SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 3

SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 3
 Á 35. þingi SÍBS var megináherslan lögð á fyrirhugaðar breytingar á lögum SÍBS. Miklar umræður fóru fram um einstakar breytingartillögur. Í ljósi þess taldi ég ástæðu til að boða til formannafundar aðildarfélaga og sambandsstjórnar í samræmi við lög SÍBS. Fundurinn var haldinn 13. desember sl. þar sem m.a. var farið yfir hinar nýju lagabreytingar og rætt um hlutverk stjórna. Skal nú vikið nánar að þeim atriðum. 1. Lagabreytingar Á þinginu voru eftirfarandi lagabreytingar m.a. sam- þykktar: Þróunar- og rekstraráætlanir skulu gerðar fyrir Reykja- lund til fjögurra ára í senn og endurskoðaðar árlega. Þá ber stjórn Múlalundar að gera rekstraráætlanir fyrir fyrirtækið. Áætl- anirnar skal leggja fyrir stjórn SÍBS til staðfestingar áður en þær koma til framkvæmda. Breytingin er í takt við þær kröfur sem gerðar eru til stofnana. Hún leiðir til þess að horfa þarf til lengri tíma með heildarstefnumörkun SÍBS að leiðarljósi. Góð áætlanagerð er grunnforsenda góðs rekstrar. Á árinu mun sambandsstjórnin vinna að reglum um framkvæmd áætlana og eftirlit með þeim í nánu samstarfi við stjórnir rekstrareininga. Réttur til setu í stjórnum innan SÍBS skal takmarkaður þannig að félags- mönnum aðildarfélaga SÍBS − séu þeir starfsmenn aðildarfélaganna eða starfsmenn fyrirtækja í eigu SÍBS − verði gert óheimilt að eiga sæti í stjórnum þess. Grundvallaratriðið er að ekki þykir rétt að starfsmenn skuli eiga kost á því að hafa eftirlit með sjálfum sér. Dæmi er um að þess konar ákvæði hafi einnig verið látið ná til maka starfsmanna. Sambandsstjórn- in hefur nú gert stjórnarsamþykkt þess efnis að þátttaka stjórnarmanna í stjórnum innan SÍBS sé takmörkuð við eina stjórn. Stjórnarmenn geta því t.d. ekki átt bæði sæti í stjórn Reykjalundar og sambandsstjórn eins og tíðkast hefur fram að þessu. Tillögur til breytinga á lögum SÍBS skulu berast sambandsstjórn í síðasta lagi sex vikum fyrir sambandsþing. Eftir það er aðildarfélögum gefinn kost- ur á að gera skriflegar athugasemdir við tillögurnar og skulu þær þá sendar skrifstofu SÍBS eigi síðar en viku fyrir sambandsþing. Á síðasta þingi voru lagðar fram allmargar breytingartillögur til viðbótar við þær sem komu frá laga- og skipulagsnefnd. Nýja fyrirkomulagið hefur í för með sér að allar tillögur sem fyrirhugað er að leggja fram á sambandsþingi hafi áður hlotið yfirferð af hálfu sérfræðinga á viðkomandi sviði. Slíku er ætlað að stuðla að betri framkvæmd. 2. Hlutverk stjórna Á formannafundinum var farið yfir þrjú meginhlutverk stjórna, þ.e. eftir- litshlutverk, þjónustuhlutverk og stefnumótunarhlutverk. Hvað varðar eftir- litshlutverkið kom fram hér að framan að fyrirhugað er að setja reglur um framkvæmd áætlana og eftirlit með þeim sem mun styrkja og bæta eftirlit innan SÍBS. Þjónustuhlutverk stjórna innan SÍBS gagnvart félagsmönnum sínum og rekstrareiningum á að vera í öndvegi. Jafnt og þétt hefur samstarf aðildarfélaga SÍBS verið að aukast. Aukið fjármagn hefur verið sett í félags- lega þáttinn og fékk SÍBS framlag á fjárlögum fyrir árið 2007 í félagsleg verkefni. Loks ber að nefna stefnumótunarhlutverk stjórna. Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um skipulagsmál innan SÍBS og hefur verið unnið að þeim málum. Innan SÍBS eru nokkrar stjórnir og gæta þarf sérstaklega að samkvæmni í stefnumörkuninni þannig að markmið útiloki ekki hvort annað. Í stefnumótuninni þarf að hafa í huga stefnu heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda en það eru þau tvö ráðuneyti sem SÍBS á í mestum samskipum við. Þverfagleg nálgun, rökræður og skoðanamunur eru nauðsyn- leg til að tryggja sem best að þau skref sem tekin eru verði farsæl fyrir SÍBS. Sigurður Rúnar Sigurjónsson L e i ð a r i E f n i s y f i r l i t Leiðari . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Formannafundur.SÍBS . . . . . .4 Hangikjötsveisla.í.Múlalundi. . .8 Berklar.. . . . . . . . . . . . . . . .10 Frá.Hjartaheill . . . . . . . . . . .12 Stuðningshópar.fyrir. félagsmenn.SÍBS. . . . . . . . .13 „Eins.manns.tæknideild á.Reykjalundi“ . . . . . . . . . . .15 Rannsóknir.á.Reykjalundi . . .24 Nýr.happdrættismiði. . . . . . .31 Hálf.milljón.kemur.sér.vel . . .33 En.ég.elska.hann.Jóhann.. . .37 Lyfta.sett. í.SÍBS.húsið . . . . .38 Nýir.umboðsmenn. . . . . . . . .41 Skemmtun Myndagátan . . . . . . . . . . . . .35 Krossgátan. . . . . . . . . . . . . .39 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur.Bjarnason Ritnefnd: Elísabet.Arnardóttir Haraldur.Finnsson Jóhanna.S ..Pálsdóttir Útlit: Hér.&.Nú.auglýsingastofa Umbrot og prentun: Gutenberg Upplag.7 .000 Pökkun: Vinnustofan.Ás Auglýsingar: Hænir.sf . ISSN 1670-0031 Forsíðumynd: Forsíðumyndin.er.frá.Glaumbæ.í.Skagafirði,. tekin.í.sumarferð.starfsfólks.SÍBS.s .l .. sumar .

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.