Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 4
MenntaMál Samkvæmt nýrri saman­ tekt verðlagseftirlits ASÍ er hæst verð fyrir hádegisverð og síðdegis­ vistun grunnskólabarna í Garða­ bæ, eða 36.484 krónur á mánuði en lægst í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þjónustan kostar 24.234 krónur. Allt að 51 prósents  munur er á kostnaði foreldra vegna þjónust­ unnar meðal stærstu sveitarfélaga landsins samkvæmt samantektinni. Heildarkostnaður foreldra vegna þessarar þjónustu hefur hækkað í öllum  fimmtán sveitarfélögunum sem skoðuð voru. Mesta hækk­ unin milli ára er í Reykjavík þar sem þjónustan hækkaði um ellefu pró­ sent. Munar þar mest um þrjátíu pró­ senta hækkun á hádegisverði. Ef eingöngu er skoðuð gjaldskrá fyrir hádegisverð sem í boði er fyrir grunnskólabörn á öllum aldri má sjá að allt að 41 prósents verðmunur er á milli sveitarfélaga. Hæsta verðið er á Ísafirði þar sem máltíðin kostar 492 krónur. Akureyri og Vestmannaeyjar eru einu sveitar­ félögin þar sem hádegisverður hækk­ aði ekki milli ára. Sigríður Hulda Jónsdóttir, for­ maður skólanefndar Grunnskóla Garðabæjar, segir að bærinn greiði grunnskólamat niður árlega um 60­70 milljónir. Þá sé forgangsmál í bæjarfélag­ inu að efla innra starf skólanna og í því skyni var stofnaður Þróunarsjóð­ ur grunnskóla árið 2014 sem útdeilir 30 milljónum á ári. Kennarar og aðrir starfsmenn skólanna geta sótt um. Auk þess hefur bærinn í upphafi árs ákveðið að leggja 50 milljónir aukalega til grunnskólanna vegna ýmissa verkefna. „Garðabær hækkaði skólamat mjög lítið milli ára síðast eða um tvö prósent á meðan ýmis önnur sveitar­ félög hækkuðu mun meira. Munur á krónutölu er ekki mikill til dæmis milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar og sama á við um Kópavog. Garða­ bær leggur áherslu á hátt þjónustu­ stig og eru börn tekin ung inn í leikskóla, leikskólinn lokar ekki á sumrin þannig að foreldrar geta valið sér tíma til að taka sumarfrí og auk þess er frjálst val um grunn­ skóla fyrir börn á milli grunnskóla með ólíkar áherslur,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir. – bb Matur og vistun dýrust í grunnskólum Garðabæjar Í samanburðinum er miðað við þriggja tíma dagleg vistuna eftir skóla ásamt síðdegishressingu og hádegismat í 21 dag á mánuði. Mynd/Steinn Vignir Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamra- hlíð, lést 5. febrúar, 85 ára að aldri. Örnólfur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og námi í líffræði, efnafræði og dýrafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Örnólfur kenndi við MR 1960 til 1967 og við MH 1967 til 1980 og var rektor MH 1980 til 1995. Þekktastur er Örnólfur fyrir alþýðufræðslu sína, meðal annars vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþáttinn Nýjasta tækni og vísindi sem var á dagskrá RÚV í mörg ár. Örnólfur var kvæntur Guðnýju Ellu Sigurðardóttur sérkennara sem lést 1983. Þau eignuðust fjóra syni. Síðar var sambýliskona Örnólfs Rannveig Tryggvadóttir þýðandi. Hún lést 2015. Örnólfur Thorlacius látinn Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í ppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni. • Klippir álfilmur og plast • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setj í up vottavél • Afar auðvelt í notkun ...ómissandi í eldhúsið! árétting Í umfjöllun blaðsins um útflutningsverðmæti grásleppu á laugardag var heimildar ekki getið. Fréttin var byggð á úttekt Landssambands smábátaeigenda og frétt um efnið sem birtist á heimasíðu sambandsins 1. febrúar.   Örnólfur thorlacius. UMferð Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. Þetta sýna nýjar tölur Samgöngustofu sem kynntar verða á morgunverðarfundi Sam­ taka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja um umferðar­ öryggi sem fram fer á Hilton Reykja­ vík Nordica í dag. Á árinu 2014 slösuðust 123 en árið eftir var fjöldinn kominn í 213. Á liðnu ári slösuðust svo 223 erlendir ferðamenn og þar af létust tveir hinna slösuðu. Fjöldi slasaðra ferðamanna það árið er 15,7 pró­ sent af heildarfjölda slasaðra það árið. Aukningin árið 2015 var hlut­ fallslega mun meiri en sem nemur fjölgun ferðamanna á Íslandi en aukningin 2016 var hlutfallslega minni. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðslu­ deildar hjá Samgöngustofu, segist ekki vera með skýringar á þessari þróun en bendir á að slysum hafi fjölgað mikið yfir vetrartímann árið 2015. Aðstæður í umferðinni yfir vetrartímann séu mun erfiðari en á sumrin. „Margir sem koma á sumrin lenda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki, þröngum vegum og lausamöl. En á veturna er þetta oft enn þá meira framandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í upplýsingar um ástæður slysa má sjá sjá að 73 pró­ sent erlendra ferðamanna sem lenda í slysum keyra út af eða velta bílnum. Aðrir sem slasast keyra út af eða velta bílnum í einungis 23 prósentum tilvika. „Ástæðan fyrir þessu er sú að erlendir ferðamenn eru nánast bara að keyra í dreifbýli á meðan Íslendingar aka nánast bara í þétt­ býli. Útafakstur og bílveltur eru mjög dæmigerð dreifbýlisslys,“ segir Gunnar Geir. Hann segir þessa niðurstöðu sýna að ýmislegt megi bæta við vega­ kerfið til þess að bæta umferðar­ öryggi. Til dæmis séu vegrið ekki nógu víða. „Þetta er auðvitað eitt af því sem þarf að laga og að umhverfi veganna sé þannig að það liggi ekki dauðarefsing við því að aka út af, eins og sums staðar er,“ segir Gunn­ ar Geir. Umhverfis­ og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til skoð­ unar hvort mögulegt sé að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gunnar Geir segir umræðuna um nagladekk vera flókna. „Slysin á erlendum ferðamönn­ um eru 95 prósent í dreifbýli enda fer akstur þeirra langmest fram í dreifbýli. Af 223 slösuðum útlend­ ingum voru 11 sem slösuðust í þétt­ býli. Það setur þetta í samhengi og það er alveg glórulaust ef bílaleig­ um yrði bannað að hafa nagladekk undir bílum sínum. Umræðan um nagladekk í borginni er síðan allt annars eðlis. Það þarf að passa að setja þetta ekki allt saman  undir sama hatt,“ segir Gunnar Geir. jonhakon@frettabladid.is Á þriðja hundrað ferðamenn slösuðust í umferðinni í fyrra Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni í fyrra. Tveir létust. Umferðarslysum fjölgaði gríðar lega árið 2015. Helstu ástæður umferðarslysa erlendra ferðamanna eru útafakstur eða bílvelta. Þessi bíll fór út af reykjanesbraut, valt og endaði á toppnum. Fréttablaðið/Heiða DÓMSMál Þrír menn voru dæmdir til greiðslu sektar í Héraðsdómi Norðurlands eystra á dögunum fyrir að aka inn á bannsvæði meðan eld­ gosið í Holuhrauni stóð yfir. Mennirnir óku inn á svæðið á tveimur bílum við Grænavatn í Mývatnssveit. Í skýrslutökum hjá lögreglu viðurkenndu mennirnir að hafa ekið inn á svæðið og tekið eftir einhverjum lokunum. Þá hafi þeir einnig vitað af ferðabanninu en „forvitnin hafi rekið þá áfram“. Fyrir dómi báru þeir því við að hafa ekki vitað af lokuninni. Þeir hefðu verið á vel útbúnum bílum og feikilega vanir ferðum inn á hálendið. Þeir hefðu tekið eftir lok­ unarskiltinu við Grænavatn en talið það „týpískt Vegagerðarskilti. [..] [V]ið lítum á þetta meira svona sem einhverjar aðvaranir fyrir túristana og við bara höldum okkar ferðalagi og þykjumst bara, eða vitum bara, hvenær okkur er óhætt að halda áfram,“ sagði meðal annars í vitnis­ burði þeirra fyrir dómi. Þremen ingunum var öllum gerð 80.000 króna sekt en ökumenn bif­ reiðanna fengu 5.000 króna sekt að auki fyrir að virða umferðarmerki að vettugi. Sex daga fangelsi kemur í stað sektanna verði þær eigi greidd­ ar innan sex vikna. Auk þess var mönnunum gert að greiða málsvarnarlaun og kostnað verjanda síns, alls tæplega 1,4 millj­ ónir króna. – jóe Fengu fésektir fyrir ferð að Holuhrauni lokunarskilti sem sett var upp meðan gosið stóð yfir. Fréttablaðið/VilHelM 7 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r i ð J U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 7 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 D -E E F 4 1 C 2 D -E D B 8 1 C 2 D -E C 7 C 1 C 2 D -E B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.