Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Helmingsaukning hefur orðið í fjölda
sektarboða í gegnum hraðamynda-
vélar það sem af er þessu ári miðað
við allt árið 2014. Fjölgun ferða-
manna er sögð vera helsta ástæðan
þó hraðamyndavél í ómerktum bíl á
höfuðborgarsvæðinu eigi einnig hlut
að máli. Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu fást einungis um 45% sekta
erlendra ferðamannna greidd.
Fjölgun sekta það sem af er ári
miðað við árið 2015 nemur um 26%
þrátt fyrir að enn sé mánuður eftir af
árinu. Þá vekur athygli að lungann úr
árinu var eina hraðamyndavélin sem
passar í myndavélakassa og er notuð
í Reykjavík, þar sem flestir ökumenn
eru myndaðir, verið ónothæf. Því eru
flest sektarboð vegna myndaðs hrað-
aksturs utan Reykjavíkur.
Það sem af er ári hafa 42.677 sektir
verið gefnar út vegna hraðamynda-
véla. Á síðasta ári voru þær 33.811 en
árið 2014 voru þær 28.306.
Ólafur Guðmundsson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á Vestur-
landi, sem hefur umsjón með sekt-
arboðum vegna myndavélanna, segir
skýringuna á auknum fjölda sekta
vera tvíþætta. Annars vegar meiri
umferð vegna aukins fjölda ferða-
manna og hins vegar vegna þess að í
höfuðborginni var ómerktur bíll með
hraðamyndavél innanborðs tekinn í
notkun 2014. Að sögn Ólafs myndaði
lögreglumaður í bílnum 6.800 brot ár-
ið 2014, 9.545 brot árið 2015 og 13.237
það sem af er ári. „Bíllinn skýrir að
hluta til fleiri sektir en aukinn um-
ferðarþungi hefur meira vægi,“ segir
Ólafur.
Þýdd á sex tungumál
Að sögn Ólafs getur reynst þrautin
þyngri að innheimta sektir af erlend-
um ferðamönnum. „Við létum þýða
sektarboðin á sex tungumál. Við
fáum upplýsingar um það hjá bíla-
leigunum hverjir eru skráðir fyrir
bílunum. Svo eru sektarboðin send til
þeirra. Það hefur verið u.þ.b. 45%
innheimtuhlutfall,“ segir Ólafur.
Spurður hvort slíkt þyki ekki lágt
hlutfall, þá segir Ólafur svo ekki vera.
„Það er þeim í raun að refsilausu að
rífa sektarboðið. Við erum ekki með
neina samninga við önnur lönd þar
sem hægt er að ganga á eftir þessu,“
segir Ólafur.
Jafnari en Íslendingar
Hann segir það ólíkt eftir löndum
hvernig málum er háttað hvað þetta
varðar. Sums staðar eru bílaleigurn-
ar ábyrgar fyrir greiðslu sekta og í
þeim tilvikum eru greiðslukort við-
skiptavina notuð sem einskonar
trygging fyrir greiðslu. Þetta fyrir-
komulag er ekki hérlendis. „Við vilj-
um helst losna við þessa handavinnu
sem felst í því að senda sektarboð á
ferðamennina. Það á að sekta þá og
þeir eiga ekki að vera jafnari en Ís-
lendingar hvað þetta varðar,“ segir
Ólafur.
Helmingi fleiri sektir
Sektum vegna hraðamyndavéla fjölgað um helming frá
2014 Aðeins 45% sekta erlendra ferðamanna fást greidd
Morgunblaðið/Ernir
Á löglegum hraða Það sem af er ári hafa tæplega 43 þúsund sektir verið gefnar út eftir að ökumenn hafa verið
myndaðir við of hraðan akstur. Er það um helmingsaukning á fjölda sektarboða miðað við árið 2014.
Ólafur segir að eflaust væri hægt
að innheimta sektir erlendra
ferðamanna í gegnum lög-
fræðistofur ytra en slíkt borgi
sig ekki. „Við höfum eingöngu
sent útlendingum sektir sem eru
30 þúsund kr. eða hærri. Næsta
sekt fyrir neðan er um 10 þúsund
kr. og það fer aldrei í innheimtu.
Við höfum hvorki tíma né mann-
skap til þess að sinna allri úr-
vinnslu,“ segir Ólafur.
Miðað við lauslega útreikninga
sína í starfi segir Ólafur um 10
þúsund krónur fást fyrir hverja
sekt miðað við heildarfjölda
sekta. Miðað við það sem af er
ári myndi það þýða um 440 millj-
ónir króna fyrir ríkissjóð.
Þegar íslenskir ríkisborgarar
hafna því að greiða sekt vegna
myndar úr hraðamyndavél eiga
þeir yfir höfði sér saksókn. „Þar
geta ökumenn verið dæmdir í
fangelsi sem vararefsingu ef
sektin er ekki greidd,“ segir Ólaf-
ur. Samkvæmt því sem fram
kemur í Lögbirtingablaðinu er
fangelsisvistin 2-6 dagar.
Innheimta ekki
allar sektir
INNHEIMTAN OF DÝR
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
Sérbýli í Fossvogi óskast
Höfum kaupanda að 250-400 fm einbýlishúsi eða raðhúsi í Fossvogi.
Sérbýli í Vesturbænum óskast
Höfum kaupanda að 250-400 fm einbýlishúsi í Vesturbænum.
Sérbýli á Seltjarnarnesi óskast
Höfum kaupanda að 250-400 fm einbýlishúsi eða raðhúsi á Seltjarnarnesi.
Sérbýli í Skerjafirði óskast
Höfum kaupanda að 250-400 fm einbýlishúsi í Skerjafirði.
2ja-3ja herb. íbúð óskast
Höfum kaupanda að 2ja-3ja herb. íbúð í miðbæ, vesturbæ eða hlíðum.
Æskileg stærð 55-75 fm.
Nánari upplýsingar veitir:
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali, s: 861 8514,
sverrir@eignamidlun.is
Sala fasteigna frá
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
Eignir óskast
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hraðamyndavél hefur verið ónothæf
í tæplega ár eftir að hún var skotin
allt að sex sinnum með haglabyssu
aðfaranótt 18 janúar á þessu ári.
Engin tilkynning barst og lögreglan
hefur ekki haft uppi á sökudólgnum.
Vélin hefur reglulega verið færð á
milli 19 myndavélakassa við gatna-
mót í Reykjavík.
Hún var í notkun við gatnamót
Stekkjarbakka og Breiðholtsbrautar
og hafði verið þar í einn og hálfan
sólarhring þegar skemmdarverkið
átti sér stað.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, segir að rann-
sóknin hafi ekki borið árangur. ,,Það
voru margir ökumenn sem höfðu
verið myndaðir á þessum tíma.
Vandamálið með haglabyssurnar er
það að erfiðara er að gera sam-
anburðarprófanir á þeim en á öðrum
vopnum,“ segir
Ásgeir.
Að hans sögn
bárust engar til-
kynningar um
skothvelli frá ná-
lægum íbúum
umrædda nótt.
„Þetta uppgötv-
aðist ekki fyrr en
menn komu til
vinnu og áttuðu
sig á því að vélin var ekki í sam-
bandi,“ segir Ásgeir.
Eftirlitsmyndavél mun fylgja
Myndavélin hefur verið í viðgerð
en verður tekin í notkun í desember.
Ásgeir segir að hér eftir muni eft-
irlitsmyndavél fylgja vélinni. „Auð-
vitað er það mikið áhyggjuefni að
menn séu með skotvopn innan borg-
armarkanna. Miðað við það að sex
skotum hafi verið skotið þá er merki-
legt að enginn hafi átt þarna leið um
og enginn gert lögreglu viðvart.“
Ónothæf eftir
haglabyssuskot
Hraðamyndavél skemmd í Breiðholti
Vélin hefur lengi
verið ónothæf.