Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2017, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 11.02.2017, Qupperneq 24
Margrét Elísa ­bet Yuka Take­fusa er þrjátíu og þriggja ára gömul. Hún býr á Selfossi í snot­ urri íbúð með meðleigjanda sínum og tveimur kisum. Hún og með­ leigjandi hennar fá aðstoð tvisvar í viku við þrif og önnur heimilisstörf. Margrét Elísabet er alltaf kölluð Beta. Hún vinnur við þrif á hóteli í bænum og hana dreymir um að starfa sem leiðbeinandi á leikskóla einn daginn. Beta bjó í sex ár á Sólheimum í Grímsnesi, frá árinu 2009 til ársins 2015, og er umhugað um að segja frá reynslu sinni af búsetu þar. Hún hafi um langa hríð búið þar tilneydd og við skert frelsi. „Ég brotnaði niður á næstum hverjum einasta degi,“ segir Beta sem greindi frá reynslu sinni í viðtölum við starfsmann hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, í desember síðastliðnum. Beta vill stíga fram undir nafni og skýra þær aðstæður sem hún bjó við á Sól­ heimum til að vekja athygli á rétt­ indum og hagsmunabaráttu fólks með fötlun. Félagið Átak var stofnað af fólki með þroskahömlun árið 1993. Hlutverk þess er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna, tryggja lífsgæði og réttindi fólks með þroskahömlun og að vinna gegn fordómum. Lögð er áhersla á að fólk með þroska­ hömlun tali sjálft fyrir hagsmunum og réttindum sínum. Félagið hefur að undanförnu skoðað reynslu fólks á Sólheimum með tilliti til lífsgæða þess og réttinda. Beta greinir frá því að hún hafi flutt á Sólheima í kjölfar krepp­ unnar. Það hafi ekki verið neitt annað í boði fyrir hana. Áður bjó hún í miðbænum með móður sinni og vildi ekki flytja á Sólheima. Aðal­ lega vegna þess hvað Sólheimar eru einangraður staður. Langt í burtu frá öllu sem hún þekkti. „Þau ár sem ég bjó á Sólheimum fannst mér eins og ég væri bara í búri. Ég gat ekki farið neitt, ég gat ekki gert neitt og eins með frelsið. Ég hafði ekkert frelsi,“ segir hún. Betu fannst yndislega fallegt á Sólheimum og hún naut náttúru­ fegurðarinnar. Það er framkoma starfsfólks og skipulag sem hún gagnrýnir. Spurð um það hvernig henni hafi fundist að búa á Sól­ heimum og hvernig henni hafi liðið þar segir hún: „Starfsskipulagið er frekar lélegt að mínu mati. Mér finnst ekki vera tekið mikið tillit til íbúa. Það er mjög lítið hlustað á þá, ekki tekið mark á þeim. Það er mikið af starfsfólki sem segir manni: „Þú átt að gera hitt og ekki þetta.“ Þú færð ekki frelsi, þú ræður engu,“ segir Beta og segir þó það eina sem hún gat einhverju ráðið um hafa verið heimsóknir til vina sem búa á svæðinu. „En ef þú vilt fara út af svæðinu þarftu að láta vita sem ég skil en samt finnst mér það rosalega leiðinlegt. Að karlmaður eða kven­ maður á fimmtugsaldri þurfi að láta vita hvert þau eru að fara. Ég brotn­ aði niður næstum því á hverjum ein­ asta degi af því ég gat ekki höndlað þetta, ég bað til guðs svo mikið um að komast þaðan. Svo loksins fékk ég þetta pláss sem ég er í núna,“ segir Beta um íbúðina sem hún býr í. Vildi ekki vera á Sólheimum Hún sótti um íbúðina á Selfossi en þurfti að bíða lengi eftir að komast að. Hún þurfti aðstoð réttindagæslu­ manns við að sækja um búsetu­ úrræðið til að komast burt af Sól­ heimum. „Ég sótti bara um en þurfti að bíða. Starfsfólkið á Sólheimum var ekki mikið fyrir það að hjálpa. Allt sem er fyrir utan Sólheima vill það ekki hjálpa með. Þannig að ég þurfti að fá aðstoð frá réttindagæsl­ unni. Ég þurfti að leita mér aðstoðar annars staðar frá til að komast af Sól­ heimum.“ Beta segist oft hafa tjáð starfsfólki Sólheima að hún vildi ekki búa þar. Svörin hafi verið á þá leið að hún væri þarna og það væri ekkert hægt að gera í því. „Ég gat ekkert gert. En samt fannst mér að ég hefði átt að fá meiri samúð og hjálp við að finna eitthvað annað.“ Beta bjó ein í íbúð. Það kom starfsfólk til hennar sem hjálpaði henni að taka til og þrífa. „Að mínu mati kom starfsfólkið inn á heimilið mitt og byrjaði að stjórna mér. Mér finnst allt í lagi að láta minna mig á. En mér fannst fólkið vera með nefið ofan í öllu, eins og einkalífinu.“ Þurfti að taka þátt Beta segist hafa orðið vitni að því að starfsfólk Sólheima hafi beðið íbúa um að tala jákvætt um Sólheima. Hún segir það hafa beðið íbúa kurt­ eislega um þetta. „Mér finnst það ekki sanngjarnt. Þú átt að segja hvað þér finnst, segja þinn hug. Mér finnst það ákveðin spilling að gera þetta,“ segir Beta. Hún segist vita um íbúa sem vilji ekki búa á Sólheimum. Aðrir hafi alist upp þarna og þekki ekki annað. Hún var ekki sátt við dagsskipulagið og einhæf störf í boði. „Ég þurfti að mæta í hring og syngja morgunsöng, sem ég fattaði ekki og meikar engan sens. Hringurinn var gerður til að koma skilaboðum til okkar. Hvað væri næst á döfinni og svoleiðis en ég skildi ekki af hverju fólk þurfti að mæta saman í hring og syngja saman. En málið er að þetta hefur verið hefð. Ég var ekki að fíla þetta,“ segir Beta. Einhæf vinna á lágum launum „Á hverjum einasta degi var ég umkringd fólki sem hafði líkamlega og andlega fötlun. Þetta er yndislegt fólk, ekki misskilja mig. En mér leið eins og ég væri innilokuð því það var enginn á svipuðu róli og ég. Ég skil ekki af hverju í ósköpunum ég var send þangað. Vinnan á Sólheimum var mis­ munandi. Kertagerð, smíðastofa, listastofa, saumastofa og svo mis­ munandi hvað þú gerir eftir dögum. Ef ég var skráð á lista fyrir sauma­ stofu fór ég þangað og þar beið mín alltaf það sama. Ég gat ekki mót­ mælt því. Það sem mig langaði að gera var að vinna með fötluðu fólki. En ég sé mig ekki í þeim flokki, að vera á verndaðri vinnustofu. Ég hef meiri áhuga á því að verða fóstra og hjálpa. Svo fá allir laun fyrir vinnuna en þau eru mjög lág því allir eru líka á bótum.“ Ósátt við bensínkostnað Þegar Beta var í fríi notaði hún tímann til að heimsækja vin sinn sem bjó líka á Sólheimum. Hann flutti þangað árið 2014 og þá kynnt­ ist hún fyrst einhverjum sem var á svipuðu róli og hún sjálf. Þau náðu vel saman, gátu treyst hvort öðru og talað saman. Annars gat hún ekki farið af Sólheimum því hún var ekki með afnot af bíl. „Ef við ætluðum að nota Sól­ heimabílinn þurfti það að vera hópur. Þú máttir ekki fá bílinn fyrir bara eina manneskju. Ef þú vilt fara í bíó eða eitthvað þarftu að fara í hóp og þú þarft að borga bensín. En þó svo að þú sért ekki að nota bílinn er samt tekinn af þér peningur ef bíllinn er keyrður. Þá þurfa allir að borga bensín sem ég var mjög ósátt við,“ segir Beta um fyrirkomulagið. Eins og við séum börn Henni fundust samskipti við starfs­ fólk oft óþægileg. „Starfsfólkið talaði við mig eins og ég væri lítið barn, sem mér fannst mjög óþægilegt og mikil óvirðing því ég er fullorðin manneskja. En samt var talað við mig eins og lítið „baby“. Það sem pirraði mig mjög mikið var að ég hef orðið vitni að því að starfsfólk talaði við mann í hjólastól sem er 50 ára eins og hann væri 6 ára. Ég veit að þó svo að hann sé með fötlun og geti ekki talað á hann samt þá virðingu skilið að talað sé við hann eins og fullorðna manneskju. Viðhorfin á Sólheimum eru eins og við séum börn og ekki bara á Sólheimum, heldur viðgengst það í heiminum að koma fram við fatlað fólk eins og börn og því þarf að breyta. Það þarf að koma fram við fullorðið fatlað fólk af virðingu.“ Ef Beta nefndi það við starfsfólkið að hún vildi ekki láta tala við sig eins og barn fannst henni eins og það væri ekki hlustað á hana. „Inn um annað eyrað og út um hitt. En það var líka starfsfólk sem ég átti í góðum samskiptum við. En því miður ekki mikið af því.“ Refsað fyrir að taka ekki til Hún segir margar reglur gilda um ýmislegt á Sólheimum. „Það var mikið af reglum. Til dæmis í búðinni var þannig kerfi að þú máttir skrifa allan mat á reikning en þú máttir alls ekki skrifa á þig nammi. Það sem ég tók eftir var að starfsfólkið mátti skrifa á sig nammi en ekki við sem bjuggum þar. Mér fannst það Niðurbrotin á Sólheimum Margrét Elísabet Yuka Takefusa þurfti aðstoð réttindagæslumanns fatlaðra við að komast frá Sólheimum í Grímsnesi. Hún segist hafa búið við skert frelsi og vill breytta framkomu við fólk með fötlun. Betu fannst fallegt á Sólheimum. Það er framkoma starfsfólks og skipulag sem hún gagnrýnir. FRéttaBlaðið/EyÞÓR Viðhorfin á SólhEiMuM Eru EinS og Við SéuM börn og Ekki bara á SólhEiMuM, hEldur Við- gEngST það í hEiMinuM. ↣ Ef ég Var Skráð á liSTa fYrir SauMaSTofu fór ég þangað og þar bEið Mín allTaf það SaMa. ég gaT Ekki MóTMælT þVí. 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r24 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -5 2 4 8 1 C 3 7 -5 1 0 C 1 C 3 7 -4 F D 0 1 C 3 7 -4 E 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.