Fréttablaðið - 11.02.2017, Page 92

Fréttablaðið - 11.02.2017, Page 92
Listaverkið „Refur sem kann að labba eins og manneskja og er í fötum,“ segir höfundur þessarar myndar, Júlía Líf Terrazas, um hana. 1.Hvað geturðu látið aðra fá en samt haft sjálfur áfram? 2.Þú berð það, en ég nota það þegar ég vil. Hvað er það? 3.Hvað er hægt að finna í tómum vasa? 4.Veistu hverju þú getur haldið uppi án þess að snerta það nokkurn tímann? 5.Hvað gerir fólki kleift að horfa í gegnum veggi? 6.Fátækt fólk á það. Ríkt fólk skortir það. Ef þú borðar það deyrðu? Hvað er það? 7. Hvenær hafa fílar tólf fætur? 8.Ef ég á það deili ég því ekki. Ef ég deili því, á ég það ekki. Hvað er það? Gátur 1. Flensu. 2. Nafnið þitt. 3. Gat. 4 Samræðum. 5. Gluggi. 6. Ekkert. 7. Þegar þeir standa þrír saman. 8. Leyndarmál. Lausn Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann skrifaði leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævin- týrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“ Hvert þeirra hélst þú mest upp á? Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu. Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf. Langaði þig einhvern tíma að vera sögupersóna í ævintýri? Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur Pan, Hans klaufi (mér fannst hann svo fyndinn) og fleiri. Reyndir þú einhvern tíma að galdra? Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhvern tíma töframanna- sett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. Enda gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð. Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér sem barn? Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Alls konar ævintýri. Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draum- ur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er. Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? Við lesum saman alls konar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hug- myndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona til- rauna- dýr. Var alltaf að leika fyrir bangsana mína alls konar ævintýri Leikarinn Gói elskaði ævintýri og þjóðsögur þegar hann var barn og reyndi oft að galdra en gekk það illa. Þegar hann var að skrifa leik- ritið Fjarskaland prófaði hann brandarana á börnunum sínum. Gói segir að hann reyni að lesa sem mest fyrir börnin. FréTTabLaðið/sTeFán Bragi Halldórsson 236 „Þessi þraut er þannig að við eigum að reikna út táknið sem vantar,“ sagði Lísaloppa. „Reikna út?“ sagði Kata spyrjandi. „Það eru engir tölustafir til að reikna með, hvernig getum við þá reiknað þetta út?“ „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Táknin í hverri línu lesið frá vinstri til hægri fylgja ákveðnu lögmáli. En það vantar eitt táknið og hvert af táknunum A,B eða D passar í stað spurningamerkisins.“ Kata horfði tortryggin á dæmið nokkra stund. „Lögmáli! Mér litist nú betur á þrautina ef þetta væru bara tölustafir, en hver þremillinn, við hljótum að geta leyst þetta.“ Getur þú reiknað út hvaða tákn á að vera þar sem spurningamerkið er? Last Updated: April 4, 2007 Web page: Copyright © 2007 ThinkFun Inc. All Rights Reserved. Permission is granted for personal use only. This puzzle may not be duplicated for personal profit. Svar: D ? A B D ... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? GUM eru hágæða tannvörur – allar upplýsingar á www.icecare.is tannlæ knar mæla m eð GUM tannvö rum 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r44 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 7 -3 9 9 8 1 C 3 7 -3 8 5 C 1 C 3 7 -3 7 2 0 1 C 3 7 -3 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.