Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 18
Hver kannast ekki við myndbönd af óhöppum í umferðinni sem flæða yfir veraldarvefinn? Oftar en ekki eiga þessi myndbönd uppruna sinn í Rússlandi og það er góð ástæða fyrir því. Þar í landi eru margir sem keyra ótryggðir og auk þess er talsvert um að gangandi vegfarendur reyni jafn- vel að kasta sér í veg fyrir bílaumferð í von um veglegar tryggingarbætur. Þess vegna verja margir sig í Rúss- landi með því að nota myndbands- upptökuvélar í bílum sínum sem taka upp allt það sem gerist meðan bíllinn er á ferð. Sumar þessara myndavéla eru meira að segja með hreyfiskynjurum og geta tekið upp um leið og þær nema hreyfingu fyrir utan bílinn. Í Rússlandi blómstrar því markaður fyrir slíkar vélar og það kemur ekki á óvart að margar þær vélar og hugbúnaður sem eru á boðstólum koma einmitt frá Rúss- landi. Ein slík vél hefur verið til prófunar hérlendis í vetur og hug- búnaðurinn sem fylgdi vélinni var einmitt rússneskur. Geymir 16 klst. af efni Street Guardian myndavélin sem prófuð var er áströlsk að upp- runa. Vélin sem slík er ekki fyrir- ferðarmikil og lítið mál að koma henni fyrir, venjulega bak við baksýnisspegil þar sem hún heftir ekki útsýni ökumannsins. Einnig fylgir henni staðsetningarbúnaður svo hægt sé að sýna raunhraða og staðsetningu bílsins með mikilli nákvæmni. Einmitt þessi búnaður gæti komið sér vel þegar óhapp verður og bíleigandinn þarf að sanna mál sitt fyrir tryggingar- félagi. Með vélinni fylgir 32 gíga- bæta minniskort en kaupa má allt að 128 gígabæta kort sem geymir þá yfir 16 klukkustundir af efni. Með því að ýta á einn takka á vélinni vistar hún einnig sérstaklega nokk- urra mínútna myndskeið. Með því að tengja vélina beint við rafkerfi bílsins kveikir hún á sér sjálf og hefur strax upptöku, svo aldrei þarf að hafa áhyggjur af því að gleyma að kveikja á vélinni. Hún virðist þola vel íslenskar aðstæður og frost og einnar og hálfrar tommu litaskjár- inn sýnir skýra mynd ef kveikt er á honum. Fyrirtækið Sportmyndavélar er með svona vélar til sölu hérlendis fyrir þá sem telja að þeir geti haft not fyrir slíka vél. Er þörf fyrir vöktun með myndavélum í umferðinni? Myndavélar geta komið sér vel þegar óhapp verður og bíleigandinn þarf að sanna mál sitt fyrir tryggingarfélagi. Heimur smárra sportbílaframleið- enda varð enn smærri í vikunni þar sem breski sportbílaframleiðandinn Zenos lýsti yfir gjaldþroti og leitar nú fjárfesta til að bjarga tilvist sinni. Fyrirtækinu er nú stjórnað af Beg- bies Traynor LLP í London en það sérhæfir sig í endurreisn gjaldþrota fyrirtækja. Eflaust kannast ekki margir við Zenos-bílaframleiðand- ann en margir slíkir litlir bílafram- leiðendur fyrirfinnast þó. Zenos á sér ekki langa sögu, eða frá árinu 2012 og var stofnað af verkfræðing- um sem unnið höfðu hjá sportbíla- fyrirtækjunum Lotus og Caterham. Fyrsti bíll Zenos var E10 og honum fylgdu svo enn öflugri E10 S og E10 R bílar. Allir þessir bílar voru litlir og léttir og enginn þeirra þyngri en 725 kíló. Þeir eru þó afar snarpir með 200 til 350 hestafla vélar sem fengnar voru hjá Ford, meðal ann- ars 2,3 lítra EcoBoost-vélin úr Ford Focus ST. Með henni var Zenos E10 R aðeins þrjár sekúndur í hundr- aðið og hámarkshraðinn 250 km/ klst. Vélarnar voru miðjusettar í bílunum og þeir afturhjóladrifnir. Zenos-bílar voru alls ekki ódýrir og kostuðu frá 5,3 milljónum króna og skýrir það ef til vill af hverju fyrir- tækið er nú gjaldþrota. Breska Zenos gjaldþrota Bílamyndavél eins og títt er að rússneskir bílaeigendur nýti sér. 2.590.000 kr.2.990.000 kr. Kia Soul EXKia cee’d EX 1.6 Árgerð 6/2015, ekinn 70 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 5,2/100 km. Árgerð 9/2015, ekinn 9 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla frá 4,2 l/100 km. 3.150.000 kr. Kia Soul EX Árgerð 12/2015, ekinn 27 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 5,2 l/100km. 5.390.000 kr.6.290.000 kr. Kia Sorento EX LuxuryKia Sorento EX Luxury Árgerð 12/2014, ekinn 84 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 6,7 l/100 km. Árgerð 3/2015, ekinn 50 þús. km, dísil, 2.199 cc, 200 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 6,7 l/100 km. 21.460 kr. á mánuði*24.800 á mánuði* 51.500 kr. á mánuði* 25.800 kr. á mánuði* 43.900 kr. á mánuði* Raðnúmer: 290535 Raðnúmer: 320412 Raðnúmer: 320045 Raðnúmer: 290627 Raðnúmer: 170228 4.590.000 kr.5.790.000 kr. Kia Sportage EX 4WDKia Sportage GT Line 4WD Árgerð 11/2015, ekinn 69 þús. km, bensín, 1.995 cc, 136 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 5,9 l/100 km. Árgerð 2/2016, ekinn 15 þús. km, bensín, 1.591 cc, 177 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 7,5 l/100 km. 47.400 kr. á mánuði* 37.900 kr. á mánuði* Raðnúmer: 170266 Raðnúmer: 992224 21.400 kr. á mánuði* Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ 2.590.000 kr. Kia cee’d LX 1.4 Árgerð 4/2015, ekinn 35 þús. km, dísil, 1.396 cc, 90 hö, beinskiptur, eyðsla frá 4,2 l/100 km. Raðnúmer: 320333 Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 84 mánuði. Vextir 8,50% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,30%. Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. * Notaðir bílar 3 til 6 ára ábyrgð fylgir! 7 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r4 Bílar 0 7 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 E -0 7 A 4 1 C 2 E -0 6 6 8 1 C 2 E -0 5 2 C 1 C 2 E -0 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.