Fréttablaðið - 13.02.2017, Page 2

Fréttablaðið - 13.02.2017, Page 2
gæði – þekking – þjónusta Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is TURBOCHEF OFNAR Kynntu þér úrval TurboChef ofna hjá okkur TURBOCHEF SOTA - TURBOCHEF TORNADO 2 - TURBOCHEF HIGHHBATCH 2 TURBOCHEF ENCORE - TURBOCHEF FÆRIBANDAOFNAR TURBOCHEF FIRE PIZZAOFN - TURBOCHEF i3 & i5 TOUCH FÁÐU TILBOÐ Veður Fremur hæg sunnan- og suðaustanátt og smá skúrir eða slydduél í dag, en létt- skýjað norðaustanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst. sjá síðu 18 Dönsuðu Zumba fyrir Unicef Zumbakennarar World Class leiddu í sameiningu 90 mínútna Zumbatíma í gær til styrktar UniCef á Íslandi og starfi stofnunarinnar í Sýrlandi. Þátttakendur greiddu tvö þúsund krónur fyrir þátttökuna og rann allur aðgangseyrir beint til UniCef. Fréttablaðið/Eyþór Tyrkland Efnt verður til þjóðar­ atkvæðagreiðslu í Tyrklandi um aukin völd forsetans. Reiknað er með að hún verði haldin 16. apríl. Þingið samþykkti í síðasta mánuði frumvarp um stjórnarskrárbreyt­ ingu, en ekki með nægilega miklum meirihluta til að komast hjá þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Recep Tayyip Erdogan forseti hefur nú undirritað frumvarpið og þar með opnað á þjóðaratkvæðagreiðsluna. Breytingin þýðir að völd forsetans verða aukin verulega, en Erdogan hefur stefnt að slíkum breytingum lengi. Þær hafa verið gagnrýndar fyrir að veita forsetanum allt of mikil völd. Hann verði nánast einráður í landinu. Meðal annars verður Erdogan gert kleift að ríkja í tvö kjörtímabil til við­ bótar. – gb Tyrkir kjósa um aukin völd forsetans recep tayyip Erdogan tyrklandsforseti. Nordicphotos/aFp Þýskaland Frank­Walter Steinmeier var í gær kjörinn forseti Þýskalands. Áður gegndi Steinmeier embætti utanríkisráðherra. Steinmeier fékk 931 atkvæði af 1.260 á samkomu í þinghúsinu í gær. Auk þingmanna hafði atkvæðisrétt jafn stór hópur almennra Þjóðverja, þeirra á meðal var til að mynda Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Steinmeier kemur úr flokki Jafn­ aðarmanna, samstarfsflokki Kristi­ legra demókrata sem Angela Merkel kanslari fer fyrir. Hluti ástæðunnar fyrir stórsigri Steinmeiers er að flokkur Kristilegra demókrata kom sér ekki saman um forsetaefni og lýsti yfir stuðningi við Steinmeier. – þea Steinmeier kjörinn forseti Frank-Walter steinmeier slys Alvarlegt umferðarslys varð við Laxárbrú í í Leirársveit, milli Hval­ fjarðar og Borgarfjarðar, um fimm leytið í gær. Þar rákust saman tveir bílar. Í frétt á vef héraðsblaðsins Skessu­ horns segir að jeppi og jepplingur hafi skollið saman, en við það fóru bílarnir út í vegrið en stöðvuðust inni á veginum. Sex manns voru í bílunum og voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík en aðrir þrír voru fluttir með sjúkrabílum. – jhh Sex fluttir á slysadeild saMGÖnGur Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjóra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um ágæti hugmynda samgönguráðherra um vegatolla. Bæjarstjóri Akraness vill að daglegir vegfarendur fái veru­ legan afslátt. Sagt hefur verið frá því undanfarna daga að í samgönguráðuneytinu sé unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjár­ magnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Þá er einnig verið að kanna Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. „Þetta hefur ekki verið rætt hjá okkur síðan 2010 þegar áþekkar hugmyndir voru uppi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstóri Árborgar. Henni þykir líklegt að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórninni á næst­ unni. Hún er ekki hrifin af hugmynd­ inni. „Ég held að þetta leggist ekki vel í fólk. Það er furðulegt að ekki skuli vera hægt að fara í vegabætur þar sem umferðin er langmest án þess að láta íbúa greiða fyrir það.“ Að sögn Kjartans Más Kjartans­ sonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur málið ekki verið rætt með formlegum hætti í bæjarstjórn og enn sem komið er sé það ekki á dag­ skrá. „Persónulega líst mér ekki illa á þessar hugmyndir. Við höfum ýtt á það að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið og ef þetta verður til þess að flýta eða hjálpa til við að koma því í höfn þá held ég að það myndi skapast sátt um það,“ segir Kjartan. Að mati Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Akraness, er hugmynd samgönguráðherra allrar athygli verð. Íbúar bæjarfélagsins hafi búið við gjaldtöku í 18 ár með Hval­ fjarðar göngunum. Hún áréttar að jafnræði eigi að ríkja milli landshluta hvað gjaldtökuna varðar. „Í umræðu um gjaldtöku í tengsl­ um við hugsanlega Sundabraut þá höfum við bent á mikilvægi þess að Vestlendingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Ef vegatollar á þessum þremur leiðum verða fyrir valinu er nauðsynlegt að tryggja að þeir sem fara daglega um þjóð­ vegina fái verulegan afslátt,“ segir Regína. Hugmyndin um vegatolla hafði ekki verið rædd við aðra ríkisstjórn­ arflokka áður en sagt var frá henni enda enn á hugmyndastigi. Þetta staðfesta Björt Ólafsdóttir umhverf­ isráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags­ og húsnæðismálaráðherra. johannoli@frettabladid.is Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósam- mála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. bæjarstjóra reykjanesbæjar líst ágætlega á vegatolla ef þeir verða til þess að flýta fyrir tvöföldun reykjanesbrautarinnar. Fréttablaðið/Valli regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri akraness Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í reykjanesbæ 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M á n u d a G u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 3 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -E 6 6 8 1 C 3 7 -E 5 2 C 1 C 3 7 -E 3 F 0 1 C 3 7 -E 2 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.