Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is 7 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r10 s k o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð SKOÐUN Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum. Við hverfum að lokum hljóðlítið á braut og gleymumst fljótt. Aðrir rísa upp úr mannhafinu og marka djúp spor í söguna; gera samfélagið betra og fegurra. Einn þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag hefði Gylfi orðið 100 ára en hann fæddist þann 7. febrúar 1917 en lést 18. ágúst árið 2004 tæplega 88 ára gamall. Gylfi hafði mikil áhrif á flest það fólk sem hann hitti og þau mál sem hann fjallaði um. Hann varð snemma baráttumaður fyrir jöfnuði og félags- legum umbótum og sagði fátækt og ömurlegar aðstæður fólks í kreppunni hafa gert hann að jafnaðarmanni. Gylfi var þó vel meðvitaður um það að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og manneskjan þarf líka á andlegri næringu að halda enda sjálfur ágætis tónskáld og píanóleikari. Gylfi var mikilsvirtur skólamaður, fræðimaður, þingmaður í 36 ár og ráðherra í 15 ár. Hann beitti sér fyrir frjálsum viðskiptum og opnari samskipt- um við umheiminn, ekki síst með því að hafa forgöngu um afnám hafta og skömmtunarkerfis í Viðreisnarstjórninni. Síðar birtust sömu áherslur í baráttu hans fyrir inngöngu Íslands í EFTA. Á sviði menntamála stóð hann fyrir eflingu allra skólastiga og lögum um tónlistarskóla. Sá gríðarlegi kraftur og gæði sem eru í íslensku tónlistarlífi í dag eru ekki síst honum að þakka. Það væri því viðeigandi ef sönglagið Ég leitaði blárra blóma, eða eitthvað af hans fallegu verkum hljómuðu sem víðast í tónlistarskólum landsins í dag. Fyrir hönd Jafnaðarmannaflokks Íslands, Sam- fylkingarinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihaldsríkari heimi. Þökk fyrir Gylfa Fyrir hönd Jafnaðar- mannaflokks Íslands, Samfylking- arinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihalds- ríkari heimi. Logi Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar Bandaríski rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald sagði að það væri prófsteinn á fyrsta flokks gáfur hjá einstaklingnum að geta verið samtímis með tvær fullkomlega andstæðar skoðanir á sama máli en samt verið starf-hæfur og haldið fullri virkni. Fitzgerald dó langt fyrir aldur fram úr alkóhólisma en hann hafði rétt fyrir sér að ákveðnu leyti. Flest stór menningarsamfélög síðustu þúsund ára eða svo hafa verið í mótsögn við sjálf sig á einhverjum tímapunkti eða öðrum. Í þessum samfélögum hafa þrifist hug- myndir samtímis sem ganga fullkomlega í berhögg hvor við aðra. Lífsstíll í enskum miðaldasamfélögum þar sem riddarar voru blóðþyrstir morðingjar í þjónustu konungs en iðkuðu samtímis kristna trú, krossferðirnar og hræsni páfans í Róm gegnum aldirnar eru bara nokkur dæmi. Segja má að tíminn frá 1789 hafi einkennst af til- raunastarfsemi hugmyndakerfa þar sem tekist hafa á frelsi og jöfnuður. Tilraunin með hreinan sósíalisma misheppnaðist og hömlulaus kapítalismi skapar ekki bara félagslega fátækt, þar sem tækifærin eru skert, heldur áþreifanlega fátækt þar sem ekkert öryggisnet er til staðar og stór hluti fólks á hvorki mat né þak yfir höf- uðið. Ein skýrasta birtingarmynd um hvers konar sam- félag óheftur kapítalismi hefur í för með sér eru Banda- ríkin þar sem ungbarnadauði er algengari en á Kúbu, í Hvíta-Rússlandi og Malasíu. Bandaríkin eru samfélag öfganna þar sem tækniþróun og framfarir eru mestar en stór hluti borgaranna býr við hörmuleg lífskjör. Í samfélagi geta tvær ólíkar hugmyndastefnur verið ráðandi á sama tíma. Þannig getur samfélag viður- kennt mikilvægi þess að ekki megi takmarka um of frelsi frumkvöðla til að skapa verðmæti því þeir séu drifkraftur samfélagsins. Hins vegar megi skattleggja þá þegar þeir afla sér tekna og þannig skerða frelsi þeirra. Nær öll evrópsk nútímasamfélög standa vörð um frelsi og jöfnuð á sama tíma. Þannig eru þessar ósamrýman- legu hugmyndastefnur ráðandi samtímis. Pólitískar átakalínur í þessum ríkjum eru bara birting þess að fólk er ósammála um hvar skurðpunktar þessara ólíku stefna eigi að liggja. Fyrir síðustu alþingiskosningar dreifðu nokkrir Sjálf- stæðismenn listum frá alþjóðlegum stofnunum sem sýndu hvar Ísland hefði skarað fram úr í alþjóðlegum samanburði. Tilgangurinn var að sýna svart á hvítu (og það réttilega) hvað Ísland væri gott samfélag. Ójöfnuður er hér lítill þrátt fyrir hið kapítalíska hagkerfi og stuðlar sem mæla bæði hamingju þjóðarinnar og innviði samfélagsins eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði. Þetta var klókt hjá Sjálfstæðismönnum en það láðist hins vegar að taka fram að Ísland hefur skarað fram úr á þessum listum af því að Ísland er velferðarsamfélag með djúpar sósíaldemókratískar rætur. Hrepparnir í íslenska þjóðveldinu voru sjálfsprottið velferðarkerfi í þjóðfélagi án ríkisvalds. Íslenska öryggisnetið er þannig þúsund ára gamalt fyrirbæri. Faðmlag íslenska öryggis- netsins við frjálsan markaðsbúskap og aðgang að innri markaði Evrópu með aðild að EES-samningnum er ástæða þess að á Íslandi er jöfnuður og efnahagsleg vel- sæld á sama tíma. Ekki óheftur kapítalismi. Öryggisnetið Nær öll evrópsk nú- tímasamfélög standa vörð um frelsi og jöfnuð á sama tíma. PURE SYNERGY 15% MAMMA VEIT BEST.IS - LAUFBREKKA 30 & NJÁLSGATA 1 Lífræn hágæða bætiefni & vítamín Hvert er þitt markmið? afsláttu r í febrúa r Þetta er rétt að byrja Fasteignafélagið Þak er byrjað að bjóða 95 prósenta fasteignalán og segir að fleiri fasteignafélög muni fylgja í kjölfarið með svipuð kjör til viðskiptavina sinna. Íbúðirnar sem um ræðir eru mjög litlar, á bilinu 29 til 47 fermetrar og þær dýrustu eru á 23,9 milljónir króna. Þessi lán líkjast því sem Íslendingar áttu að venjast fyrir hrun og eru enn eitt atriðið sem minnir óþægilega á að sagan sé að endurtaka sig. Sjálfstæðisflokkur er aftur kominn í ríkisstjórn með frjálslyndum miðjuflokkum, hús- næðisverð heldur áfram að hækka, krónan er of sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum, fyrirtæki bjóða í árshátíðarferðir til útlanda, sala lúxusbíla tekur kipp og Silfur Egils er snúið aftur í sjónvarpið. Loksins loksins Framsóknarflokkurinn var, eins og alþekkt er, sérstakt baráttuafl fyrir háum húsnæðislánum og kom 90% lánum á eftir kosning- arnar 2003. Lánin hafa stundum verið sögð eiga stóran þátt í efna- hagshruninu 2008 vegna þenslu- myndandi afleiðinga þeirra. Og eins og fyrir tæpum 15 árum hefur fátt breyst. Vigdís Hauks- dóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, deildi frétt um fasteignalánin á Twitter með orðunum: „Frábærar fréttir fyrir unga fólkið okkar – loksins loksins.“ Eftir tíu ár til viðbótar mega íslenskir húsnæðiseigendur eiga von á aðgerð stjórnvalda: Lagfæringin. snaeros@frettabladid.is 0 7 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 D -E A 0 4 1 C 2 D -E 8 C 8 1 C 2 D -E 7 8 C 1 C 2 D -E 6 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.