Fréttablaðið - 11.02.2017, Síða 82

Fréttablaðið - 11.02.2017, Síða 82
Eftilvill er hinn hvíti maður, einsog hann mótast og þjálfast undir áhrifum hins ríkjandi þjóðskipulags á Vesturlöndum, hin ömurlegasta mann- tegund sem sögur fara af á Jarðríki.“ – Þannig lýsti Halldór Laxness auð- valdssamfélaginu árið 1929 í grein um „vestheimska alheimsku“. Þar jós skáldið úr skálum reiði sinnar yfir neysluhyggju bandarísks sam- félags sem snerist um auglýsinga- skrum og lágkúru en æðri listir og dýpri hugsun væru gerð útlæg. En í svartnættinu vestan hafs var þó ljósan blett að finna: einn afburða- mann sem ekki léti bugast gagnvart skrílmenningunni. „Sterkustu máttarviði verslunar- valdsins hefur hann hrist, svo hrikt hefur í allri Amriku og jarðskjálfti farið í gegnum alt þjóðfélagið. Með skarpskyggni sinni, ótæmandi þekkingu, síbrennandi hugsjóna- eldi, og ritleikni, hefur hann feingið því áorkað, að augu miljóna í þessu landi hafa opnast fyrir sannindun- um um böl það sem fjendur þessar- ar þjóðar, auðvaldsdrottnararnir og fótaþurkur þeirra, hafa eytt dollara- biljónum í að telja amrísku fólki trú um að væri upphefð hennar. Hann hefur lagt í rústir fyrir auðvaldinu nokkura biljóna virði af heimsku.“ Maðurinn sem Halldór Lax- ness mærði svo mjög í grein sinni, var Upton Sinclair – vinur hans og starfsbróðir. Aðdáunin í garð hins bandaríska baráttumanns var fölskvalaus og Halldór nær að koma því skýrt að í frásögninni að þeir Sinclair þekkist, með því að rifja upp frekar léttvægar samræður þeirra á gönguför í Kaliforníu ein- hverjum misserum fyrr. Raunar var ekki að undra þótt skáldið frá Laxnesi liti upp til þessa félaga síns. Upton Sinclair var aldar- fjórðungi eldri og heimskunnur rithöfundur, þótt frægð hans hafi verulega dofnað í seinni tíð. Það var skáldsagan The Jungle frá árinu 1906 sem gerði Sinclair að stjörnu á einni nóttu. Bókin hefur illu heilli aldrei komið út á íslensku í fullri lengd, en styttri útgáfa í hraðsoð- inni þýðingu var gefin út á Stokks- eyri árið 1913 og nefndist þá Á refil- stigum. Í tímamótaverki sínu, Bréfi til Láru, varði Þórbergur Þórðarson drjúgu rými í að ræða um hina áhrifaríku bók Sinclairs. Önnur lykilbók frá fyrri helmingi tuttug- ustu aldar verður að teljast undir sterkum áhrifum frá verkinu, þótt það sé ekki sagt með berum orðum. Það er Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Frelsisdraumar fátæklingsins Sjálfstætt fólk er vitaskuld einhver ástsælasta íslenska skáldsagan, frábært og djúpt bókmenntaverk. Söguþráðurinn er þó frekar ein- faldur: Guðbjartur Jónsson, Bjartur í Sumarhúsum, er stoltur smá- bóndi sem stritar mestalla ævina í þeirri þrjósku trú að hann geti orðið sjálfstæður maður og átt sína eigin jörð. Í þeirri styrjöld fórnar hann óafvitandi öllu því sem honum er kærast. Undir lok bókarinnar matar höfundurinn lesandann á boðskapnum, nánast með skeið, þar sem Bjartur er staddur í hópi verk- fallsmanna í litlu þorpi sem færa Sjálfstæðir menn Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um tvær skáldsögur sem tengjast. honum stolið kaffi og brauð, lögreglan er væntanleg og bardagi í uppsigl- ingu. Þá loks skilur gamli þverhausinn hvernig í öllu liggur og skilur son sinn eftir hjá verka- mönnunum að berjast. Snilldin í Sjálfstæðu fólki felst ekki í fléttunni heldur stílbrögðum, persónusköpun og hliðarsögum. Ekki þarf hins vegar að blaða lengi í Frumskógi Sinclairs til að rekast á talsverð líkindi. Söguhetja Frumskógarins er Jurg- is Rudkus, innflytjandi frá Litháen, sem tekur sig upp með fjölskyldu sína og flytur til Evrópu. Á meðan Bjartur lét sig dreyma um frelsi í kotbýli á íslenskum heiðum, er fyrirheitna land Jurgis Chicago-borg þar sem smjör drypi af hverju strái. Þegar við komuna ræðst Jurgis til starfa í hinum gríðarstóra kjötiðnaði borgarinnar. Litháinn ungi er naut- sterkur og hamhleypa til vinnu. Hann trúir því ekki öðru en að honum veitist létt að framfleyta sér, ungu eiginkonunni og öldruðum ættingjum með atorku sinni. Ung- mennin í hópnum muni svo geta gengið í skóla og menntað sig. Þegar á hólminn er komið reynist lífsbaráttan harðari. Allir neyðast til að vinna erfiðisvinnu, ungir jafnt sem gamlir. Hvert áfallið á fætur öðru dynur á fjölskyldunni og skilja eftir sár á líkama og sál, en alltaf er viðkvæði Jurgis á sömu leið: „Ég legg þá bara harðar að mér.“ Fjölskyldumeðlimir deyja vegna matareitrunar, missa geðheilsuna vegna vinnuhörku og slæms aðbún- aðar og frumburður Jurgis drukknar í forinni á milli húskofanna sem verkafólkið býr í. Fjölskyldan glatar aleigunni vegna svika fast- eignafélags. Eiginkonan kornunga neyðist til að ráða sig í vinnu hjá manni sem nauðgar henni og mis- notar kynferðislega. Jurgis gengur í s k r o k k á níðingnum en uppsker fangelsisvist sem endanlega sópar fótunum undan fjölskyldunni. Rétt þegar hann sleppur aftur út deyr eiginkonan af barnsförum, en engir peningar höfðu verið til þess að kalla út lækni. Veröld Jurgis er endanlega hrun- in. Allir ástvinirnir eru látnir eða horfnir og draumurinn um frelsið í Ameríku er orðinn að martröð. Fyrstu viðbrögð hans einkennast af algjöru skeytingar- leysi. Hann hallar sér að flöskunni, flakkar milli starfa og gerist jafnvel kosningasmali fyrir ófyrirleitinn auðkýfing sem er í framboði fyrir Repúbl- ikana. Eftir heila bók af hryllingslýsingum á ömurlegu hlutskipti fátæks verkafólks, virðist Upton Sinclair hafa ákveðið að taka enga áhættu á að boðskapurinn færi fram hjá lesandanum. Undir lok sögunnar álpast Jurigs inn á fyrirlestur hjá sósí- alista nokkrum, sem ræður hann sem aðstoðarmann sinn. Sósíal istinn er mikill pólitísk- ur hugsuður og lýsir hugmyndum sínum um ranglæti auðvaldsskipu- lagsins og kosti jafnaðarstefnunnar í löngu máli. Að lokum rennur upp ljós fyrir Jurgis, sem loksins skilur að ameríski draumurinn var blekk- ing og áföll hans í lífinu voru í raun kapítalismanum að kenna. Miðað á hjartað… Hvort Halldór Laxness hafi bein- línis haft Jurgis Rudkus í huga þegar hann skapaði Guðbjart Jónsson skal ósagt látið, enda skiptir það í sjálfu sér engu máli þótt líkindin séu tals- verð. Sem bókmennta- verk stendur Sjálfstætt fólk langtum fram- ar Frumskógi Sinclairs, enda s í ð a r n e f n d a sagan á löngum köflum miklu frem- ur pólitískt áróðursrit en skáldsaga. Líkt og Halldór Laxness lýsti svo fjálglega, var markmið höfundarins að hrista upp í auðvaldskerfinu. Rit- höfundurinn og vinstrimaðurinn Jack London lýsti þeirri von sinni að sagan af Jurgis myndi valda sömu vitundarvakningu um kjör farand- vinnufólks í bandarískum iðnaði og Kofi Tómasar frænda hefði gert varðandi þrælahald áratugum fyrr. Þær vonir rættust ekki nema að takmörkuðu leyti. Frumskógurinn varð að sönnu metsölubók og á hvers manns vörum. Það voru þó ekki dapurleg örlög persónanna í bókinni sem mest áhrif höfðu á les- endur, heldur viðbjóðslegar lýsing- arnar á aðstæðum og vinnsluaðferð- um í kjötiðnaðinum. Sú mynd sem þar var dregin upp var ekki tilbún- ingur höfundarins, heldur byggði hún á vettvangsrannsóknum. Lesendur kúguðust yfir frásögn- um af dragúldnu kjöti sem notað var í kæfu- og pylsugerð, rottugangi, sóðaskap og útbreiddum vöru- svikum þar sem kjöt af skepnum af öllum aldri og tegundum var selt sem gæðavara. Stjórnvöld voru nauðbeygð að grípa í taumana. Theodore Roosevelt Bandaríkja- forseti skipaði ráðherrum sínum að rannsaka málið. Viðbrögð alríkisstjórnarinnar voru þau að setja löggjöf um með- ferð matvæla og koma upp eftirlits- stofnunum sem síðar urðu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna. Því má segja að bókin hafi getið af sér mestu breytingar í neytendavernd vestanhafs á tuttugustu öld, sem hlýtur að teljast dágott fyrir verk sem birtist fyrst sem framhaldssaga í líttþekktu sósíalistablaði. kúguðuSt yfir frá- Sögnum af dragúldnu kjöti Sem notað var í kæfu- og PylSugerð. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 visir.is Lengri útgáfu má finna á Vísi. 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r34 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 7 -1 7 0 8 1 C 3 7 -1 5 C C 1 C 3 7 -1 4 9 0 1 C 3 7 -1 3 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.