Fréttablaðið - 09.03.2017, Síða 38
Við notum bæði notuð föt og fatnað og efni af „dauðum“ lagerum í nýja merkið
okkar, Remix. Hráefnið er eitthvað
sem þegar er búið að framleiða
en á að farga eða endar í landfyll-
ingu. Þetta geta verið alls konar
efni, vinnufatnaður, gardínur og
sængurföt. Við viljum nýta slíkt
hráefni og vinnum flíkurnar í takt
við tíðarandann í dag en út frá rót-
tækum umhverfissjónarmiðum,“
útskýrir Halla Hákonardóttir
fatahönnuður sem ásamt Helgu
Kjerúlf stendur að hönnunar-
stúdíóinu Usee Studio.
Remix munu þær kynna á
komandi HönnunarMars undir
yfirskriftinni Reif í tísku. Þær
segja nýja merkið andsvar við
fjöldaframleiðslu og vestrænni
neysluhyggju. Áherslur þeirra
liggi í endurnýtingu, byltingu og
breytingum innan tískuheimsins,
heims sem sé kominn í ákveðið
öngstræti.
„Í dag er mikið talað um „anti
fashion“, að tískuheimurinn sé
búinn að mála sig út í horn. Hann
virkar ekki eins og hann hefur
þróast ef horft er á hann út frá
umhverfis- og mannréttindasjón-
armiðum. Við erum að skoða þessi
mál og lesa okkur til. Okkur langar
að fylgja þessari bylgju eftir og taka
þátt í að hrista upp í tískunni,“
segir Halla.
„Viðburðurinn okkar á Hönn-
unarMars heitir Reif í Tísku, sem
er skírskotrun í reif-tónlistina og
menninguna bak við hana. Tónlist
verður stór hluti af sýningunni.
Sýningin verður í formi mynd-
bandsverks eða innsetningar þar
sem tónlist, litir, flíkur og ilmur
blandast saman í gott „remix“ fyrir
öll skynfæri.“
Halla segir Usee Studio vinna
með hugmyndafræðina Waste
is the new black. Hráefnið ráði
ferðinni og línan samanstandi því
af einstökum flíkum. Ekki sé til
dæmis hægt að fá sömu flíkina í
ólíkum stærðum. „Einhverjar flík-
anna geta þó verið svipaðar þegar
við höfum dottið niður á lager af
því sama en það fær samt hver flík
sitt séreinkenni. Það er mótvægi
við „mass production“ eða fjölda-
framleiðslu í tískuheiminum.“
Sýning Usee Studio fer fram í
húsakynnum Hönnunarmiðstöðv-
ar í Aðalstræti á HönnunarMars,
dagana 23.-26. mars. Þá verður
Usee Studio einnig í hópi hönnuða
sem opna munu verslun í Hönn-
unarmiðstöð. Nánar má forvitnast
um Usee Studio á www.Usee.is.
Tískuheimurinn
virkar ekki eins og
hann hefur þróast ef
horft er á hann út frá
umhverfis- og
mannréttinda-
sjónarmiðum.
Halla Hákonardóttir og Helga
Kjerúlf í Usee Studio vilja hrista upp í
tískunni með nýju fatamerki, Remix.
mynd/anton bRinK
Hönnun
UseeStudio
gengur út á
endurnýtt
hráefni. mynd/
USeeStUdio
Hver flík er einstök og með sitt sérkenni.Hráefnið sækja Helga og Halla í „dauða lagera“ sem ann-
ars myndu enda í landfyllingu.
Reif í tísku á
Hönnunarmars
Usee Studio
kynnir nýtt
fatamerki á
HönnunarMars.
Merkið kallast
Remix og er úr
endurunnum
efnivið.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Vorbuxurnar
komnar
Kr. 4.990.-
Str. 2-9 (ca.38-52)
Litir:
Svart,
dökkblátt
hvítt,
grátt,
drappað,
kóngablátt
Netverslun á tiskuhus.is
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
Alltaf eitthvað nýtt og spennandi
LEIÐ 1
Endalaus símtöl og sms
óháð fjarskiptafyrirtæki
0 GB gagnamagn
790kr.
LEIÐ 2
Endalaus símtöl og sms
óháð fjarskiptafyrirtæki
1 GB gagnamagn
1.680kr.
LEIÐ 3
Endalaus símtöl og sms
óháð fjarskiptafyrirtæki
5 GB gagnamagn
2.680kr.
LEIÐ 4
Endalaus símtöl og sms
óháð fjarskiptafyrirtæki
30 GB gagnamagn*
3.490kr.
365.is
Sími 1817
ENDALAUS GSM
8 KynninGaRbLaÐ FÓLK 9 . M a R S 2 0 1 7 F i m mt U daG U R
0
9
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
6
9
-A
5
7
4
1
C
6
9
-A
4
3
8
1
C
6
9
-A
2
F
C
1
C
6
9
-A
1
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K