Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 20
Lexus Is 300h Finnur Thorlacius reynsluakstur Núverandi kynslóð Lexus IS 300h er sú þriðja og kom fram árið 2013. Því má segja að komið hafi verið að andlitslyftingu á þessum eigulega bíl og einmitt það hefur Lexus nú gert. Í tilefni þess var bílablaðamönnum alls staðar að úr heiminum boðið að prófa bílinn í Róm á Ítalíu. Ekki telst það slæmt staðarval og hreint ágætlega við hæfi fyrir svo virðu- legan bíl. Undirritaður hafði prófað núverandi kynslóð Lexus IS 300h í ítarlegum reynsluakstri fyrir hart- nær fjórum árum og líkað einstak- lega vel. En skyldi mikið hafa breyst síðan þá? Hvað ytra útlit bílsins varðar er breytingin ekki svo mikil, helst þó á framanverðum bílnum en hann hefur fengið enn stærra grill, ný aðalljós og línurnar á hliðunum hafa fengið enn sterkari svip. Í raun þarf glöggskyggni til að greina á milli fyrri gerðar og þeirrar nýju frá flestum hliðum, en til hvers að breyta því sem svo vel leit út áður. Lexus IS 300h var og er mjög fallegur bíll og fágað útlit hans er algjörlega í stíl við gæði hans að öðru leyti, því að hér fer mikill eðalfákur sem þó verður að teljast af minni gerð lúxusbíla, enda á hann mun stærri bræður í GS og LS bílunum. Gerbreytt fjöðrun og stýring Breytingarnar á andlitslyftum Lexus IS 300h eru mun frekar fólgnar í fjöðrun bílsins og stýringu, tækni- búnaði og öryggisbúnaði en í útliti hans. Fjöðrun bílsins er algerlega endurhönnuð og hver íhlutur þar nýr, allt til að auka á aksturshæfni bílsins og reyndar í leiðinni til að létta bílinn. Stýrisbúnaður bílsins hefur einnig verið endurhannaður og fyrir vikið er stýringin nákvæm- ari og betri og stífni bílsins hefur aukist umtalsvert með endurhann- aðri fjöðrun. Fyrir þessu fannst mjög greinilega og því hefur hinn ljúfasti akstursbíll orðið að flenni- góðu aksturstæki. Feikilega gaman var að aka bílnum í nágrenni höfuð- borgarinnar og hlykkjóttir vegirnir urðu að uppáhaldi því henda mátti bílnum á dágóðri ferð í beygjurnar Lúxus Is 300h færður á hærra stig Lexus IS 300h hefur nú fengið andlitslyftingu en er þó ekki mikið breyttur í útliti. Aðalbreytingin nú er fólgin í breyttri fjöðrun og stýringu og stífari og þéttari akst- ursbíl sem nú sem fyrr er hlaðinn lúxus. Sem fyrr fallegur bíll en nú ennþá fríðari. KosTir oG Gallar lexus is 300h l Bensínvél með HyBrid l 223 Hestöfl l AfturHjólAdrif Eyðsla 4,2 l/100 km í bl. akstri Mengun 97 g/km CO2  Hröðun 8,3 sek. Hámarkshraði 200 km/klst. Verð frá 5.810.000 kr. Umboð: Lexus á Íslandi l Útlit l Búnaður l Verð l innrétting l Finna má sportlegri aksturs- eiginleika keppinauta JEPPADEKK Úrval af 35” dekkjum fyrir 15, 16, 17, 18 og 20” felgur Icetrack ehf. Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is www.mtdekk.is Lexus Is 300h hefur frá upphafi verið ein- staklega eyðslugrannur bíll með sinni skilvirku hybrid- tækni þrátt fyrir stærðina. Fjöðrun bílsins er algerlega endurhönnuð og hver íhlutur þar nýr, allt til að auka á aksturs- hæfni bílsins og reyndar í leiðinni til að létta bílinn. stýrisbúnaður bílsins hefur einnig verið endurhannaður og fyrir vikið er stýringin nákvæmari og betri og stífni bílsins hefur aukist umtalsvert með endur- hannaðri fjöðrun. 7 . f E b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r6 Bílar 0 7 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 D -F 3 E 4 1 C 2 D -F 2 A 8 1 C 2 D -F 1 6 C 1 C 2 D -F 0 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.