Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 41
Bíó Paradís
frumsýnir í kvöld
kl. 20 gam-
anmyndina Ab-
solutely fabulous:
The movie þar
sem Edina og
Patsy lifa glam-
úrlífinu sem aldr-
ei fyrr, þær
versla, drekka og
fara á alla heitustu klúbbana í Lond-
on. Í aðalhlutverkum eru Jennifer
Saunders og Joanna Lumley, en
leikstjóri er Mandie Fletcher. Mynd-
in er á ensku og er sýnd án texta.
Vegna mikillar eftirspurnar verð-
ur heimildarmyndin One More Time
With Feeling sýnd í kvöld og næstu
tvo daga. Myndin fjallar um nýjustu
breiðskífu Nick Cave and the Bad
Seeds sem nefnist Skeleton Tree og
kom út í september. Myndin verður
sýnd í dag kl. 17:45; kl. 20 og kl.
22:15, á morgun kl. 17:45 og á laug-
ardag kl. 20.
Glamúr og sorg
í Bíó Paradís
Nick Cave
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016
Harold Burr, sem söng með The Platters en býr nú á Ís-
landi, kemur fram á tónleikum í Hannesarholti í kvöld
kl. 19. Í tilkynningu frá tónleikahaldara kemur fram að
Burr spretti úr heimi djass og sálartónlistar. Hann mun
flytja ameríska standarda, jólalög og eigin tónlist með
djass og „RnB“ sveiflu. Hjörtur Howser tónlistarmaður
spilar með á flygilinn.
Jólaveisla með
Harold Burr í kvöld
Harold Burr
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mig langaði til að búa til fallegan stemningshljóm-
disk sem væri ákveðið mótvægi við hressleikann
sem oft heyrist á jóladiskum. Ætlunin var að búa
til disk sem framkallaði jólastemninguna eins og
ég man eftir henni sem barn. Þarna er því ákveðin
nostalgía ríkjandi – ekki endilega í hljómnum eða
lagavalinu heldur fremur í stemningunni sem ein-
kennist af kyrrð, nærveru og samveru,“ segir Þór-
hildur Örvarsdóttir um jólaplötu sína, Hátíð, sem
verið hefur ár í smíðum. Þórhildur fagnar plötunni
með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í
kvöld og í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 20 bæði
kvöld.
Mikið þjóðlaganörd
Spurð um lagavalið segist Þórhildur hafa valið
bæði vel þekkt jólalög og önnur minna þekkt frá
Norðurlöndunum. Meðal laga eru „Það aldin út er
sprungið“, „Nú árið er liðið“, „Hátíð fer að höndum
ein“, „Betlehemsstjarnan“, „Nú finn ég frið í
hjarta“, „Vetrarsálmur“ og „Þá jólin koma“.
„Ég er mikið þjóðlaganörd og langaði að fanga
skandinavískan tón sem birtist vel í hljóðfæraval-
inu þar sem mikið fer fyrir orgeli, harmonikku og
fiðlu, fyrir utan slagverk, píanó og gítar.“
Samstarfsfólk Þórhildar á diskinum eru Eyþór
Ingi Jónsson sem leikur á orgel, Einar Scheving á
slagverk, Greta Salóme á fiðlu, Ásdís Arnardóttir á
selló og Kristján Edelstein á gítar, en upptökur og
hljóðblöndun var í höndum Steve McLaughlin.
Bróðir Þórhildar, Atli Örvarsson, útsetti lögin en
systkinin hafa starfað mikið saman á umliðnum ár-
um.
„Það er alltaf alveg dásamlegt að vinna með hon-
um, en við höfum unnið mikið saman á síðustu 10-
15 árum,“ segir Þórhildur sem söng í fyrsta skiptið
inn á kvikmynd sem Atli samdi tónlistina við árið
2005. „Það hefur verið einstaklega gaman að vinna
að annarri tónlist en kvikmyndatónlist með hon-
um,“ segir Þórhildur og bendir sem dæmi á að í
stað þess að taka diskinn upp inni í stúdíói, líkt og
þau geri ávallt með kvikmyndatónlistina, hafi þau
tekið mikið upp í Akureyrarkirkju. „Það er allt
annað umhverfi en að láta músíkina passa við
hvern ramma í kvikmynd, en mjög skemmtilegt.“
Gaman að spila heima
Aðspurð segir Þórhildur gaman að geta boðið
upp á útgáfutónleika bæði sunnan og norðan heiða.
„Það er ekki síst skemmtilegt fyrir okkur sem er-
um vanari að vinna á heimsvísu að koma heim og
spila fyrir fólkið okkar, bæði í Reykjavík og á Ak-
ureyri. Við erum ótrúlega margir tónlistarmenn
sem störfum í gerbreyttum heimi þar sem vinnan
okkar fer að stærstum hluta fram erlendis, en við
gleymum kannski stundum að kynna okkur hér
heima.“
Þess má að lokum geta að miðar eru seldir á tix-
.is og við innganginn.
„Nostalgía ríkjandi“
Þórhildur Örvarsdóttir fagnar Hátíð í Fríkirkj-
unni Blanda af íslenskum og norrænum jólalögum
Ljósmynd/Daníel Starrason
Heima „Við erum ótrúlega margir tónlistarmenn
sem störfum í gerbreyttum heimi þar sem vinnan
okkar fer að stærstum hluta fram erlendis, en við
gleymum kannski stundum að kynna okkur hér
heima,“ segir Þórhildur.
Á aðventu-
tónleikum Sin-
fóníuhljóm-
sveitar Íslands í
Eldborg Hörpu í
kvöld kl. 19:30
hljómar hátíðleg
tónlist eftir þrjá
meistara 18. ald-
ar, þá Bach,
Händel og Moz-
art. „Tvö verk
eftir Mozart ramma inn efnis-
skrána, fjörmikill forleikur að
Brúðkaupi Fígarós og sinfónía nr.
39 sem var ein sú síðasta sem
hann samdi. Glæsilegt kórverk
Händels sem var samið til flutn-
ings við krýningu Karólínu Breta-
drottningar og hefur engu glatað
af hátíðleika sínum verður flutt af
Hamrahlíðarkórunum,“ segir í til-
kynningu. Einleikari á tónleik-
unum er Elfa Rún Kristinsdóttir,
en hún leikur fiðlukonsert Bachs í
E-dúr. Hljómsveitarstjóri er Ei-
vind Aadland. Boðið er upp á tón-
leikakynningu kl. 18:20 sem Svan-
hildur Óskarsdóttir hefur umsjón
með.
Mozart, Bach og Händel hjá Sinfó
Elfa Rún
Kristinsdóttir
Miðasala og nánari upplýsingar
SÝND KL. 5, 8
SÝND KL. 6, 8, 10
SÝND KL. 4, 6.20
SÝND KL. 8.40, 10.45 SÝND KL. 4
Snjóinn burtmeð
Stiga snjóblásara
Askalind4,Kópavogi
Sími 5641864
www.vetrarsol.is
1131 E snjóblásari
1100W rafmagnsmótor
Dreifing 1–4metrar
31 cm vinnslubreidd
Léttur ogmeðfærilegur
Góður við þröngar aðstæður
ST 4851 snjóblásari
48V Lithium-ion rafhlaða, hlaðin
Dreifing 1–6metrar
51 cm vinnslubreidd
Með Led ljósabúnaði
Í léttari snjómokstur
SnowBlizzard snjóblásari
B&Smótor með rafstart, 249cc
Dreifing 1–10metrar
69 cm vinnslubreidd
Með ljósum og á grófum dekkjum
Frábær í mikinn og erfiðan snjó
„Í tilefni þess að Kexmas rennur í
garð á fimmtudaginn 1. desember
þá munu þeir Snorri Ásmundsson og
Högni Egilsson blása til jólatónleika
í Gym & Tonic,“ segir í tilkynningu
frá tónlistarmönnunum. Þar kemur
fram að Snorri hafi nýverið fagnað
50 ára afmæli sínu og sé „langt frá
því að slá slöku við í listsköpun sinni.
Högni er margrómaður söngvari,
hljóðfæraleikari og tónskáld sem
hefur á ferli sínum samið og flutt
tónlist undir eigin nafni og sömuleið-
is með hljómsveitunum Hjaltalín,
Gus Gus og Gluteus Maximus.“
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er
aðgangur ókeypis.
Kexmas kallar á
tónleika í kvöld
Félagar Snorri Ásmundsson og Högni
Egilsson troða upp á Kex hosteli.
Hvolfspegill / Upsidedome nefnist
sýning meistaranema við myndlist-
ardeild LHÍ undir sýningarstjórn
meistaranema HÍ í listfræði sem opn-
uð verður í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar í dag kl. 16.30-19.
Þema sýningarinnar er „hannað til
þess að gera ellefu listnemum kleift
að spegla sig í verkum Sigurjóns, þar
sem hann vann verk sín og þar sem
sýning verka hans stendur nú þegar
yfir. Unnið er með samhengi safnsins
og núverandi sýningu Samskeyt-
ingar. Listaverk, vinnuferill og að-
ferðir Sigurjóns Ólafssonar við
myndlistarsköpun sína ásamt
safnbyggingunni, sögu þess og um-
hverfi munu móta aðkomu nemenda
að listaverkum sem sýnd verða sam-
hliða verkum Sigurjóns. Verkefnið
er unnið undir stjórn Bryndísar Snæ-
björnsdóttur prófessors við Mynd-
listardeild LHÍ og Hlyns Helgasonar
lektors í Listfræðideild HÍ.“
Sýningin stendur til 11. desember
og er opin 2., 3., 9., 10. og 11. desem-
ber kl. 14-17.
Hvolfspegill í Listasafni Sigurjóns
List Sigurjón Ólafsson að störfum.