Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 8
- lægra verð Vítamíndagar afsláttur af öllum vítamínum 20–40% Vinur við veginn Þú færð rúðuþurrkurnar og allar hinar vetrarvörurnar fyrir bílinn hjá Olís. Sjáðu betur í vetur 10% afsláttur af bílavörum til lykil- og korthafa Japanskir ráðamenn fengu að kanna svæðið árið 2013. Enn er mikil vinna eftir til að koma öllu í stand. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA JAPAN Geislaálag í kjarnakljúfi tvö í Fukushima-kjarnorkuverkinu náði áður óséðum hæðum í liðinni viku þegar það mældist 530 sívert á klukkustund. Það er hæsta álag sem mælst hefur frá kjarnorkuslysinu sjálfu í mars 2011. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Hæsta geislaálag sem mælst hafði hingað til var 73 sívert. Mælingarnar voru gerðar með fjarstýrðri myndavél. Sérfræðingar hlustuðu þá eftir hljóðum og áhrif- um sem geislunin hafði á mynda- vélina. Slíkum mælingum getur skeikað um plús/mínus 30 sívert. Geislunin er slík að kæmist manneskja í námunda við hana þó ekki væri nema í örskamma stund, myndi það hafa banvæn áhrif. Til að mynda lætur annar hver maður lífið eftir að hafa komist í námunda við geislun upp á fjögur sívert og eins síverts geislun getur  valdið ófrjó- semi eða hárlosi hjá þeim sem fyrir henni verður. Kjarnorkuslysið í Fukushima átti sér stað í mars 2011 þegar flóð- bylgja, orsökuð af jarðskjálfta, skall á kjarnorkuverinu. Afleiðingin var stærsta kjarnorkuslys frá Cherno- byl-slysinu árið 1986. Frá slysinu hefur vinna staðið yfir við að lág- marka skaðann af því. Óttast er að þessar niðurstöður muni seinka þeirri vinnu en hingað til hefur hún gengið hægt fyrir sig. TEPCO hafði fyrirhugað að senda fjarstýrt vélmenni að kjarnaofn- inum sem átti að þola allt að þús- und sívert á klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að kanna skaðann. Við smíði þess var gert ráð fyrir álagi allt að 73 sívertum og en við það álag var gert ráð fyrir að vélmennið myndi endast í um tíu klukkustund- ir. Niðurstöður nýjustu mælinga þýða hins vegar að það myndi ekki duga nema í um tvær klukkustundir. Vinna stendur yfir til að kanna hvort unnt sé að betrum bæta það. johannoli@frettabladid.is Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. BRETLAND John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, er „mjög andvígur“ því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið í opinberri heimsókn til Bret- lands. Bercow sagði á þingfundi í gær að afar mikilvægt væri að þingið tæki stöðu gegn kynþáttahyggju og kynjamismunun. Ræðu Bercows var ákaft fagnað af þingmönnum Skoska þjóðarflokksins. „Fyrir undirritun innflytjenda- tilskipunarinnar var ég andvígur því að Trump myndi ávarpa þingið. Eftir undirritun hennar er ég enn andvígari því,“ sagði Bercow. Hann bætti því við að einstaklingar þyrftu að vinna sér inn réttinn til að ávarpa þingmenn, sá réttur fengist ekki sjálf- krafa. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð Bandaríkjaforseta til Bretlands í síðasta mánuði. Dag- setning heimsóknarinnar liggur ekki fyrir ennþá. Tæplega tvær millj- ónir manna rituðu undir áskorun til þingsins um að meina Trump að koma til landsins. Sú umræða mun fara fram eftir tæpar tvær vikur. – jóe Trump ávarpi ekki þingið 7 . f E B R ú A R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R8 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 D -F D C 4 1 C 2 D -F C 8 8 1 C 2 D -F B 4 C 1 C 2 D -F A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.