Fréttablaðið - 11.02.2017, Page 32

Fréttablaðið - 11.02.2017, Page 32
Grafkyrr á umferðarljósum. Klukkan sló tvö, fréttir sagði þulurinn. Engin fundur hefur verið boðaður í sjómannadeilunni, og ekkert verið fundað síðan á þriðjudag í síðustu viku. Í vikunni komu 65 þúsund Rohingya-flótta- menn frá Myanmar (Búrma) til Bangladess. Páskaegg hafa lækkað um fimm prósent í verði frá því í fyrra. Ég slökkti. Leit á samferðafélagann og sagði ekki á þessu augnabliki í lok janúar: „Páskarnir eru ekki fyrr en í lok apríl.“ Heldur: „Sextíu og fimm þús- und!“ Fjórum dögum seinna var ég kominn til Cox’s Bazar, 250 þúsund manna smáþorps við landamæri Búrma, Bangladessmegin. Annar maðurinn sem ég hitti í flóttamannabúðunum kom daginn áður með tvö ung börn systur sinnar. Þau heppin, að vera komin í skjól. Foreldrarnir brenndir lifandi viku fyrr, þegar búddatrúelskir samlandar þeirra kveiktu í heimilinu og mein- uðu foreldrunum útgöngu. Börnin voru sem betur fer ekki heima, heldur í heimsókn hjá móðurbróð- urnum. Fyrsti flóttamaðurinn sem ég hitti var kona á óræðum aldri, 35 ára eða rúmlega fimmtug, ekki viss. Ég spurði ekki. Hún var búin að missa allt sitt. Jafnvel lífsviljann. Þennan dag á Kringlumýrarbraut- inni, fimm dögum fyrr, fletti ég upp Rohingya-flóttamannavandamálinu. Vandamál? Já. Stórt? Já, risastórt. Sameinuðu þjóðirnar telja þetta langversta flóttamannavandamál í heiminum í dag. Mun verra en í Sýr- landi. Þarna er verið að fremja þjóð- armorð á þessari 1,5 milljóna manna múslimsku þjóð sem býr í nyrstu strandhéruðum Búrma. Búddatrúar- ríki sem stjórnað er af friðarverð- launahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi. Í dag eru á fjórða hundrað þúsund Rohingya-flóttamenn í Bangladess. Þá viku sem ég dvaldi þarna bætt- ust við 25 þúsund flóttamenn, hið minnsta. Og ekki velkomnir, þrátt fyrir að vera trúbræður. Nei, Bangla- dessar hafa nóg með sitt, örbirgt land, litlu stærra en Ísland, með rúmlega 160 milljónir íbúa. Ef Ísland væri jafn þéttbýlt og Bangladess þá byggju hér aðeins 125 milljónir. Degi eftir heimkomuna birti NY Times frétt um Rohingya-fólkið. Loksins, loksins, er heimspressan að taka við sér, hugsaði ég. En fréttin fjallaði um það að þingið í Dakka, höfuðborg Bangladess, var búið að finna óbyggða eyju úti í miðjum Bengal flóa, þangað sem nú á að senda Rohingya-flóttamenn- ina. Losna við þá í eitt skipti fyrir öll. Svo heppilega vill nefnilega til, fyrir Bangladess, eða heimsbyggðina, að þessi óbyggða eyja er óbyggð vegna þess að hún er á bólakafi hálft árið, allt monsúntímabilið. Þrjú hundruð þúsund þjást Frá þorpinu Gundum eru aðeins 500 metrar til Búrma. Þarna hafa 12 þúsund flóttamenn komið sér upp heimili á aðeins örfáum dögum. Það fyrsta sem tryggt er frá hendi Flóttamannahjálpar SÞ er að koma upp brunni með hreinu vatni. Fyrsti dagurinn í nýju landi. Þessir drengir komu með bátskæni frá Búrma um nótt­ ina. Þeir lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 kílómetrum sunnan við Cox’s Bazar. Annar dagurinn í fyrirheitna landinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukh­ ali við Bangladess. Maki hennar er látinn. Þvottur þveginn og náð í vatn fyrir matinn, sunnan við Gundum. Ótrúlegur fjöldi barna er í flóttamannabúðunum við Gundum. Í Kutupalong eru fjölmennustu flótta­ mannabúðirnar á svæðinu. Þessi karl, flóttamaður til tveggja ára, vinnur við að dreifa hrísgrjónum. Þessi Rohingya­piltur fékk sér mið­ degislúr, í 30 stiga hita, í Cox’s Bazar. Páll Stefánsson ljósmyndari skrifar um Rohingya- flóttamenn sem hann myndaði í Bangladess. Ferðin til Bangla- dess er lokahnykkur Fyrir ljósmyndaBókina landlaus sem kemur út nú með vorinu. 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r32 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -1 2 1 8 1 C 3 7 -1 0 D C 1 C 3 7 -0 F A 0 1 C 3 7 -0 E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.