Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 26
Nýlega kynnti breska bílaveftíma- ritið What Car? úrslit í keppni um útnefningar á bestu bílunum á breska markaðnum og er óhætt að segja að BMW hafi komið þar vel út. Hinn nýi og sívinsæli BMW 5, sem á sér langa og rótgróna sögu hjá BMW og nú er verið að kynna í nýjustu útgáfu á helstu lykilmörkuðum heims, fékk þar tvenn verðlaun og rafmagnsbíllinn önnur. Þannig útnefndi tímaritið BMW 5 Series Sedan „Bíl ársins 2017“ í Bretlandi og auk þess „Besta lúxusbílinn“ á markaðnum. Þá hlaut rafmagns- bíllinn BMW i3 verðlaun sem besti rafmagnsbíllinn í sínum verðflokki, en aðalverðlaun rafmagnsbíla hlaut Renault ZOE, mest seldi rafmagns- bíllinn í Evrópu. BMW með þrenn verðlaun hjá What Car? McLaren hefur að undanförnu verið að sýna McLaren bíleigendum sína nýjustu afurð, McLaren 720S, sem leysa mun af hólmi McLaren 670S. Svo virðist sem einn gestanna hafi ekki staðist mátið og smellt af bílnum mynd, vafalaust í mikilli óþökk McLaren manna. Myndina birti hann síðan á Instagram-síðu sinni og fer hún nú um netheima á ógnarhraða, en er eins og sést ekki í hárri upplausn. Eins og vanalega bendir nafn bílsins til þess hve öfl- ugur hann er, eða 720 hestöfl. Það átti líka við 650S og 670S bílana. Aflið kemur frá 3,8 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Talsvert mikil breyting er á ytra útliti bílsins frá 670S bílnum. Framljósin eru ekki lengur í laginu eins og búmerang og þaklínan er afar blöðrulaga og minnir á Pagani bíla. McLaren ætl- aði fyrst að sýna 720S bílinn á bíla- sýningunn i í Genf í mars komandi og væntanlega hefur alls ekki staðið til að gestir þar gengju að því vísu hvernig bíllinn lítur út fyrirfram. McLaren hefur á allra síðustu árum stóraukið framleiðslu sína á bílum fyrir almenning, en fyrirtækið er hvað þekktast fyrir Formúlu 1 bíla sína og góðan árangur þeirra á árum áður í keppni þar. Fyrir ekki svo mörgum árum voru aðeins nokkur hundruð bíla sem rötuðu í hendur almennings, en svo mikil eftirspurn hefur orðið á allra síðustu árum fyrir ofurbíla eins og McLaren smíðar að salan var komin yfir 2.000 bíla í fyrra og þeir McLaren menn stefna enn hærra og hyggjast auka fram- leiðslu sína verulega á næstunni. Mynd af nýjum McLaren 720S lak út á netið Aðdáendur hins goðsagna- kennda sportbíls Renault Alpine geta nú glaðst á ný því að nýr og glæsilegur sportbíll frá fram- leiðandanum lítur dagsins ljós síðar á þessu ári. Renault hefur ákveðið að fyrstu 1955 bílarnir verði í sérstakri númeraðri við- hafnarútgáfu til minningar um frumkvöðul Alpine, Jean Rédélé, sem stofnaði fyrirtækið sam- nefnt ár. Nýr Alpine er sannur sportbíll í anda helstu keppi- nauta sinna og fer úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á 4,5 sekúndum. Afhending fyrstu bílanna hefst síðar á þessu ári, en einungis íbúum þrettán Evrópuríkja auk Japans gefst kostur á að panta fyrirfram eintak á netinu þar sem reiða þarf fram tvö þúsund evrur í fyrirframgreiðslu. Aðdáendur renAult Alpine getA glAðst á ný Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is OPEL Á ÍSLANDI ReykjavíkTangarhöfða 8 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur UPPLIFÐU ÞÝSK GÆÐI LÁTTU ASTRA KOMA ÞÉR Á ÓVART. opel.is | benni.is Opel Astra - verð frá: 2.990.000 KR. 7 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r12 Bílar 0 7 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 E -0 7 A 4 1 C 2 E -0 6 6 8 1 C 2 E -0 5 2 C 1 C 2 E -0 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.