Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.02.2017, Blaðsíða 16
www.visir.is/bilar Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is, Sími 512 5457 Bílar Ný kynslóð Nissan Micra var kynnt blaðamönnum í Dubrovnik í Króa- tíu fyrir skömmu og þar gat að líta svo gerbreyttan bíl að fæstum gæti dottið í hug að þar færi arftaki fyrri bíls. Oft hafa svo miklar breytingar á bílum ekki heppnast sem skyldi, en í tilviki Nissan Micra nú skal fullyrt að þar fer miklu betri og skemmtilegri bíll. Greinarritari var einn þeirra heppnu sem fengu að prófa þessa nýju kynslóð Micra í Dubrovnik og þar urðu ekki leiðinleg kynni. Hann er nú fyrsta sinni hannaður sérstak- lega fyrir Evrópumarkað, en fram að þessu hefur stærð hans og hönnun öll miðað að bílamarkaði í Japan og á Indlandi. Fyrir það fyrsta hefur bíllinn lengst um eina 19 sentimetra, breikkað og lækkað, en hann mátti aldeilis við því að lækka til þaksins. Fyrir vikið er hér nú kominn mun fallegri bíll og hönnun Nissan hreint til fyrirmyndar. Ein jákvæðasta breyting á bíl á síðustu árum Eiginlega má segja að ekki hafi sést meiri og jákvæðari breyting á einum bíl í talsvert langan tíma og víst að Nissan er með í höndunum bíl sem búast má við að slái í gegn í Evr- ópu. Ekki veitti af í tilfelli Micra þar sem sala hans í Evrópu hefur farið minnkandi á undanförnum árum og hann hefur verið eftirbátur flestra keppinauta sinna í álfunni. Það mun nú gerbreytast. Svo höfð séu eftir ummæli eins erlends blaðamanns um þessa kynslóðarbreytingu Micra: „From dull to daring, boring to bold.“ Undir það skal tekið. Micra er nú allt í einu troðinn nýjustu og bestu tækni Nissan og mun betur búinn en svo til allir keppinautar hans. Auk þess er hann sláandi fallegur, en for- verinn var því miður sláandi ljótur. Að innan er bíllinn svo smartur að greinarritari hefur ekki séð annað eins í þessari stærð bíla og litaspilið og frágangur í fjölmörgum gerðum innréttinga hans hreint augnakon- fekt. Nýr Nissan Micra er nú smíð- aður í verksmiðju Renault í nágrenni Parísar, en fyrri gerð bílsins var smíðuð í Indlandi. Allt miðar því til Evrópu og er það ávísun á bæði gæði og þarfir Evrópubúa. Fljótlega mun birtast hér ítarleg reynsluaksturs- grein um nýjan Nissan Micra. Gerbreytt og stærri Micra Servio fékk á dögunum glæsilega Setra Top Class rútubifreið afhenta hjá atvinnubíladeild bílaum-boðsins Öskju. Þetta er að líkindum glæsilegasta hópferðabifreið landsins sem eykur enn á þá upplifun að ferðast um Ísland. Bifreiðin er rúmlega 13 metra löng og búin 29 farþegasætum klæddum leðri. Sætin eru einstak- lega þægileg og mikið er lagt upp úr glæsileika, þægindum og ekki síst góðu plássi á milli sæta. Öll sæti rútunnar eru búin tveggja punkta öryggisbeltum. Aftast í bílnum er eins konar setustofa, þar eru sex sæti umhverfis borð. Þar geta farþegar setið og notið ferðarinnar á allt annan hátt en við eigum að venjast í rútubifreið. Við hvert sæti er möguleiki á að hlaða smátæki með USB-tengjum, einnig eru 220 volta innstungur við hvert sæti. Mikil þægindi og öryggi innanborðs ,,Það sem einkennir þessa rútu hvað mest er glerþak sem nær alveg enda á milli. Þaðan kemur nafnið Top Class. Þetta er eina rútubifreiðin á markaði í dag sem hefur upp á gler- þak að bjóða. Þetta gerir allt yfir- bragð rútunnar annað en farþegar eiga að venjast og upplifun þeirra verður einstök. Í bílnum er salerni, kaffivél, ísskápur og öflug loftkæling. Vinnuaðstaða bílstjóra er mjög góð og mikið lagt upp úr þægindum við akstur og öryggi ökumanns,“ segir Sigurður Einar Steinsson, sölumaður hópbifreiða hjá atvinnubíladeild Öskju. Vél bílsins er rúm 500 hestöfl, lýtur Euro 6 staðli og er einstaklega hljóðlát og hagkvæm. ,,Við hönnun rútunnar var mikið lagt upp úr þægindum og öryggi farþega. Að upplifun farþega verði einstök og eftirminnileg. Þetta hefur tekist vel og þykir Setra Top Class vera flaggskip rútubifreiða af þessu tagi,“ segir Sigurður. Setra er dótturfyrirtæki Daimler AG sem er framleiðandi Mercedes-Benz bíla. Mercedes-Benz er einmitt mest selda atvinnubílamerki heims. Glæsilegur bíll í flottan bílaflota Servio er sérhæft fyrirtæki í lúxus- akstri og öryggisgæslu en fyrirtækið er dótturfyrirtæki Securitas og hefur verið starfandi í þrjú ár. ,,Öryggi og þægindi ferðalanga er í fyrirrúmi og því er bílafloti Servio nýjustu gerðar þar sem gerðar eru miklar öryggis- kröfur. Bílarnir eru Mercedes-Benz VIP Sprinter, S Class, E Class, V Class og Volvo S90. Síðan bætist þessi glæsi- legi Setra Top Class lúxuslangferðabíll nú við bílaflotann okkar. Með þessari nýjustu viðbót er enn frekar aukið á þjónustuframboð Servio,“ segir Haukur B. Sigmarsson, framkvæmda- stjóri Servio. ,,Servio er í samstarfi við öll helstu fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi, fyrirtæki í kvikmyndagerð og fyrirtæki í sérhæfðum viðburðum. Servio sinnir einnig einkaaðilum í heimsóknum á Íslandi. Fyrirtækið býður eigin ferðir að helstu náttúru- perlum landsins ásamt því að aka gestum til og frá flugvelli og á milli staða meðan dvalið er á Íslandi. Ser- vio býður lúxusakstur með bílstjóra til lengri eða skemmri tíma. Ökumenn bílanna eru sérþjálf- aðir, margir með áratuga reynslu úr löggæslu og öryggisvörslu og sinna hverju verkefni af fagmennsku. Þag- mælsku og trúnaðar er gætt við alla viðskiptavini,” segir Haukur. Glæsilegasta rútubifreið landsins komin á götuna Aftast í rútunni er eins konar setustofa fyrir sex farþega sem sitja umhverfis borð. SETRA TOP CLASS Öll sæti rútunnar eru búin tveggja punkta öryggisbeltum. Aftast í bílnum er eins konar setustofa, þar eru sex sæti umhverfis borð. NissaN kEMur til Móts við þÁ sEM vilja saMNýta bíliNN MEð öðruM Ný kynslóð Nissan Micra þykir henta vel í verkefnið. Á tækniráðstefnunni The Web Summit í Lissabon í nóvember nk. mun Carlos Ghosn, stjórnarfor- maður og forstjóri Nissan, segja frá nýju verkefni sem fyrirtækið hyggst ýta úr vör á Parísarsvæðinu í Frakklandi í apríl. Verkefnið sem kallast Nissan Intelligent Get & Go Micra byggist á þörfum fólks sem hefur áhuga á að deila eignarhaldi og notum á einkabíl með öðrum. Nissan hyggst finna einstaklinga sem hafa svipaðar þarfir og velja þá saman sem heppilegast er að deili saman bíl, m.a. með tilliti til búsetu og áfangastaðar. Þess vegna þurfa þeir sem vilja taka þátt að vera skráðir á sam- félagsmiðlum þar sem þeir skrá helstu upplýsingar um sig, svo sem búsetu, vinnustað og fleira og vera með staðsetningu sína virka í snjallsímanum sínum til þess að tölvukerfi Nissan geti búið til hópa fólks sem hentar best að deila bíl til að nýtingin á bílnum verði sem best. Greiðslu- fyrirkomulagið verður með þeim hætti að notendur greiða mánaðarlega í samræmi við notkun sína þannig að þeir sem nota bílinn mest munu greiða mest. Greiðsluseðillinn inniheldur tryggingar og þjónustuskoðanir. aukinn sveigjanleiki Ghosn segir að Nissan sé með verkefninu að taka þátt í þeirri þróun sem sé að verða í heim- inum þar sem hlutverk „einka- bílsins“ í huga unga fólksins sé að breytast og verða sveigjanlegra. Bíllinn gegni félagslegu hlutverki í ríkari mæli og sífellt fleiri vilji deila eignarhaldi á bíl með öðrum sem hafa svipaðar þarfir. Því fylgi bæði aukið frelsi og minni kostnaður. Ghosn segir að hinn splunkunýi Micra (sjá annars staðar á síðunni) sé kjörinn bíll fyrir þetta hlutverk enda búinn þeim tækninýjungum sem unga fólkið hafi mesta þörf fyrir. Nýr Nissan Micra er smíð- aður í verksmiðju Renault í Flins skammt utan við París og er Micra fyrsti bíll Nissan sem smíðaður er hjá Renault. Fyrstu bílarnir fara á helstu lykilmarkaði í Evrópu um miðjan febrúar. BL fær fyrstu bílana í mars. Viðskiptavinir BL fá fyrstu Renault ZOE rafmagnsbílana afhenta í lok þessa mánaðar. Bílaumboðið fær reynsluakstursbíl upp úr 20. febrúar og um sama leyti kemur sýningarbíll í salinn við Sævarhöfðann. Renault ZOE er mest seldi rafbíllinn í Evrópu og nú er hann kominn með nýja rafhlöðu sem hefur tvöfalt meira drægi en rafhlaða eldri bíla, eða allt að 400 km miðað við bestu aðstæður. Hjá BL kostar nýr ZOE Intens 3.690 þúsundir króna og er bíllinn mjög vel útbúinn. Meðal staðalbúnaðar má nefna um- hverfishljóð fyrir gangandi vegfar- endur, sjálfvirk halogen-aðalljós, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að aftan, regnskynjara á þurrkum, rafdrifna og hitaða aðfellanlega útispegla, leðurklætt aðgerða- stýri, sjálfvirka miðstöð með loft- kælingu og tímastilli, bremsu- og brekkuaðstoð, spólvörn, stöðug- leikastýringu og dekkjaþrýstings- kerfi. Einnig má nefna aðdráttar- og veltistýri, hraðastilli með hraðatakmarkara, Media Nav með 7" snertiskjá, leiðsögukerfi með Íslandskorti, USB- og AUX-tengi og margt fleira. Renault Zoe var valinn rafmagnsbíll ársins 2017 í Bretlandi af What Car? Nýr rafbíll MEð allt að 400 kílóMEtra dræGi Renault Zoe rafmagnsbíllinn. 7 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r2 Bílar 0 7 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 E -0 C 9 4 1 C 2 E -0 B 5 8 1 C 2 E -0 A 1 C 1 C 2 E -0 8 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.