Fréttablaðið - 11.02.2017, Síða 34

Fréttablaðið - 11.02.2017, Síða 34
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sis@365.is, s. 512 5372 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Þeir sem taka daginn snemma geta litið inn á Borgarbókasafnið í Sólheimum því klukkan 10 í dag, laugardag, hefst morgunsögu- stund í notalegu umhverfi. Lesin verða ævintýri og sögur sem ættu að höfða til krakka á öllum aldri og á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði. Krakkar eru hvattir til að mæta á náttfötunum og foreldr- ar líka, ef þeir þora. „Þetta hefur verið mjög vinsælt og alltaf gaman að sjá sem flesta,“ segir Sigrún Jóna Kristjánsdótt- ir deildarbókavörður. „Hingað koma börn allt niður í tveggja ára að hlusta á sögur og upp í níu til tíu ára. Dagsdaglega koma krakk- ar sem eru miklir lestrarhestar en það væri líka gaman að fá þá krakka sem lesa ekki mikið og fá tækifæri til að auka áhuga þeirra á bókum. Undanfarin ár hefur það færst í aukana að fjölskyldur komi saman hingað og dvelji dágóða stund, ekki endilega til að lesa heldur fletta bókum og blöðum, tefla og spila alls konar spil.“ Sig- rún segir það hafa jákvæð áhrif á lestur barna að verðlauna góðar bækur en í vikunni hlaut Hildur Knútsdóttir Íslensku bókmennta- verðlaunin í flokki barna- og ungl- ingabóka fyrir bók sína Vetrar- hörkur. „Ég hef lesið bókina og líkaði hún vel. Það kemur kannski á óvart en nokkuð er um að full- orðnir lesi ævintýrabækur á borð við hana og bendi svo börnunum sínum á þær.“ náttföt og bók morgunsögustund á borgarbókasafninu í sólheimum. Tónlistarhátíðin Sónar hefst í næstu viku í Hörpu í Reykjavík og stendur yfir í þrjá daga. Hátíð- in er fyrir löngu búin að festa sig í sessi sem einn helsti tónlistarvið- burður landsins og í ár kemur fram að venju fjöldi þekktra erlendra og innlendra tónlistarmanna. Einn þeirra sem á vafalaust eftir að trylla lýðinn er plötusnúðurinn Terrordisco sem kom fram síðast á hátíðinni árið 2013 með svo eftir- minnilegum hætti að enn er talað um. Maðurinn á bak við nafnið Terror disco er Sveinbjörn Pálsson en hann hefur starfað sem plötu- snúður undir þessu nafni í fimm- tán ár, þar af komið fram einn í tólf ár eftir að upprunalegur samverka- maður hans, Köddi Hristbjörns, hvarf í miðju setti og ekkert hefur heyrst frá síðan. „Undir merkjum Terrordisco hef ég gefið út slatta af „editum“ og remixum auk þess sem endurvinnslur á íslenskum lögum voru sérstakt einkennismerki mitt. Það var í raun eitthvað sem ég gerði sem plötusnúður, tók lög sem pössuðu ekki við þá tónlist sem ég spila yfirleitt, og átti við hana þar til að hún passaði.“ róandi áhriF Í upphafi vetrar kom svo frumraun hans út, stuttskífan Fyrst, sem hefur fengið prýðilega dóma. Að- draganda hennar má rekja til mik- ils áfalls sem reið yfir fjölskyldu hans en í kjölfar þess eyddi Svein- björn miklum tíma einn. „Ég tók eftir því að það hafði róandi áhrif á mig að semja teknótónlist. Þessi hljóðheimur var svo ólíkur því sem ég hafði fengist við og lög plötunn- ar eru sennilega það minnst til- gerðarlega sem ég hef fengist við um ævina. Tónlistin hjálpaði mér að miklu leyti því ég hrökk upp úr þeim hjólförum sem ég var búinn að vera fastur í lengi. Ég ákvað þá hvað ég vildi vera þekktur fyrir og hvað af þessu fjölbreytta dóti sem ég hafði samið ætti að vera „sánd- ið“ mitt“. Sveinbjörn hefur einnig komið að fjölmörgum samstarfs- verkefnum gegnum árin og var m.a. meðlimur FM Belfast fyrstu 2-3 árin. Að öðru leyti hefur hann að mestu einbeitt sér að eigin tón- listarsköpun undanfarin fimm ár. besta dansgólFið Sem fyrr segir þótti frammistaða hans á Sónar árið 2013 mjög eftir- minnileg og segir Sveinbjörn hana án efa vera hápunkt ferilsins hing- að til. „Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi nokkrum árum fyrr að verða óvart poppstjarna með FM Belfast, þó að ég spilaði ekki á hljóðfæri og ég hósta ef ég syng hátt. Þótt ég hafi fengið að upplifa nokkra magnaða hluti með Belfast var Sónar 2013 toppurinn. Ég átti mjög þétt sett, vel æft og útpælt, en aðalatriðið er samt að þetta kvöld fékk ég besta dansgólf sem ég hef fengið. Þar var æstasti og spennt- asti múgur sem hefur mætt til mín. Þau klæddu sig öll úr að ofan undir rest, konur og karlar.“ Terrordisco kemur fram á fimmtudagskvöldinu í bílakjallara Hörpu sem breytt verður í næt- urklúbb undir merkjum Sonar- Lab. „Ég býð upp á aðeins breiðari þversnið af því sem ég hef verið að fást við en er á þessari fyrstu plötu minni. Hún er öll frekar djúp, þannig að ég á eflaust eftir að blanda einhverju hressara með. En ég verð mest með eigin efni og einhverja lifandi endurvinnslu á staðnum.“ Hlusta má á stuttskífuna Fyrst og ýmis remix Terrordisco á Sound cloud og Spotify. róandi að semja teknótónlist Plötusnúðurinn terrordisco kemur fram á tónlistarhátíðinni Sónar sem hefst í Hörpu í næstu viku en hann átti eftirminnilega innkomu þar árið 2013. Fyrsta stuttskífa hans kom út í upphafi vetrar og fékk prýðilega dóma. starri freyr jónsson starri@365.is „Þar var æstasti og spenntasti múgur sem hefur mætt til mín. Þau klæddu sig öll úr að ofan undir rest, konur og karlar,“ segir plötusnúðurinn terrordisco um frammistöðu sína á sónar 2013. mynd/art biCniCK Vörunúmer: 00501-0162 Í Danmörk kr 13.046* Í Svíþjóð kr 11.515* *skv.verðskrá levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 9.02.17 501 ORIGINAL KR. 11.990 Leví s Kringlunni – Leví s Smáralind – Leví s Glerártorgi 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r2 f ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X Xf ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -5 C 2 8 1 C 3 7 -5 A E C 1 C 3 7 -5 9 B 0 1 C 3 7 -5 8 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.