Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.03.2017, Qupperneq 12
BANDARÍKIN Hvíta húsið hefur vísað á bug fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi haft einhver önnur samskipti við sendi- herra Rússlands í Bandaríkjunum en tilfallandi á meðan á kosninga- baráttunni um forsetaembættið stóð. Greint var frá því í fjölmiðlum, meðal annars The Independent, á þriðjudaginn að Trump og Sergej Kisljak sendiherra hefðu báðir verið á Mayflower-hótelinu í Washington 27. apríl í fyrra. Trump var þar til að ræða utanríkispólitík. Ekki er óvenjulegt að sendiherrar erlendra ríkja mæti á slíka kosn- ingafundi til að komast að stefnu forsetaframbjóðenda. En í kjöl- far ásakana um að Rússar hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og hafi verið í sambandi við menn í kosn- ingaherbúðum Trumps hefur þótt mikilvægt að kortleggja möguleg samskipti Trumps og rússneska sendiherrans. Forsetinn hefur mörgum sinnum neitað öllum samskiptum en nú segja starfsmenn Hvíta hússins að margir sendiherrar hafi verið á svæðinu. Trump hafi verið í mót- tökunni í um fimm mínútur og síðan hafi hann haldið rakleiðis í ræðustól. Í viðtali við AFP-fréttaveituna segir Sarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, að starfsmenn muni ekki hverjum Trump heilsaði með handabandi í móttökunni. Það hafi hvorki verið á þeirra ábyrgð að bjóða gestum né kanna bakgrunn þeirra. Rússneski sendiherrann hefur ekki tjáð sig um málið. Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Michael Flynn, neyddist til að draga sig í hlé þegar afhjúpað var að hann hefði leynt upplýsingum um samskipti sín við rússneska sendi- herrann. Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sætti harðri gagnrýni þegar afhjúpað var að hann hefði hitt Kisljak tvisvar í Washington í fyrra. Hann hafði áður fullyrt að hann hefði ekki verið í samskiptum við Rússa meðan á kosningabarátt- unni stóð. Nefnd þingmanna í fulltrúadeild- inni á að rannsaka fullyrðingar um samvinnu Rússa og Donalds Trump í kosningabaráttunni. ibs@frettabladid.is Handabandið sem engin man Sendiherra Rússlands var viðstaddur kosningafund Trumps á hóteli í Washington. Starfsmenn Hvíta hússins segja marga sendiherra hafa verið á svæðinu og ekki muna hverjum Trump heilsaði. Þingnefnd rannsakar fullyrðingar um samvinnu við Rússa. NOREGUR Þegar fríhafnarversl- anir á norskum flugvöllum stilltu sterku áfengi upp á minna áberandi stöðum í fyrra minnkaði salan. Markmiðið hafði verið að draga úr sölunni. Sala á bjór í fríhöfnum jókst örlít- ið í fyrra en sala á léttvíni minnkaði eins og á brennivíni. Úrval vín- og bjórtegunda hafði verið aukið. Samtímis því sem sala áfengis minnkaði í fríhöfnum í fyrra jókst drykkjan á hvern íbúa Noregs, að því er segir í frétt Aftenposten. – ibs Minna selst af áfengi í fríhöfnum Sala á bjór jókst í norskum fríhöfnum í fyrra en sala á léttu víni og sterku áfengi minnkaði. NORDIC­ PHOTOS/GETTY ER LEIÐIN GREIÐ? Málþing um algilda hönnun í almenningsrými föstudaginn 10. mars, kl. 9-13 á Grand Hótel Reykjavík Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um aðgengismál, Blindrafélagið, Verkís hf., Átak – félag fólks með þroskahömlun og Reykjavíkurborg bjóða til málþings um algilda hönnun innan borgarmarka og á ferðamannastöðum í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðina. Skráning á www.obi.is Táknmáls- og rittúlkun í boði. DAGSKRÁ 9.00 Málþingið sett Ellen Calmon, formaður ÖBÍ 9.10 Ávarp Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra 9.20 Hönnun í útiumhverfi – úttekt og samanburður á norrænum hönnunarreglum Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA og Berglind Hallgrímsdóttir, umferðarverkfræðingur hjá Verkís 10.00 Er leiðin greið? Erna Hreinsdóttir, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni 10.15 Aðgengi fyrir alla utandyra Grétar Pétur Geirsson, formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengi 10.40 Byggingarreglugerðir og algild hönnun Aldís Magnea Norðfjörð, arkitekt hjá Mannvirkjastofnun 10.55 Kaffihlé 11.20 Upplifun fatlaðs fólks af ferðamannastöðum á Íslandi Aileen S. Svensdóttir, formaður Átaks – félags fólks með þroskahömlun og Anna Kristín Jensdóttir 11.50 Aðgengi að ferðamannastöðum – aðkoma Ferðamálastofu Elías Bj. Gíslason, Ferðamálastofu 12.05 Afhending aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2017 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 12.35 Lokaávarp Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins 13.00 Að málþingi loknu verður boðið upp á veitingar Fundarstjóri: Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar E N N E M M / S ÍA / N M 8 0 7 0 2 Donald Trump á fundinum 27. apríl á Mayflower-hótelinu. NORDICPHOTOS/AFP Ekki er óvenjulegt að sendiherrar erlendra ríkja mæti á slíka kosningafundi til að komast að stefnu forsetaframbjóðenda. En í kjölfar ásakana um að Rússar hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og hafi verið í sambandi við menn í kosningaherbúðum Trumps hefur þótt mikilvægt að kortleggja möguleg sam- skipti Trumps og rússneska sendiherrans. 9 . m A R s 2 0 1 7 F I m m T U D A G U R12 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -D 1 E 4 1 C 6 9 -D 0 A 8 1 C 6 9 -C F 6 C 1 C 6 9 -C E 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.