Fréttablaðið - 13.02.2017, Síða 6
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Eldhúsvaskar og -tæki
Schutte Hoga eldhústæki
11.590
Oulin Stálvaskur 0304
2 hólf 62x47cm 0,8mm*
17.890
Oulin Stálvaskur F201
2 hólf 87x49 1,2mm*
39.990
Oulin Stálvaskur F301A
1 hólf 50x45cm 1,2mm*
18.890
Oulin Stálvaskur FTR101R
89x51cm 1,2mm*
25.890
Oulin Florens
eldhústæki
11.890
Schutte Falcon
eldhústæki
7.790
Oulin stálvaskur F302A
1 hólf 59x53cm 1,2mm*
19.790
SCHÜTTE
* þykkt á stáli
product
design
award
fornleifar Guðbrandur Jónsson,
sem í fyrrasumar gerði mælingar aust-
ast á Hafnarskeiðinu nærri Þorláks-
höfn til að finna fallbyssurnar af
danska herskipinu Gautaborg, mun
fá atbeina sveitarfélagsins Ölfuss til
að sækja um styrk í Danmörku til að
halda leitinni áfram.
Gautaborg fórst haustið 1718 er það
átti að fylgja kaupskipum frá Íslandi
til Danmerkur. Talið er að fjórir menn
hafi farist en aðrir úr áhöfninni sem
var á bilinu 250 til 300 manns komust
í land. Þeir höfðu vetursetu þar sem
öll skip voru farin utan það haustið.
Flestum var komið fyrir á bæjum um
Suðurlandið og eignuðust sumir þar
börn.
„Sú staða hefur komið upp að fall-
byssurnar fimmtíu og annað sem fór
í sjóinn tilheyrir ennþá Konungsrík-
inu Danmörk og eða ríkisstjórn Dan-
merkur samkvæmt upplýsingum frá
IMO stofnun Sameinuðu þjóðanna,
þar sem skipið er herskip,“ segir í bréfi
Guðbrands Jónssonar til Ölfuss. Hann
hafi leitað eftir styrk frá Danmörku,
fyrir milligöngu sendiráðs Dana á
Íslandi.
„Ég sendi inn erindi til Dronning
Margrethe II's Arkæologiske fond,
með fyrirspurn um það hvort sjóður-
inn gæti styrkt mælingu og leit að
munum á hafsbotni. Svar barst fyrir
jólin, þar sem fram kom að ekki væri
útilokað að styrkur fengist, ef eftir því
væri leitað,“ segir Guðbrandur sem
biður sveitarfélagið og Byggðasafn
Ölfuss að fara fyrir umsókninni. „Það
er mín skoðun að það væri farsælast,
ef við finnum muni, að varðveita þá á
safninu í nafni eigenda, danska ríkis-
ins eða Konungsríkisins Danmerkur,
á Byggðasafni Ölfuss,“ skrifar Guð-
brandur.
Menningar- og markaðsnefnd Ölf-
uss samþykkti ósk Guðbrands með því
skilyrði að sveitarfélagið beri engan
kostnað af málinu.
„Þetta er mjög áhugavert,“ segir
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, menn-
ingar- og markaðsfulltrúi Ölfuss.
„Tæknilega séð er skipið ennþá í eigu
danska konungsríkisins. Við sjáum
jafnvel fyrir okkur að hafa þessa muni
til sýnis á byggðasafninu en svo getur
vel verið að danska ríkið, ef það vill
styrkja okkur, krefjist þess að fá mun-
ina til sín.“
Aðspurð segir Katrín ámóta hluti
sem tengjast skipsskaða ekki að finna
á byggðasafninu. „Þetta yrði mjög
sérstakt og með stærri sögulegum
munum. Þótt það séu margir munir
sem tengjast sjósókn á byggðasafn-
inu þá eru engir af þessu kalíberi,“
segir Katrín sem kveður fallstykkin
því mundu verða mikinn feng. „Þau
mundu trekkja mikið að.“
Katrín segir lítið vitað um hugsan-
legt ástand fallbyssanna. „Og ég held
að sé ekki hundrað prósent öruggt að
þær leynist þarna.“ gar@frettabladid.is
Leita að fallbyssum
undan Hafnarskeiði
Menningarnefnd Ölfuss hefur fallist á að sveitarfélagið fari fyrir umsókn um
styrk frá fornleifasjóði Margrétar II Danadrottningar til að leita að fimmtíu fall-
byssum úr herskipinu Gautaborg sem fórst undan Hafnarskeiði haustið 1718.
Herfang Dana
Göteborg (Giothenborg, Gotten-
borg) var sænskt herskip sem Danir
hertóku í Norðurlandaófriðnum
mikla og var það nýtt af danska sjó-
hernum en hélt nafninu. Það fylgdi
dönskum kaupskipum til Íslands
vorið 1718 en herskip höfðu fylgt
þeim í siglingum til og frá landinu frá
árinu 1714 vegna sjórána Svía. Skipið
var línuherskip smíðað í Karlskrona
og sjósett árið 1696. Það var um 900
tonn að stærð með 44 til 50 fall-
byssur og bar 250-300 menn.
Heimild: Wikipedia.
Þótt það séu margir
munir sem tengjast
sjósókn á byggðasafninu þá
eru engir af þessu kalíberi.
Katrín Ósk
Sigurgeirsdóttir,
menningar- og
markaðsfulltrúi
Ölfuss
Heimsmeistarinn á meðal ungra aðdáenda
Heimsmeistari kvenna í skák, hin úkraínska Mariya Muzychuk, gaf aðdáendum sínum eiginhandaráritanir
áður en hún tefldi blindskák gegn ungum skákmönnum í Valencia á Spáni. Fréttablaðið/EPa
fiskeldi Sigurður Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Arctic Sea Farm, telur
ályktun Landssambands veiðifélaga
(LV) um fyrirætlanir fyrirtækisins um
eldi í Ísafjarðardjúpi og rekstur stórs
eiganda þess, Norway Royal Salmon
(NRS), byggða á rangfærslum og mis-
skilningi.
LV lýsti þungum áhyggjum af
fyrirætlunum Arctic Sea Farm um
stóraukið laxeldi í sjókvíum í Ísa-
fjarðardjúpi og Arnarfirði. Ekki
síður gagnrýndi LV að NRS stundaði
„grænt eldi“ í heimalandinu Noregi,
en ekki hérlendis.
Sigurður segir að LV fullyrði að
fyrir tæki hans óski eftir leyfi til notk-
unar á norskum laxastofni. Stað-
reyndin sé sú að „hingað til lands
hafi ekki verið flutt seyði til laxeldis í
meira en 30 ár, þótt uppruni seiðanna
sé upphaflega norskur. Hann segir
að ályktun LV megi skilja sem svo
að meginstarfsemi NRS felist í eldi á
ófrjóum laxi í Noregi. Það sé alrangt.
„Vissulega er NRS leiðandi aðili á
þessu sviði í Noregi. Hér er þó enn
sem komið er aðeins um tilraunaverk-
efni að ræða sem NRS hefur metnað
til að kanna til hlítar, einnig hér á
landi í verkefni sem nú er í burðar-
liðnum á vegum Arctic Sea Farm, NRS
og fleiri aðila,“ segir Sigurður.
„Að notkun geldstofna ryðji sér nú
mjög til rúms í Noregi eins og fullyrt
er í ályktun LV virðist því einungis
ætlað að afvegaleiða umræðuna,“
segir Sigurður og bætir við.
„Við lítum svo á að með NRS sem
kjölfestueiganda að Arctic Sea Farm
verði unnt að standa eins vel að verki
og nokkur kostur er fyrir uppbygg-
ingu atvinnugreinarinnar í heild hér
við land enda er dýrmæt sérfræði-
þekking stjórnenda NRS óumdeild á
alþjóðavísu. Með aðstoð NRS byggist
upp enn frekari þekking á því hvern-
ig best er að byggja upp sjálfbæra
atvinnugrein í sátt við samfélag og
umhverfi.“ – shá
Eldismenn segja veiði-
félög fara með fleipur
Eldismenn segja norskættað eldiskyn þeirra ekki ógna íslenska laxinum.
Fréttablaðið/Eyþór
1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á n U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
3
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
8
-0
D
E
8
1
C
3
8
-0
C
A
C
1
C
3
8
-0
B
7
0
1
C
3
8
-0
A
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K