Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 2
Barist um boltann í KSÍ Björn Einarsson og Guðni Bergsson tókust á fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar í þættinum 19.10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Björn og Guðni eru einir í framboði til formanns KSÍ en Geir Þorsteinsson, núverandi formaður, er að hætta. Kosið verður um formann um næstu helgi. Fréttablaðið/anton brink Veður Gengur í sunnan og suðaustan hvassviðri eða storm í dag. Rigning með köflum, en þurrt og fremur bjart fyrir norðan. sjá síðu 16 Suðurlandsbraut 34 / S. 517 3900 Útsala LögregLumáL Lögreglan lýsti í gær eftir Skoda Oktavia sem stolið var í Vesturbænum af liðsmanni í sérsveit ríkislögreglustjóra. Skömmu eftir að tilkynningin birtist á fésbókarsíðu lögreglunnar barst ábending um bílinn. Ljóst er að þjófarnir fóru ekki langt og fóru varlega því bíllinn reyndist óskemmdur. Í honum var þó megn reykingalykt og búið að róta mikið í eigum sérsveitarmannsins sem ók heim með rúðurnar niðri til að reyna að losna við mesta óþefinn. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Lögreglan vonast til að leysa málið með því að renna á lyktina. – bb Stálu bílnum frá sérsveitarmanni Sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki. Fréttablaðið/VilhelM sigLufjörður Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óskar eftir sjálf- boðaliðum til að geta mannað áhöfn Sigurvins, björgunarskips þeirra Siglfirðinga. Hrólfur Baldursson, formaður Stráka, segir að erfitt hafi verið að fá inn nýliða en mikilvægt sé að fá fleiri. Stjórn á skipi sem þessu eigi að vera í föstum skorðum til að tryggja öryggi sjófarenda. „Að okkar mati er gríðarlega mikil vægt að skipið sé staðsett hérna á norðanverðum Trölla- skaga,“ segir Hrólfur. – sa Vantar menn á björgunarskip NOregur Norska líftækniráðið mun taka ákvörðun um hvort leyfa eigi aðferð sem gerir lax kynlausan og hvort merkja eigi þá laxinn sem erfðabreyttan. Bergens Tidende hefur það eftir vísindamanni við norsku hafrann- sóknastofnunina að kynlausi laxinn muni ekki geta blandast villta lax- inum ef hann sleppur. Í fyrra sluppu 185 þúsund laxar og regnbogasilungar frá norskum eldisstöðvum. Bent hefur verið á að eldislaxinn geti smitað villtan lax af sjúkdómum og leitt til erfðabreyt- inga hjá villtum laxi við æxlun. Það geti erfðabreytti laxinn ekki. – ibs Kynlaus lax til varnar laxeldi ALþiNgi Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verð- andi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingar- hjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu ára- tugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð. „Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frum- varpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir for- eldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæð- ingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á lands- byggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers for- eldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ást- vinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frum- varpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. sveinn@frettabladid.is Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar geta þurft að bíða svo vikum skiptir fjarri heimabyggð eftir að barn komi í heiminn Fréttablaðið/VilhelM hrólfur baldursson formaður Björg- unarsveitarinnar Stráka Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokks 7 . f e b r ú A r 2 0 1 7 þ r i ð j u D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 7 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 D -D B 3 4 1 C 2 D -D 9 F 8 1 C 2 D -D 8 B C 1 C 2 D -D 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.