Fréttablaðið - 11.02.2017, Side 10
Vinnuskóli Bláskógabyggðar 2013
Flokkstjóra vantar í sumarvinnu unglinga og umhirðu
opinna svæða. Lágmarksaldur er 18. ár. Starfstími er frá 3.
júní til 31. júlí. Starfssvæðið er annarsvegar á Laugarvatni
og í Reykholti. Umsækjendur þurfa að hafa bíl til umráða.
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí n.k. og skulu umsóknir
berast á skrifstofu Bláskógabyggðar eða á netfangið
kristinn@blaskogabyggd.is, merktar
Vinnuskóli Bláskógabyggðar.
Upplýsingar gefur Kristinn í síma 860-4440.
Þjónustu- og framkvæmdasvið
Bláskógabyggðar
Bláskógabyggð
Álagning fasteignagjalda 2017.
Upphafsálagningu fasteignagjalda
í Bláskógabyggð er nú lokið fyrir árið 2017.
Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur lokið upphafsálagningu vegna
ársins 2017. Álagningaseðlar 2017 verða ekki sendir út, en hægt er að
nálgast þá á www.island.is undir „Mínar síður“ og þar í pósthólfi.
Innskráning á síðuna er með íslykli eða með rafrænum skilríkjum.
Forsendur álagningarinnar er einnig ð finna inni á heimasíðu
Bláskógabyggðar:
http://www.blaskogabyggd.is/stjornsysla/reglugerdir-og-gjaldskrar/
Greiðsluseðlar verða ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað,
en kröfur vegna fasteignagjalda koma inná heimabanka viðkomandi
gjaldenda.
Þeim, sem óska eftir að fá heimsendan greiðsluseðil, er bent á að hafa
samband við skrifstofu Bláskógabyggðar í síma 480-3000 ( mánudaga
– fimmtudaga frá kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.00, en föstudaga frá 9.00 –
12.00), eða á netfangið gudny@blaskogabyggd.is
Allar nánari upplýsingar um álagningu gjalda 2017 eru veittar á skrif-
stofu Bláskógabyggðar.
Bláskógabyggð.
Samfélag „Á viðbótarfermetrinn
að vera í stofunni eða svefnher-
berginu, á eldhúsið að vera opið
eða á að vera til sameiginlegt rými
til afnota fyrir íbúa? Með þessari
nálgun mun almenningur geta haft
bein áhrif á það hvernig hverfið,
húsin og íbúðirnar mótast,“ segir
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri
Klasa, sem sér um framkvæmd verk-
efnis ásamt Regin fasteignafélagi og
Smárabyggð ehf.
Ný 620 íbúða byggð mun rísa í
Smáranum, sunnan Smáralindar
í Kópavogi, og gefst almenningi
tækifæri á að hafa áhrif á hönnun
og útfærslu hverfisins og íbúðanna
með beinum hætti. „Við viljum
fá fólk til að móta verkefnið með
okkur og segja hvað því finnst skipta
mestu máli við útfærslu á nútíma-
íbúðum og hverfi sem býður upp á
nánast alla þjónustu sem völ er á,“
segir hann.
Íbúðirnar verða frá um 50 fer-
metrum að stærð og verður efnt
til nafnaleiks í samstarfi við Kópa-
vogsbæ um götunöfn og nafn á
aðaltorgið í hverfinu. Kynning á
uppbyggingu hverfisins verður í
Smáralind og hófst í gær. Á sama
tíma verður tekin í notkun gagn-
virk síða, 201.is, þar sem fólki gefst
kostur á að svara könnun sem hug-
myndin er að nýta fyrir hönnun og
uppbyggingu á byggingareitnum
201 Smári.
Halldór Eyjólfsson, þróunarstjóri
Klasa, segir verkefnið spennandi og
mjög áhugavert að fá fram áherslur
íbúa. „Á skömmum tíma hafa orðið
mjög miklar breytingar á því hvern-
ig við lifum og húsnæðisþarfir fólks
eru ekki þær sömu og þær voru fyrir
nokkrum áratugum. Okkar daglega
líf hefur breyst en íbúðirnar hafa
ekki fylgt þróuninni nema að litlu
leyti miðað við hinar hröðu tækni-
breytingar og lausnir sem hafa orðið
til. Nútímaheimilið er svo miklu
meira en bara þak yfir höfuðið. Það
þarf að uppfylla kröfur um öryggi og
tæknilausnir. Mikil áhersla verður
lögð á að nýta hvern fermetra til
hins ýtrasta og með ýmsum snjöll-
um tæknilausnum má hámarka þá
nýtinguna en um leið tryggja að öll
nútímaþægindi séu til staðar,“ segir
Halldór. benediktboas@365.is
Hönnun hverfisins í
höndum almennings
Ný 620 íbúða byggð mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar í Kópavogi.
Almenningi gefst tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins og
íbúðanna með beinum hætti. Meðal annars fyrir tilstuðlan gagnvirks vefsvæðis.
Í samstarfi við Klasa hefur Reginn Fasteignafélag, eigandi Smáralindar, unnið mikla
vinnu við uppbyggingu og þróun í og kringum verslunarmiðstöðina. Mynd/KlaSi
Við viljum fá fólk til
að móta verkefnið
með okkur og segja hvað því
finnst skipta mestu máli.
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa
1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
1
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
7
-4
3
7
8
1
C
3
7
-4
2
3
C
1
C
3
7
-4
1
0
0
1
C
3
7
-3
F
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
1
2
s
_
1
0
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K