Fréttablaðið - 11.02.2017, Page 4

Fréttablaðið - 11.02.2017, Page 4
KOMDU OG PRUFAÐU Margar góðar reynsluakstursleiðir í nágrenni Mosfellsbæjar. Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 11-15 Opið í dag laugardag 11 - 15 Tökum vel á móti þér! Rjúkandi Lavazza kaffi á könnunni. Hrefna Haraldsdóttir þroskaþjálfi sagði aðstöðuna og umhverfið á Kópavogs­ hæli hafa verið óboðlegt, einkum fyrir börn. Hrefna hóf þar störf 1959, þá 17 ára gömul. Viðhorfið hafi verið að fatlað fólk væri annars flokks borgarar og að ekki væri gott ef börnin sem dvöldu þar ættu í of miklum samskiptum við for­ eldra sína. Einangrunin hafi verið gríðarleg. Skýrsla um hælið var kynnt í vikunni. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu  sagði flutning stofnunarinnar frá Hafnarfirði til Akureyrar myndu taka allt að 20 ár. Flutningurinn hófst í ársbyrjun 2016. Ferðakostnaður Fiskistofu jókst um 10 milljónir á einu ári eftir flutninginn. Það skýrist meðal annars af skorti á fjarfundabúnaði. . Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar  sagði ótækt að dómsmála­ ráðherra héldi því fram að kynbundinn launamunur væri ekki til og að ástæða launamunar væri sú að konur verðu meiri tíma með börnum sínum. Sigríður Á. Andersen dóms­ málaráðherra sagði í grein í riti Orators að þótt kannanir mældu 5 prósenta launamun væri hann of lítill til að hægt væri að fullyrða um kynbundið misrétti. Þrjú í fréttum Einangrun, kostnaður og launamunur Tölur vikunnar 05.02.2017 Til 11.02.2017 umhverfismál „Það hafa margir verið að furða sig á þessu,“ segir Aðal­ steinn Sigurbergsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, um fyrirhugaða eyðingu greniskógar á Þingvöllum. Fréttablaðið sagði frá því á mánu­ dag að fella ætti grenitré sem standa umhverfis sumarbústað næst Val­ hallarreitnum á Þingvöllum. Ríkið hefur keypt bústaðinn og hyggst fjarlægja hann ásamt trjánum sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs­ vörður segir Þingvallanefnd telja hafa „slæm sjónræn áhrif“. Opna eigi lóðina fyrir almenningi. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að ríkið vilji kaupa upp sumarbústaðina og fjarlægja húsin en það er illskiljan­ legt af hverju þarf endilega að höggva niður öll trén sem fólkið hefur gróð­ ursett. Mér vitanlega eru þau ekki að valda neinu umhverfistjóni eða sálar­ tjóni,“ segir Aðalsteinn. „Það er prýði að þessum trjám, ekki síst vegna þess að þau er sígræn.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þá skoð­ un að barrtré eigi ekki heima í þjóð­ garðinum og séu þar eins og út úr kú. „Þetta er bara ein af þessum sögu­ minjum um hvað þjóðin er búin að vera að gera í ellefu hundruð ár á Þingvöllum. Um og upp úr alda­ mótunum þá var gróðursettur furu­ lundurinn á Þingvöllum sem enn þá stendur. Eftir seinna stríð voru gróðursettir skógar meðal annars við Valhöll, við Hrafnagjárhallinn og víðar.“ Aðalsteinn minnir á að þegar gömul og stór grenitré næst Hótel Valhöll voru höggvin árið 2007 hafi verið sagt að það væri krafa heims­ minjaskrár menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) að allur erlendur gróður yrði fjarlægður af Þingvöllum. „En þegar var farið að grennslast fyrir um málið kom í ljós að krafan kom ekkert frá UNESCO. Hún var bara sett inn í lýsingu Þingvallaþjóð­ garðsnefndar á því sem hún ætlaði sér að gera ef Þingvellir kæmust inn á skrána. Síðan var látið í veðri vaka að krafan hefði komið að utan en ekki héðan innanlands. En þetta er algeng skoðun hjá þeim sem gefa sig út fyrir að unna íslenskri náttúru og meina þá umhverfi án allra útlendra plantna og trjáa,“ segir Aðalsteinn. Að sögn Aðalsteins er umræddur lundur griðastaður fyrir plöntur og dýr. „Skógurinn þarna, þó að hann sé greniskógur, er híbýli margra skógar­ fuglategunda og það eru ábyggilega margar tegundir platna og smádýra sem hafa gott af því að hafa skóginn í staðinn fyrir að hafa berangurinn á klöppinni sem var þarna fyrir,“ segir Aðalsteinn. Eitt af því sem helst vanti á Íslandi sé skjól. „Það mun nú ekki bæta skjól­ skilyrðin þarna beinlínis að höggva niður öll trén sem skýla þinghelg­ inni.“ gar@frettabladid.is Biður Þingvallagreninu vægðar Fagmálastjóri Skógræktarinnar segir það illskiljanlegt að Þingvallanefnd ætli að höggva niður greniskóg við Valhallarreitinn. Prýði sé að sígrænum trjánum sem skýli fyrir vindi og séu athvarf fyrir dýr og plöntur. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að til að bæta til muna ásýnd þjóðgarðsins eigi að uppræta grenilund milli Valhallarlóðarinnar og minningarreitsins um Bjarna heitinn Benediktsson forsætisráðherrra. FréttaBlaðið/GVa Skógarhögg ekki að undirlagi Heimsminjaskrár Í umræðu um eyðingu barrtrjáa í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur sú saga verið á kreiki að það sé krafa menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) að trén víki vegna stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Til dæmis var haft eftir Sigurði K. Oddssyni, þá- verandi þjóðgarðsverði, í Frétta- blaðinu 13. júlí 2007, að þegar sótt hefði verið um að Þingvellir færu á heimsminjaskrá hefðu Sameinuðu þjóðirnar tilgreint að barrtrén skyldu fjarlægð. Þetta er rangt eins og lesa má í bloggfærslu Björns Bjarnasonar, þáverandi formanns Þingvalla- nefndar, frá því 21. júlí 2007: „Í UNESCO-skráningarvinn- unni kom fram, að hinir erlendu sérfræðingar, sem sendir voru á vettvang til að meta Þingvelli í samanburði við hundruð eða þúsundir annarra staða, voru sam- mála mati Þingvallanefndar og sérfræðinga hennar um fækkun barrtrjáa í þinghelginni. UNESCO setti Þingvallanefnd ekki neina úrslitakosti í þessu efni, en taldi nefndina á réttri braut, þegar lögð væri áhersla á grisjun barrtrjáa. Hjörleifur Guttormsson, sem sat í Þingvallanefnd á níunda áratug síðustu aldar, hefur skýrt frá því, að á þeim tíma, eða árið 1988, hafi nefndin fyrst sent frá sér stefnu, sem miðaði að því að grisja barr- trén.“ 223 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. 171 ár spanna veður- mælingar í Stykkis- hólmi – aldrei hefur verið hlýrra en í fyrra. 900 fasteignir hér á landi eru skráðar í íbúðaskipti. 60% lækkun er á bréfum Icelandair frá því í apríl 2016. 500 verslanir í 17 löndum bjóða íslenska súkkulaðið Omnom. 84.000 fermetrar af húsnæði verða byggðir í nýju hverfi – 201 Smári. 20 ár er það talið taka að flytja starfsemi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -2 0 E 8 1 C 3 7 -1 F A C 1 C 3 7 -1 E 7 0 1 C 3 7 -1 D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.