Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 28
Þjóðvegir landsins eiga sér árhundraða sögu, þeir hafa verið byggðir upp og þeim við
haldið af þegnunum samkvæmt
lagafyrirmælum og svo er enn þótt
þeir beri nú önnur skráningarnöfn.
Þannig munu í lögum ákvæði um
að hluti gjalda af bifreiðaeldsneyti,
hluti þungskatta af bifreiðum og
hluti innflutningsgjalda af bifreið-
um skuli renna til uppbyggingar og
viðhalds vega.
Í upphafi þessarar aldar þ.e. til
2008 var uppbygging og viðhald
vegakerfisins í viðunandi far-
vegi þótt vissulega væru ekki allir
ánægðir.
Við hrunið 2008 breyttist geta
samfélagsins mjög til hins verra.
Talið er að kostnaður ríkisins
(þegnanna ) af hruninu hafi numið
500-700 milljörðum og þurfti víða
að leita fanga til að mæta því. Óhjá-
kvæmilegt reyndist þá að skera
mjög niður framlög til uppbygg-
ingar og viðhalds þjóðveganna
þótt gjaldtaka af bifreiðaeigendum
breyttist ekki.
Því má með nokkrum rétti halda
því fram að ríkið hafi fengið neyðar-
lán hjá þjóðvegunum á árabilinu
2009 til 2014. Ekki verður hér reynt
að meta heildarupphæð lánsins en
sé miðað við vegafé fyrir hrun og á
fjárlögum ársins 2017 annars vegar,
og vegafé 2009-2014 hins vegar,
nemur upphæðin væntanlega ein-
hverjum tugum milljarða.
Sem betur fer voru ekki öll fram-
lög ríkisins í kjölfar hrunsins tapað
fé. Þannig mun ríkið t.d. hafa lagt
Arion banka til um 50 milljarða sem
horfur eru á að verði endurgreiddir
að fullu á næstu mánuðum. Því
vakna nú eðlilega spurningar um
hvernig eigi að ráðstafa því fé. Flest-
ir virðast sammála um að fénu skuli
varið til að greiða niður skuldir, en
hvaða skuldir?
Við skuldauppgjör er skuldum
jafnan skipt í forgangskröfur (sem
greiða skal fyrst) og almennar
kröfur. Skuldin við þjóðvegina
hefur leitt til þess að nýbyggingar
vega hafa verið mjög takmarkaðar
frá hruni og viðhaldi ábótavant.
Þetta er óviðunandi og þó enn
verra fyrir mjög aukið álag á vegi
landsins vegna aukins fjölda ferða-
manna. Þessir ferðamenn eru í raun
bjargvættir þjóðarinnar og megin-
skýring þess hve efnahagur þjóðar-
búsins hefur batnað hratt. Ætla
má að ástand þjóðveganna sé eitt
alvarlegasta vandamálið varðandi
þjónustu við ferðamenn og líklegast
til að spilla orðspori okkar.
Veigamikil rök hníga þannig að
því að skuldin við þjóðvegina sé for-
gangskrafa sem greiða skuli á undan
öðrum kröfum, sé svo ætti að nýta
a.m.k. hluta þess fjár sem fæst við
sölu Arion banka til sérstaks átaks í
vegagerð óháð nýsamþykktum fjár-
lögum.
Er skuld við þjóðvegina
forgangskrafa?
Ari Teitsson
vegfarandi
Frummælendur áfengisfrum-varpsins segja gjarnan að árangursríkasta leiðin til að
sporna gegn óhóflegri neyslu áfeng-
is sé fræðsla og forvarnir og að það
sé deilt um það hvort sala áfengis í
verslunum leiði til aukinnar og jafn-
vel óhóflegrar neyslu áfengis.
Að gefnu tilefni er ástæða til
að ítreka að í skýrslum og fræði-
greinum um lýðheilsuaðgerðir
kemur mjög skýrt fram að áfengis-
neysla eykst með auknu aðgengi
í matvörubúðum, sérstaklega hjá
ungmennum og þeim sem kunna
verst með áfengi að fara. Fræðsla er
mikilvæg en dugar ekki ein og sér.
Árangursríkustu forvarnirnar eru:
1) Takmörkun á aðgengi; 2) Neyslu-
stýringarskattur, og; 3) Bann við
auglýsingum. Sumir þingmenn
– vonandi í minnihluta – vilja nú
virða að vettugi tvær mikilvægustu
forvarnirnar af þremur.
Lög eru venjulega sett til að þjóna
hagsmunum þjóðfélagsins. Hvaða
hagsmunum þjónar frumvarpið
um breytingar á áfengissölulög-
unum þegar lítill minnihluti sam-
félagsins vill áfengi í búðir? Það er
algjörlega óásættanlegt ef þingmenn
taka eigin hagsmuni og hagsmuni
matvöruverslanaeigenda fram yfir
hagsmuni samfélagsins og hags-
muni æskunnar. Fyrirkomulagið í
dag hefur reynst okkur vel og sam-
kvæmt samanburðartölum OECD er
neysla áfengis með því minnsta hér
á landi. Afneitum ekki staðreyndum.
Við getum gert svo miklu betur.
Tökum upplýsta
ákvörðun
Lára G. Sig-
urðardóttir
læknir og
fræðslustjóri
Krabbameins
félagsins
Tilefni þessara greinaskrifa er fyrirlestur Þórdísar Elvu Þor-valdsdóttur og Tom Stranger
ásamt bók þeirra, Handan fyrir-
gefningar. Tom nauðgaði Þórdísi
Elvu þegar hún var unglingur.
„Er ekki kominn tími til að fyrir-
gefa honum?“
Marie M. Fortune, guðfræðingur
og sérfræðingur í kynferðisofbeldi,
segir að spurningin geti valdið sekt-
arkennd hjá þolandanum. Þörfin
eða löngunin til að fyrirgefa verður
að vera algjörlega á valdi þoland-
ans og allur þrýstingur á þolanda, í
hvaða formi sem er, er ónærgætinn
og óraunhæfur.
Oft er vísað til þess að fyrirgefn-
ingin sé hin kristilega lausn. Sólveig
Anna Bóasdóttir segir í grein sinni
Fyrirgefningin – er ekki alltaf svarið:
„Að losna undan valdi persónu sem
hefur meitt mann og sært er mjög
erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar
ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef ger-
andinn viðurkennir hvorki verknað
sinn né reynir að bæta fyrir brot
sitt ættum við, með stuðningi Nýja
testamentisins, að sleppa öllu tali
um fyrirgefningu.“
Í grein sinni The Politics of For-
giveness: How the Christian Church
Guilt-Trips Survivors bendir Fred
Keene á að í kröfunni um fyrirgefn-
ingu felist öflugt félagslegt taum-
hald sem viðheldur sekt þolandans
og að krafan um fyrirgefningu hafi
einnig fest rætur í ráðgjöf og með-
ferð fagaðila. Keene bendir á að
í kristninni sé fyrirgefning alltaf
veitt af þeim sem valdið hefur en
ekki öfugt.
Sáttaferli ekki alltaf rétta leiðin
Í kynferðisofbeldi eins og öðru of-
beldi nær annar aðilinn valdi yfir
hinum og í krafti þess valds beitir
hann hinn aðilann ofbeldi. Kyn-
ferðisofbeldi er aldrei réttlætanlegt
og aldrei þolandanum að kenna,
ábyrgðin og sökin er ofbeldis-
mannsins. Ekkert getur breytt því
að afbrot var framið, nauðgun er og
verður alltaf nauðgun.
Sáttaleiðin er ekki alltaf rétta leið-
in þegar kemur að kynferðisofbeldi,
segir Marie M. Fortune. Bera þurfi
virðingu fyrir sársauka þolandans
auk þess sem stærsta hindrun fyrir
sáttargjörðinni er afneitun ofbeldis-
mannsins. Þegar um sifjaspell er að
ræða koma þau oft ekki í dagsljósið
fyrr en eftir að gerandinn er látinn.
Þá getur einnig verið að þolandi hafi
enga löngun til að ná sáttum við
nauðgara sem er henni ókunnugur.
„Ekki vera svona reið!“
Samfélög eiga stundum erfitt með
að höndla reiði þolanda. Reyndar er
það svo að reiði þolenda beinist því
miður oftast að þeim sjálfum. Heil-
brigð viðbrögð við því að brotið er
gegn okkur ætti að vera reiði gagn-
vart þeim sem olli brotinu. Að leyfa
sér að vera reiður gerandanum getur
því verið merki um að þolandi sé
kominn vel áleiðis í bataferlinu.
Þolandans er valið og valdið
Þolandinn er hvorki göfugri né
hugaðri við það eitt að fyrirgefa
gerandanum. Sumt fagfólk varar við
því að þolandi fari á fund geranda
með það fyrir augum að fá hann til
að iðrast gjörða sinna. Í langflestum
tilvikum þekkjast þessir einstakling-
ar og hættan er sú að þeir sem eru
nákomnir standi með gerandanum.
Þetta endurspeglaðist t.d. í þátta-
röðinni Föngum.
Það er langt í frá tilgangur grein-
arhöfunda að gagnrýna sáttar-
ferli Þórdísar og Toms en það gæti
skapað falskar eða óraunhæfar
væntingar hjá öðrum þolendum og
upphafið hugmyndina um að fyrir-
gefningin sé sjálfsagður hluti upp-
gjörs við kynferðisofbeldi.
Að fyrirgefa
– eða ekki
Áslaug Árnadóttir, Guðrún Ebba
Ólafsdóttir, Katrín G. Alfreðsdót-
tir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug
Sveinsdóttir
eru í ráði Rótarinnar
Á undanförnum dögum hefur komið fram að töluverða fjármuni skortir í fjárlögum
yfirstandandi árs til að hægt verði
að ráðast í brýnar vegaumbætur
víðs vegar um landið í samræmi við
nýsamþykkta samgönguáætlun.
Vart þarf að fjölyrða að sam-
göngukerfið er ein grundvallar-
forsenda öflugs atvinnulífs og
búsetugæða. Niðurskurður á fram-
kvæmda- og viðhaldsfé til vega-
mála á árunum eftir hrun samhliða
nú stórauknum fjölda ferðamanna
á vegum úti hefur haft þau áhrif að
þrátt fyrir aukin framlög til nýfram-
kvæmda og viðhalds á undanförn-
um árum er ástandið enn langt í frá
boðlegt.
Skiptir engu hvar borið er niður.
Þjóðvegur 1 á sunnanverðum Aust-
fjörðum getur trauðla kallast þjóð-
vegur hvað þá vegur númer eitt.
Þá er ekki í boði að löngu tímabær
uppbygging á vegleysum á Vest-
fjörðum frestist enn frekar. Sem
dæmi eru tafir á framkvæmdum á
Vestfjarðarvegi nr. 60 um Gufudals-
sveit ein samfelld hörmungarsaga
sem spannar um hálfan annan ára-
tug. Ýmsa aðra vegkafla á Snæfells-
nesi og í Dölum, í Húnavatnssýslum,
á Suðurlandi eða í Borgarfirði mætti
lengi áfram telja.
Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá
skrefi framar. Þessi gamla speki
þegar eitthvað þykir á skorta á
vel við hér. Það verður ekki mikið
lengur búið við óviðunandi ástand
vegakerfisins og því blasir við að
leita þarf lausna til að ná frekari
árangri í að byggja upp vegi lands-
ins. Sú uppbygging verður að ganga
hraðar en ráðgert er.
En hvar er hægt að stíga skrefi
framar til að bæta það sem upp
á vantar? Nærtækast er að ríkis-
stjórnin svari því hvort tilefni gefist
til nýrra ákvarðana um fjármögnun
vegaframkvæmda við endurmat
Göngum þá skrefi framar
Teitur Björn
Einarsson
þingmaður Sjálf
stæðisflokksins í
Norðvesturkjör
dæmi
Skuldin við þjóðvegina
hefur leitt til þess að nýbygg-
ingar vega hafa verið mjög
takmarkaðar frá hruni og
viðhaldi ábótavant.
Þolandinn er hvorki göfugri
né hugaðri við það eitt að
fyrirgefa gerandanum. Sumt
fagfólk varar við því að þol-
andi fari á fund geranda með
það fyrir augum að fá hann
til að iðrast gjörða sinna.
Þá er samgönguráðherra á
réttri leið úr þröngri stöðu
með því að setja umræðu um
veggjöld að nýju af stað og
samstarf með einkaaðilum
um fjármögnun verkefna.
Þannig væri hægt að flýta
fyrir stórum og nauðsyn-
legum framkvæmdum til og
frá höfuðborginni og búa
jafnframt til fjárhagslegt svig-
rúm fyrir ríkið til að ráðast
hraðar í aðrar framkvæmdir
víðs vegar á landsbyggðinni.
Hátt í 500 milljarðar af fé rík-
isins er bundið í eignarhlut-
um í fjármálafyrirtækjum.
500
byggðinni. Tæma verður þá umræðu
sem fyrst og taka jafnframt mið af
ýmsum viðkvæmum álitaefnum
sem þar skjóta upp kollinum. Aðal-
atriðið í þeirri umræðu er að hún sé
sett í rétt samhengi; að leita leiða
um hvernig við getum byggt upp
vegakerfi landsins hraðar en fram
kemur í núverandi ríkisfjármála-
áætlun.
Tiltekt
En verulegur árangur í uppbygg-
ingu samgönguinnviða á næstu
tveimur til fjórum árum getur náðst
ef ráðist verður í umfangsmikla til-
tekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs
til að lækka skuldir og losa um fé.
Of mikið af fjármunum ríkissjóðs
er bundið fast í ýmsum verkefnum
sem ekki geta öll talist jafn nauð-
synleg samgönguinnviðum og einn-
ig verkefnum sem aðrir væru betur
til þess fallnir að fjármagna en ríkið.
Hátt í 500 milljarðar af fé ríkisins
er bundið í eignarhlutum í fjár-
málafyrirtækjum. Með vandaðri
og skipulagðri sölu á stórum hluta
þeirra eigna má losa um mikið fé til
að greiða niður skuldir ríkissjóðs
og spara þannig tugi milljarða á
ári hverju í vaxtagreiðslur. Þann-
ig skapast alvöru svigrúm til að
styrkja grunnþjónustuna og byggja
upp innviði. Fleiri dæmi er hægt að
nefna um rekstur sem losa mætti
ríkið úr og verja afrakstrinum til
að hraða uppbyggingu samgöngu-
mannvirkja. Til dæmis verslunar-
rekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
sem varla getur talist til grunnþjón-
ustu af hálfu ríkisins og einnig gætu
allt að sex milljarðar áunnist með
því að selja eignir ÁTVR.
Sumar þessara hugmynda þykja
umdeildar og ólíklegt að hægt
verði að losa um allar þessar eignir
og draga úr umsvifum á skömmum
tíma. En með einhverjum hætti
verður að stíga skrefi framar, og
það fljótt, ef raunverulegur vilji er
hjá þingheimi og ríkisstjórn til að
ráðast af krafti í nauðsynlegar sam-
gönguumbætur. Tillögur um að
draga úr umsvifum ríkisins í minna
mikilvægum verkefnum, greiða
niður skuldir til að spara vaxta-
greiðslur og fjárfesta þess í stað í
samgönguinnviðum eru einfaldlega
valkostir í stöðunni sem nauðsyn-
legt er að horfa til.
á forsendum fjárlaga 2017 vegna
framlagningar ríkisfjármálaáætl-
unar til næstu fimm ára nú í lok
mars. Fordæmin fyrir þess háttar
ákvörðunum eru til staðar. Benda
má á í því sambandi að fjárlög 2017
voru sett undir afar óvenjulegum
kringumstæðum og tímapressu á
Alþingi fyrir áramót og því viðbúið
að endurskoða þurfti ýmsa við-
kvæma þætti þess á árinu.
Þá er samgönguráðherra á réttri
leið úr þröngri stöðu með því að
setja umræðu um veggjöld að nýju
af stað og samstarf með einkaaðil-
um um fjármögnun verkefna. Þann-
ig væri hægt að flýta fyrir stórum og
nauðsynlegum framkvæmdum til
og frá höfuðborginni og búa jafn-
framt til fjárhagslegt svigrúm fyrir
ríkið til að ráðast hraðar í aðrar
framkvæmdir víðs vegar á lands-
Það er algjörlega óásættan-
legt ef þingmenn taka eigin
hagsmuni og hagsmuni mat-
vöruverslanaeigenda fram
yfir hagsmuni samfélagsins
og hagsmuni æskunnar.
9 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r28 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
0
9
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
9
-E
0
B
4
1
C
6
9
-D
F
7
8
1
C
6
9
-D
E
3
C
1
C
6
9
-D
D
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K