Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2017, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 09.03.2017, Qupperneq 10
umhverfismál Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti fyrir þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orku- nýtingu landsvæða, eða 3. áfanga rammaáætlunar, á þriðjudag. Af umræðum á þinginu má ráða að harðra átaka sé að vænta um málið. Tillagan er óbreytt frá hendi verkefnastjórnar rammaáætlunar sem forveri Bjartar, Sigrún Magnús- dóttir, lagði fram á liðnu þingi. Eftir að Björt hafði mælt fyrir málinu kom Gunnar Bragi Sveinsson, fyrr- verandi utanríkis-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, næstur á eftir henni í ræðustól. Hann sagði: „ …þegar þetta plagg var afgreitt úr fyrri ríkisstjórn var ég með fyrir- vara á plagginu og eins í þingflokki Framsóknarflokksins, því að mér finnst þetta plagg vera ónýtt.“ Sjálf sér Björt þingsályktunartil- löguna í því ljósi að í senn sé um að ræða öfluga „orkunýtingaráætlun á sama tíma og hún er metnaðarfull verndaráætlun“. Lagt er til að um 660 MW bætist í nýtingarflokk. Þannig feli 2. og 3. áfangi í sér mikla möguleika til orkuöflunar, rúmlega 1.400 MW. Til samanburðar er uppsett afl allra núverandi virkjana á Íslandi 2.500 MW, sagði ráðherra. „Á sama tíma er lagt til að mörg mikilvæg svæði verði sett í vernd. Þannig er mjög gott jafnvægi í þessum tillögum milli sjónarmiða verndunar og nýt- ingar ef það er mælt í orkueiningum en verndarflokkur og nýtingarflokk- ur eru nokkurn veginn jafn stórir í þessum tillögum,“ sagði Björt. Umræðurnar stóðu í á fimmtu klukkustund áður en málinu var vísað til umhverfis- og samgöngu- nefndar. Má minna á að á síðasta þingi var það mjög umdeilt að málið var til umfjöllunar í atvinnu- veganefnd, og var þráfaldlega bent á að það ætti heima í umhverfisnefnd þingsins, eins og sitjandi ráðherra hefur fengið í gegn. Í umræðunum var sleginn var- nagli af stjórnarandstöðunni. Undiralda vegna Rammans á Alþingi Ef rétt er lesið í umræður þingsins um 3. áfanga rammaáætlunar er átaka að vænta. Fyrrverandi ráðherra segir málið ónýtt – en ríkis- stjórn hans stóð að málinu í sama búningi. Lagt er til að tvær nefndir fjalli um málið og ef illa gangi þurfi að endurskoða lagarammann. Tillaga verkefnisstjórnar fór óbreytt til þingsins frá hendi núverandi og fyrrverandi umhverfismálaráðherra. Hafi verið tekist um málið undanfarin ár þá virðist þess sama að vænta nú eins og heyra mátti á þingmönnum. FréTTablaðið/VilHelm Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Gangi málið illa í meðförum þingsins þurfi að endurskoða lög- gjöfina. Teitur Björn Einarsson, þing- maður Sjálfstæðis- flokksins Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði sérstaklega um Þjórsá – ungt fólk á svæðinu hefði stigið fram og vildi ekki upp- byggingu með sama hætti og eldri kynslóðir. Heilt yfir séu önnur atvinnutækifæri efst í huga kom- andi kynslóða og þau byggi ekki endilega á raforkuframleiðslu. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þing- maður Vinstri grænna, sagði mikil- vægt að spyrja sig þeirrar spurning- ar hvort ekki þurfi að skoða eitt og annað mun betur. Það megi spyrja hvað liggi á og hvað eigi að gera við allt það rafmagn sem leyfilegt er að framleiða með því að nýta þá orku- kosti sem skipað er í nýtingarflokk rammaáætlunar nú þegar. Loftslags- málin séu ein og sér nægt tilefni til þess að fara varlega. Á sama tíma má ráða að málið mæti andstöðu innan Sjálfstæðis- flokksins – þingmaðurinn Teitur Björn Einarsson sagði að umhverfis- nefnd þingsins yrði að vera í nánu samstarfi við atvinnuveganefnd við umfjöllun málsins – og vel megi búast við að einstakir kostir færist úr nýtingu eða vernd og yfir í bið- flokk. Eins að gangi málið illa í með- förum þingsins þurfi að endurskoða löggjöfina. Svandís Svavarsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði tíðindi felast í orðum Teits – um stjórnar- mál væri að ræða og það lagt fram í nafni hennar. Teitur setji efnislega fyrirvara við málið og spurði hvort hann einn stjórnarþingmanna væri þeirrar skoðunar. Teitur sagði túlkun Svandísar á orðum hans „frjálslega“, hann styddi málið og færi einfaldlega fram á vandaða þinglega meðferð. Átta nýir orkukostir – tíu í verndarflokk n Verkefnisstjórn leggur til að átta nýir virkjunarkostir bætist í orku- nýtingarflokk áætlunarinnar. Um er að ræða fjórar vatns- aflsvirkjanir með uppsett afl upp á alls 277 MW, þrjár jarðhitavirkjanir með uppsett afl allt að 280 MW og einn vindlund með uppsett afl allt að 100 MW. Ekki eru lagðar til breytingar á flokkun þeirra virkjunarkosta sem fyrir voru í orkunýtingarflokki en þeir eru alls tíu. n Með þessari tillögu verk- efnisstjórnar aukast möguleikar á orkuvinnslu um sem nemur tæpum 50% í jarðvarmaafli og um rúm 150% í vatnsafli frá 2. áfanga rammaáætlunar. n Í verndarflokk bætast við fjögur landsvæði með tíu virkjunar- kostum. Allir nýir virkjunarkostir á landsvæðum í verndarflokki eru vatnsaflsvirkjanir. Ekki eru lagðar til breytingar á flokkun þeirra virkjunarkosta sem fyrir voru í verndarflokki en þeir eru sextán talsins. Samtals er því lagt til að 26 virkjunarkostir verði flokkaðir í verndarflokk. n Þrjátíu og átta virkjunarkostir eru í biðflokki og hafa tíu bæst við þann flokk frá fyrri áfanga. GÓÐUR VINNUFÉLAGI Volkswagen Caddy www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi). Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins. Fjórhjóladrifinn Caddy hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi. Volkswagen Caddy kostar frá 2.550.000 kr. (2.056.452 kr. án vsk) 9 . m a r s 2 0 1 7 f i m m T u D a G u r10 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -D 6 D 4 1 C 6 9 -D 5 9 8 1 C 6 9 -D 4 5 C 1 C 6 9 -D 3 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.