl. 13.45. Málun í Kirkju- hvoli kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 15. Handavinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 13. Garðakór, æfing í Vídalínskirkju kl. 16. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Opin vinnustofa frá kl. 9, bútasaumur o.fl. Morgunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10, matur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi, fótaaðgerðir, hár- snyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50. Morgunandakt kl. 9.30. Málað á steina, leiðbeinandi Júlíana Júlíusdóttir, kl. 9.45. Leikfimi kl. 10, lífssöguhópur kl. 10.50. Sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30, línudans kl. 15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Alzheimerkaffi kl. 17. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 í Grafarvogssundlaug, pútt á Korp- úlfsstöðum kl. 10, upplestur úr bókum kl. 11 í Borgum, kyrrðarstund kl. 12.20 og skákhópur kl. 13 í Borgum.Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfs- stöðum. Bókmenntir kl. 13 í Borgum, Katrín Þorvaldsdóttir mun kynna austfirska sagnakonu úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, Brandþrúði Benónísdóttur sem kenndi sig við Glettingsnes. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10-10.30, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 411 2760. Selið, Sléttuvegi Húsið er opið kl. 9.30-13.30 en starfsemi verður þó möguleg fram til kl. 16. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi, gott að koma í spjall og kíkja í blöðin. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bíó kl. 13. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Bókband, Skóla- braut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum, Skólabraut kl. 11. Félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Ath. Jólafrí í föstudags- söngnum til 13. janúar. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold námskeið kl. 10.30 leiðbeinandiTanya. Skapandi skrif námskeið kl. 14, leiðbeinandi Þórður Helgason. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Til sölu Sorpkvarnir í vaska Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Ódýru dekkin Hágæða sterk dekk. Allar stærðir. Sendum hvert á land sem er. Bílastofan, Funahöfða 6, sími 562 1351. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Fallin er frá í fjarlægu landi elskuleg frænka mín, Birna Ósk- arsdóttir Bouderau. Mig langar að skrifa um hana örlitla minningar- grein, meir af vilja en mætti. Birna var dóttir móðursystur minnar, Ólafar Björnsdóttur, og Óskars Sólberg feldskera. Á með- an foreldrarnir voru í námi í Dan- mörku dvaldist Birna hjá afa og ömmu á Heimagötu 30 í Vest- mannaeyjum og átti þaðan góðar bernskuminningar. Foreldrar hennar slitu samvistum þegar Birna var í æsku. Það æxlaðist því þannig, að hún var meira og minna í fóstri hjá barnlausum foreldrum mínum í Reykjavík, fyrst á Há- teigsvegi og síðar á Flókagötu 69. Aldursmunurinn var mikill og Birna flutti alfarin til útlanda strax eftir giftingu er ég var aðeins sjö ára. Eftir það sá ég hana fyrst að- eins í stuttum fríum hennar til landsins og síðar, eftir að ég flutti sjálfur til náms í Sviss, einungis ef tilviljun réði, að við vorum samtím- is á landinu. Kann ég því engar sögur að segja af því alrómaða heimili, sem hún bjó ástkærum eiginmanni sínum og tveim börn- um þeirra í Boston og New Hampshire og ávallt stóð öllu frændfólki og vinum frá Íslandi opið. Birna var glaðvært og fallegt barn, sem allir er umgengust gátu ekki annað en haft ánægju af. Sem hávaxin ung stúlka með mikið og liðað ljóst hárið var hún ekki að- eins sérlega glæsileg heldur alls staðar hrókur alls fagnaðar, sem átti staðinn hvar sem var. Það var því ekki að undra að eftir henni, þessum einstaka sólargeisla, væri tekið gjafvaxta. Hana hreppti einn tiginn majór og flugkapteinn, Alf- Birna Bouderau ✝ Birna Ósk-arsdóttir Bouderau fæddist í Reykjavík 28. mars 1933. Hún lést í New Hampshire, Bandaríkjunum, 31. október 2016. Foreldrar Birnu voru Ólöf Björns- dóttir og Óskar Sól- berg feldskeri. Systir sammæðra: Sigríður Hjálmarsdóttir. Eiginmaður Birnu var Alfred (Ned) Bouderau. Börn þeirra eru Tina Bouderau og Edwin Bouderau. Útför Birnu hefur farið fram. red (Ned) Bouderau, í bandaríska flug- hernum í Keflavík. Það var foreldrum mínum, sérstaklega móður, og væntan- lega mörgum öðrum í fjölskyldunni enginn sérlegur glaðningur, enda vel flestir væg- ast sagt lítt hrifnir af veru hersins í landinu eftir að stríðinu lauk. Brottflutningur Birnu strax eftir brúðkaupið heima á Flókagötu, sem mér er í ljósu minni, var mér ekki aðeins mikill missir heldur hið þyngsta áfall, þegar hughreysting- in skyldi felast í því, að hún „Binga mín“, eins og ég kallaði hana, var alls ekki systir mín heldur bara frænka! Til þessa þekkti ég hana ekki öðruvísi en glaðværa og gjaf- milda stóru systur, sem alltaf var tilbúinn að kjassa mig, knúsa og kyssa og gauka síðan að mér ein- hverju hnossgætinu, fyrstu skóla- töskunni og fyrsta pennavesk- inu … Hvað Ned sjálfan varðaði, var allur fyrirvari alls ástæðulaus. Ef hann var ekki nákvæmlega sami öðlingurinn og hún, tókst henni að sveigja hann á þá braut umsvifalaust. Veit ég ekki betur en hjónaband þeirra hafi verið ham- ingjuríkt, enda bar hann Birnu sína á höndum sér alla tíð og sá henni góðum farborða eftir að hann féll sjálfur frá fyrir meira en tveim áratugum. Birna annaðist Ned af alúð í löngum veikindum. Eftir fráfall hans gerði hún umönnun aldraðra í heimahúsum að aðalstarfi, sem hún stundaði svo lengi sem kraftar entust eða fyrir fáum árum. Vafa- laust hefur hún orðið fjölmörgum til uppörvunar og gleði með glað- værð og óþrjótandi bjartsýni sinni. En við Birna vorum nánari en ég vissi áður, það er fyrir fráfall hennar. Hún mun hafa gengið mér í móður stað er móðir mín festist í postnatal depression eftir fæðingu. Fyrir það vil ég þakka þér, elsku Binga mín, hinsta sinni, því um allt annað höfðum við rætt svo ýtarlega seinustu árin. Jafn- framt votta ég Edwin, Tínu, barnabarni og barnabarnabörn- um í Bandaríkjunum svo og Sig- ríði Hjálmarsdóttur systur henn- ar mína innilegustu samúð. Í Sviss, 5. nóvember 2016, dr. Björn Oddsson, Rapperswil-Jona. Meira: mbl.is/minningar Það er með sorg í hjarta sem við kveðj- um Björk í dag. Björk flutti á Laut- arveg 18 í október 2013 og ekki liðu margir dagar þar til hún hafði unnið hug okkar og hjarta. Björk tjáði sig með látbragði og fáeinum orðum, en það vafðist ekki fyrir henni að koma okkur í skilningu um hvað hún vildi og hvað hún vildi ekki. Hún var fylgin sér og ákveðin í hvaða starfsmenn hún vildi láta aðstoða sig. Ef Björk vildi fara í ísbíltúra, út í hjólastólagöngu eða í búðir, sem henni fannst nú skemmtilegast af öllu, notaði hún sínar aðferðir til að heilla okkur upp úr skónum og oftast hreif það. Björk var fastheldin á í hvaða röð hlutirnir voru gerðir, hún var reglusöm og vissi nákvæmlega hvar hún geymdi eigur sínar og Björk Gunnarsdóttir ✝ Björk Gunn-arsdóttir fædd- ist 11. janúar 1958. Hún lést 16. nóv- ember 2016. Útför Bjarkar fór fram 23. nóvem- ber 2016. voru þær oftast á ólíklegustu stöðum. Hún gekk alltaf að þeim vísum. Hún kom okkur sífellt á óvart, hvern- ig hún fann lausnir ef við vorum í vafa. Þegar við hrósuðum henni grínaðist hún í okkur fyrir að hafa ekki verið fyrri til að leysa málið. Þetta voru ógleymanlegar stundir með henni og skemmtilegar. Björk var mikill gleðigjafi, en stíf á meiningu sinni og harður samningamaður. Við eigum eftir að sakna húmorsins og viðmótsins sem hún sýndi okkur. Hver og einn starfsmaður átti sín sérstöku samskipti við hana og var oft mikil gleði og gaman að koma til vinnu og hitta hana. Við þökkum Björk samfylgdina og mun minning hennar lifa með okkur. Aðstandendum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Far í friði, kæra vinkona. Starfsfólk Lautarvegi 18, Nína Edda Skúladóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.