Fréttablaðið - 11.02.2017, Page 26

Fréttablaðið - 11.02.2017, Page 26
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin skuli gera allar við- eigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk geti nýtt sér rétt sinn til tjáningar- og skoðana- frelsis, þ.m.t. frelsi til að leita eftir, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum, til jafns við aðra, með hjálp hvers kyns samskiptamiðla að eigin vali. Markmiðið með samningi þessum er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir meðfæddri göfgi þess. Ný skýrsla um Kópavogshæli er sorgleg lesning og fyrir fólk með þroskahömlun er það skelfing ein að vita að um 30 árum of seint erum við fyrst að vakna upp við þennan vonda veruleika. Í skýrslunni má sjá lífssögur fatlaðs fólks sem bjó á Kópavogs- hæli og harmar stjórn Átaks þessar sögur sem nú líta dagsins ljós. Stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ætlar nú í framhaldi af þessari umræðu að birta viðtöl við fólk með þroskahömlun sem segir reynslusögur sínar. Harpa Björnsdóttir, starfsmaður hjá Átaki, hefur séð um að taka við- tölin og halda utan um verkefnið. Viðtölin eru unnin í samstarfi við viðmælendur og blaðamann Frétta- blaðsins. Okkar hlutverk sem félags fólks með þroskahömlun er að birta Yfirlýsing frá Átaki Skert lífsgæði þroskahamlaðra mikil óvirðing og mismunun. Það var borin meira virðing fyrir starfs- fólkinu en okkur.“ Hún segir starfsfólk hafa brugðist við með skömmum ef ekki var farið eftir reglum. Þá hafi henni verið refsað. „Maður fékk skammir. Svo ef það var verið að fara í leikhús eða einhverjar ferðir, en ef þú gerðir eitt- hvað af þér, eins og ef þú varst ekki búinn að taka til í herberginu þínu eða íbúðinni þinni, þá var refsað þannig að þú máttir ekki fara með í leikhúsferðina.“ Brotnaði niður Beta segir ár sín á Sólheimum hafa einkennst af vanlíðan og ótta um framtíðina. „Mér leið ekki vel þar. Ég brotnaði niður út af framkomu starfsfólksins við mig. Ég hugsaði að ég ætti aldrei eftir að fara þaðan, þess vegna brotnaði ég niður. Ég veit að sumt fólk er þarna næstum því allt sitt líf og ég vonaði að það kæmi ekki fyrir mig og var eigin- lega hrædd. Mér fannst starfsfólkið ekki reyna að hugga mig. Ég var ein. Ef mér leið illa gat ég ekki leitað til neins.“ Frjáls ferða sinna Líðanin er betri eftir að hún flutti frá Sólheimum. Hún er ánægð á Sel- fossi. „Ég er frjáls ferða minna. Ég get farið í bíó og út að borða og í bæinn hvenær sem ég vil. Ég bý sjálfstætt með meðleigjanda mínum og kött- unum okkar. Við fáum aðstoð við þrif. Mér líður betur hér. Kosturinn við að búa hér er að ég get farið hvert sem ég vil. Það eina sem ég þarf að gera er að fara út á stoppi- stöð. Ég er mjög fegin því.“ Beta segist hafa heyrt margt gott og fallegt um Sólheima áður en hún flutti þangað sjálf. „Það sem situr í mér er hvernig er komið fram við íbúana á Sólheimum, ég vil að því verði breytt. Það er ljótt að segja það en ég vil helst að Sólheimum verði lokað, hætt að nota þá fyrir heimili. Það yrði frekar bara safn en heimili fyrir fólk. Það er mitt mat.“ ↣ Beta er fegin meira frelsi. „Ég get farið í bíó og út að borða og í bæinn hvenær sem ég vil.“ FrÉttaBlaðið/Eyþór Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður á Suðurlandi, aðstoðaði Betu við að finna nýtt búsetuúrræði árið 2015 og komast burtu frá Sólheimum. Á svipuðum tíma fór hún á fund réttindavaktar velferðarráðuneytisins og greindi þá frá ámælisverðum þáttum sem snertu réttindi og lífsgæði íbúa á Sólheimum í Grímsnesi. Þriðjungur einstaklingsmála sem til hennar bárust var frá íbúum Sólheima. Þeirra á meðal málefni Betu. Sigrún Jensey gerði athugasemdir við að allur póstur til íbúa færi fyrst á skrifstofu framkvæmda- stjóra þar sem hann væri opnaður og tekin ákvörðun um hvort hann færi til þess sem stílað var á. Raf- ræn vöktun væri í einkarými án heimildar. Sigrún benti einnig á að allir íbúar þyrftu að borga í mötu- neyti staðarins hvort sem þeir nýttu það eða ekki. Þjónustan væri undirmönnuð, fagmenntun afar takmörkuð og þá gerði hún athuga- semdir við aðbúnað og aðgengi á staðnum. Akstursþjónusta væri lítil sem engin og íbúar kæmust illa í lág- verðsverslanir og reiddu sig á að kaupa nauðsynjavörur í verslun sem rekin er af Sólheimum. Þá mat Sigrún það svo að vinnulaun greidd íbúum væru alltof lág og mynd- listarmenn fengju ekki greitt fyrir verk sín. Söluandvirði verka þeirra rynni til Sólheima. Á síðasta ári fór réttindavaktin þess á leit við velferðarráðuneytið að það tæki málið til meðferðar. „Svör hafa enn ekki borist frá vel- ferðarþjónustunni,“ segir Sigrún Jensey. Beta segir frá því að hún hafi ekki viljað búa á Sólheimum. Hún hafi oft látið vita af því, hafi óttast um framtíð sína, hvernig var þín aðkoma að málinu? „Ég aðstoðaði Elísabetu við að komast frá Sólheimum sem réttindagæslumaður,“ segir Sigrún Jensey. „Nú er það þannig að í Grímsnes- og Grafningshreppi stóð henni ekkert annað húsnæði til boða og það að flytja á milli sveitar- félaga fyrir fólk sem hefur einungis örorkubætur til að framfleyta sér er nánast ógerlegt. Þar sem ég þekki til skilyrða sveitarfélögin til dæmis umsóknir um félagslegt húsnæði þannig að einstaklingur þarf að hafa átt lögheimili í sveitarfélaginu frá einu ári upp í þrjú ár til að geta sótt um. Leiguverð er það hátt á almennum markaði að það er ógerlegt fyrir fólk á örorkubótum að leigja. Þetta þýðir í raun að ef þú flytur í stuðningsúrræði úti í sveit og flytur lögheimili þitt ertu fastur þar, sem er ömurlegur veruleiki þeirra sem í því lenda. Það að ekki hafi verið hlustað á hana í þessu mikilvæga máli lýsir tillitsleysi í hennar garð. Af því tilefni vil ég benda á að í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um „að lifa sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu“ segir að ríkið skuli tryggja fötluðu fólki tæki- færi til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir.“ Hvað finnst þér alvarlegast þegar kemur að lífsgæðum og réttindum fólks með fötlun? „Það er þegar eftirfarandi meginreglur í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur fullgilt, hafa verið brotnar: Virðing fyrir meðfæddri göfgi, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir, og sjálf- stæði þeirra og að sérhver fatlaður einstaklingur á rétt á því, til jafns við aðra, að líkamleg og andleg friðhelgi hans sé virt.“ Beta segir frá því að henni hafi stundum verið refsað þegar hún tók ekki til. Er svona framkoma í garð skjólstæðinga algeng? „Svona framkoma var því miður þekkt hér áður fyrr en í lögum réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88 /2011 kemur skýrt fram að beiting nauðungar er bönnuð og er hún jafnframt vel skil- greind: Nauðung samkvæmt lögum þessum er athöfn sem skerðir sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og fer fram gegn vilja hans eða þrengir svo að sjálfsákvörðunarrétti hans að telja verði það nauðung þótt hann hreyfi ekki mótmælum.“ Sigrún telur að með setningu laganna hafi dregið úr þessari fram- komu við fólk með fötlun. „Ég tel að það hafi orðið vitundarvakning við setningu þessara laga og stór- lega dregið úr henni. En því miður er hætta á þessari framkomu þar sem fagfólk er ekki til staðar,“ segir hún. Aðstoðaði Betu að kom- ast í burtu Svo ef það var verið að fara í leikhúS eða einhverjar ferðir, en ef þú gerðir eitthvað af þér, einS og ef þú varSt ekki búinn að taka til í herberginu þínu eða íbúðinni þinni þÁ var refSað þannig að þú mÁttir ekki fara með í leikhúSferðina. Snyrtistofan Hafblik OKKAR SÉRSVIÐ ER Háræðaslitsmeðferðir HENDUR – ANDLIT – HÁLS – BRINGA Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098 Sigrún Jensey Sigurðardóttir segir nánast ógerlegt að sækja um félagslegt húsnæði milli sveitarfélaga. visir.is Hlusta má á viðtalið á Vísi. ↣ 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r26 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -4 D 5 8 1 C 3 7 -4 C 1 C 1 C 3 7 -4 A E 0 1 C 3 7 -4 9 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.