Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is,
s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351
Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439
| Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
Kristín Kristjánsdóttir, djákni í fella- og Hólakirkju, stýrir djúpslökun og fyrirbæn ásamt Þorgerði sveinsdóttur alla þriðjudaga
klukkan 17.30. mynd/gVa
„Til eru ítarlegar rannsóknir á því
hvernig heilsa, líkamleg, andleg og
félagsleg, batnar við djúpslökun og
bæn,“ segir Kristín Kristjánsdótt-
ir, djákni við Fella- og Hólakirkju,
en boðið er upp á djúpslökunar-
og fyrirbænastundir í kirkjunni á
þriðjudögum klukkan 17.30.
„Fyrsti tíminn var fyrir viku
og er ætlunin að bjóða upp á þess-
ar ókeypis stundir í vetur,“ segir
Kristín en hugmyndin kom frá
fólki í sókninni. „Það kom fólk að
máli við mig og óskaði eftir þessu
en slíkar stundir hafa verið haldn-
ar í fleiri kirkjum með góðum
árangri,“ lýsir hún.
góð orka í kirkjunni
Kristín ákvað að fá til liðs við sig
jógakennarann Þorgerði Sveins-
dóttur enda hafi hún góða reynslu
í því að leiða fólk í djúpslökun
sem byggi á jóga nidra-fræðum.
„Kjarninn í djúpslökun er öndun,
að fylgjast með henni og læra inn á
hana og líkamann,“ segir Þorgerð-
ur sem hefur iðkað jóga í 15 ár og
kennt í sjö. Hún segir gott að iðka
djúpslökun liggjandi en hægt sé að
gera það sitjandi líka. „Djúpslökun
má í raun iðka hvar sem er en það
var dásamlegt að vera í kirkjunni,
enda góður andi þar,“ segir hún og
Kristín er hjartanlega sammála.
„Það er ótrúleg orka sem mynd-
ast inni í svona stórri byggingu,“
segir hún.
bætt heilsa
Þær eru sammála um að djúp-
slökun hafi góð áhrif á heilsuna.
„Kirkjan er bandamaður fólksins
og vill vinna að því að bæta líðan
þess. Okkur fannst þetta því frá-
bær vettvangur til að koma til móts
við það,“ segir Kristín sem bendir
á að góð slökun geti lækkað blóð-
þrýsting og bætt andlega heilsu.
Þá sé góð djúpslökun á við fjögurra
tíma svefn og bæti jafnframt næt-
ursvefn. Þorgerður bætir við að
slökun dragi mjög úr streitu.
Þótt djúpslökun byggi á jóga
nidra-fræðum er ekki stundað
hefðbundið jóga í kirkjunni. Hins
vegar er kærleikurinn kjarni
stundarinnar að sögn þeirra
tveggja. „Fyrir mér skiptir ekki
öllu máli hvað maður kallar and-
ann, eða hvað fólk trúir á, heldur
er það kærleikurinn sem er kjarn-
inn í þessu ferli,“ segir Þorgerð-
ur sem telur jógíska iðkun vera í
grunninn andlega iðkun.
Kristín er ánægð með hve fólk
sé opið fyrir þessum stundum.
„Allir eru velkomnir og ekkert
þátttökugjald er tekið fyrir,“ segir
hún en í allt tekur ferlið klukku-
tíma. „Við byrjum á fyrirbæn, svo
leiðir Þorgerður okkur inn í slök-
unina. Fólk má liggja eða sitja.
Síðan endum við stundina með
bæn,“ lýsir Kristín og bendir á
að teppi og koddar séu á staðnum
en dýnur þurfi fólk að koma með
sjálft.
Djúpslökun í kirkju
Boðið er upp á djúpslökun og fyrirbæn í Fella- og Hólakirkju alla
þriðjudaga. Djúpslökunin byggir á jóga nidra-fræðum en jógakennari
leiðir slökunina ásamt djákna kirkjunnar. Allir eru velkomnir.
sólveig
gísladóttir
solveig@365.is
Þorgerður sveinsdóttir
Vetraryfirhafnir - Sparidress - Peysur - Blússur - Bolir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Útsöluvörur
VERÐHRUN
60-70%
afsláttur
60–70%
afsláttur
í nokkra daga
ÚTSÖLULOK
VIÐ FLYTJUM
10. FEBRÚAR
Save the Children á Íslandi
7 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r2 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a
0
7
-0
2
-2
0
1
7
0
5
:3
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
2
D
-F
8
D
4
1
C
2
D
-F
7
9
8
1
C
2
D
-F
6
5
C
1
C
2
D
-F
5
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
6
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K