Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 38
Hugmyndin að smáforritinu Band
Up kviknaði hjá Arngrími Braga
Steinarssyni, framkvæmdastjóra
Bad Melody sem gefur smáforritið
út. Arngrímur hafði flakkað á milli
skóla í leit að mögulegum hljóm-
sveitarmeðlimum í tæp tvö ár. „Ég
fann engan sem hentaði nógu vel
fyrir hljómsveitina sem ég hafði
í huga. Fyrir tilviljun lentum við
fjórir saman í hóp í frumkvöðla-
fræði í FG, en sá áfangi snýst um að
framleiða vöru, stofna fyrirtæki og
kynnast rekstri fyrirtækja,“ segir
Arngrímur sem stofnaði fyrirtæki í
kringum Band Up með þeim Auð-
uni Kvaran, Jóni Agli Hafsteinssyni
og Páli Gestssyni.
„Þegar Arngrímur sagði okkur
frá því hversu erfitt það er að stofna
hljómsveit fór ekki á milli mála að
við myndum reyna að leysa þetta
vandamál og gera vöru úr því. Við
komumst fljótt að því að smáforrit
væri besta lausnin þar sem nánast
allir ganga um með nettengda síma
í vasanum,“ segir Auðunn.
Enn sem komið er fæst Band Up
bara fyrir síma með Android-stýri-
kerfi. „Við erum með um 300 not-
endur en búumst við margfalt fleiri
notendum þegar iOS-útgáfa kemur
út.“
Smáforritið er enn í þróun en
hefur þó slegið í gegn hjá not-
endum. „Við höfum fengið góð
viðbrögð frá notendum hingað
til. Við eigum svo eftir að bæta við
nokkrum fleiri möguleikum í appið
til þess að það gagnist sem flestum
– til að mynda verður hægt að nota
það til að fá stuðning frá tónlistar-
og hljóðfæraverslunum og einnig
verður hægt að auglýsa tónleika í
Band Up.“
„Að hrista upp í tónlistarlíf-
inu hér á landi,“ segir Auðunn
aðspurður um mark-
miðið með forritinu.
„Við viljum að það
sé auðvelt fyrir tón-
listarfólk að stofna
hljómsveitir og
nýta hæfileika sína
til fulls. Við viljum
ekki að fólk festist í
að spila heima inni
í bílskúr eða á rúm-
stokknum.“
Strákarnir hjá
Bad Melody hafa
orðið varir við að
þetta er algengt
v a n d a m á l , a ð
fólk vilji komast
í hljómsveit en
eigi erfitt með að
finna aðra hljóm-
sveitarmeðlimi.
„Við höfum rekist
á margt fólk sem
glímir við þetta
vandamál. Við höfum meira að
segja rekist á fólk sem hreinlega
vissi ekki að það væri að glíma við
þetta vandamál – fólk sem kannski
var ekkert að pæla í að spila með
öðrum fyrr en það frétti af Band Up
og hversu auðvelt það væri að koma
sér í hljómsveit í gegnum appið,“
segir Arngrímur sem er í fimm
hljómsveitum.
Núna hafa tónlistarunnendur sem
vilja spila í hljómsveit enga afsökun
fyrir því að láta ekki til skarar skríða.
„Þú þarft ekki einu sinni að stíga
fram úr rúminu til að stofna hljóm-
sveit. Í gegnum Band Up færðu líka
að kynnast fólki sem þú myndir
venjulega ekki kynnast,
þ.e.a.s. appið tengir
fólk algjörlega út
frá tónlistaráhuga
– ekki út frá því
hvar manneskjan
er stödd í lífinu,“
segir Arngrímur og
tekur bankastjóra og
atvinnulausan ungl-
ing sem dæmi. „Það
væri ólíklegt að þeir
myndu rekast hvor á
annan í amstri dags-
ins og hvað þá stofna
hljómsveit saman.“
Áhugasömum er
bent á að fylgjast með
Bad Melody á vef-
síðunni þeirra, www.
badmelody.com, en
það er ýmislegt spenn-
andi á teikniborðinu
hjá þeim.
gudnyhronn@365.is
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Þú Þarft ekki einu
sinni að stíga fram
úr rúminu til að stofna
hljómsveit.
vilja ekki að fólk
festist inni í bílskúr
Það er víst hægara sagt en gert að stofna hljómsveit en nýverið kom
út app sem auðveldar fólki ferlið. Það eru fjórir ungir menn, fæddir á
árunum 1995 og 1996, sem bjuggu til forritið sem kallast Band Up.
Strákarnir á bak við Bad Melody eru fæddir á árunum 1995 og 1996. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Klettháls 13 · hnb.is · 590 5040
Audi SQ5 quattro
3.0TDi 313 Hö
9.540.000 2015
Panorama sólþak, Fine Nappa leður, 21” álfelgur, “Star design”,
Dráttarkúla, Audi drive select, rafdrifin opnun/lokun á
afturhlera, lyklalaust aðgengi, Bluetooth símkerfi, hraðastillir,
nálgunarvarar í stuðurum, Symphony hljómtæki, dökkar rúður
26.000Ekinn
30
Raf / Bensín
Ekinn þús. km.
Myndir á vef
Dísil
Fjórhjóladrif
Metan & bensín
Sjálfskiptur
Beinskiptur
Rafmagnsbíll
Fleiri tilboðsbílar
og myndir á netinu: hnb.is
Margar stærðir,
fleiri litir.
VW Jetta Higline
1.4TSI
2.990.000 2014
21
VW Polo Trendline
1.0 MPI
1.990.000 2015
29
Toyota Hilux Double Cab
3.0TDI
7.790.000 2015
22
Mitusbishi Outlander
Intense 2.2 DID
4.990.000
1.470.000
2015
49
Audi A4 Avant
2.0 TDI
3.790.000
3.340.000
2012
56
TILBOÐ
BMW X5
3.0D E70
4.790.000
3.990.000
2008
TILBOÐ
119
7 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r22 L í f I Ð ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð
0
7
-0
2
-2
0
1
7
0
5
:3
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
2
D
-E
A
0
4
1
C
2
D
-E
8
C
8
1
C
2
D
-E
7
8
C
1
C
2
D
-E
6
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
6
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K