SÍBS blaðið - 01.01.2006, Page 20

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Page 20
20 Maríus Helgason, forseti SÍBS afhenti honum farartækið í skiptum fyrir merkið með vinn- ingsnúmerinu. Björn hinn ungi þakkaði við- stöddum fyrir sig með handabandi og fór svo í stutta flugferð ásamt föður sínum. Aðspurður um hvernig honum hefði líkað svaraði hann: ,,Ég var hræddur. Vélin renndi sér niður bratta brekku, niður í sand.” En hvað varð svo um þessa sögufrægu vél, einu flugvélina sem hefur verið vinningur í happdrætti hérlendis? Í úrklippusafni SÍBS er að finna grein eftir Helga Daníelsson sem birtist í Skagablaðinu 21. mars 1994. Þar rekur hann sögu flugvélarinnar og happdrættisins um hana, líkt og fram hefur komið hér að framan. Einnig er með greininni mynd af flugvélinni á Langasandi. Síðan segir: ,,Þann 19. febrúar 1947 keypti nýstofnað flug- félag, Vængir hf., vélina og notaði hana til áætlunar- og leiguflugs. Fljótlega eftir það hóf félagið áætlunarflug á milli Reykja- víkur og Akraness. Flugvélin þótti heppileg á þeirri flugleið því hún gat lent bæði á sjó og á landi, enda var það svo að hún lenti á Krossvíkinni og var síðan ekið upp á Langasand, enda ekki flugvöllur fyrir hendi á Akranesi. Ekki man ég til þess að fara með það hve lengi félagið hélt uppi ferðum til Akraness en það mun hafa verið a.m.k. tvö næstu árin. Þeir eru efa- laust margir, sem komnir eru yfir miðjan aldur, sem flugu með þessari flugvél á milli Akraness og Reykja- víkur og muna eftir þessu. Ég minn- ist þess að ég flaug a.m.k. tvisvar með henni til Reykjavíkur. Mér lék því nokkur forvitni á að vita hvað orðið hefði af þessari skemmtilegu og sögu- frægu flugvél og aflaði mér eftirfarandi upp- lýsinga: Það var 9. júlí 1950, að flugvélin var á Þing- vallavatni. Þar hafði henni verið lent því hún var í hringflugi með ferðafólk. Að kvöldi þessa dags rakst hún á blindsker og sökk. Vélin náð- ist upp og var flutt í flugskýli við Reykjavíkur- flugvöll og geymd þar enda átti að gera hana upp. Ekki tókst þó betur til en svo að eldur kviknaði í skýlinu og brunnu vængir og mótor en skrokkurinn bjargaðist. Þá var vélin dæmd endanlega ónýt og skrokkurinn síðan notaður sem vinnu skúr við húsbyggingu í Kópavogi.” Þar lauk sögu þessarar flugvélagr, hinnar fyrstu og einu sem vitað er til að hafi verið vinningur í happdrætti hérlendis. Stjórnklefi flugvélarinnar

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.