SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 24
24
Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð
SÍBS, er stærsta endurhæfingarstofnun
landsins og ber því að vera í fararbroddi
rannsókna í endurhæfingu. Í því augna-
miði hafa stjórnendur Reykjalundar sett
reglur um rannsóknir þar sem segir í inn-
gangi: „Reykjalundur, endurhæfingarmið-
stöð SÍBS setur sér það markmið að verða
virk rannsóknarstofnun í endurhæfingu.
Til þess að ná því markmiði er stefnt að
því að styðja rannsóknatengd verkefni,
bæta möguleika starfsmanna á að verða
virkir í rannsóknarvinnu og efla tengsl
við háskóla landsins og háskólasjúkrahús.
Vísindarannsóknir unnar af starfsfólki Reykja-
lundar eru til þess fallnar að auka hróður
stofnunarinnar“
En hvers vegna eru vísindarann-
sóknir svo mikilvægar fyrir
Reykjalund?
Með vel uppbyggðum rannsóknum öðlumst við
meiri þekkingu á endurhæfingu. Eins getum við
fylgst með árangri starfs okkar og metið hvaða
aðferðir gagnast best. Svo má ekki gleyma því
að í lögum aðildarfélaga SÍBS segir beinlínis að
stuðla beri að rannsóknum á þeim sjúkdómum
sem félögin snúast um. En þá má líka spyrja,
getum við ekki bara stuðst við niðurstöður
rannsókna annarra sambærilegra stofnana í
hinum vestræna heimi? Mitt svar er nei. Þannig
verðum við aldrei í fararbroddi. Þannig verður
aldrei hlustað á okkur sem miðstöð þekkingar
og reynslu, sem við vissulega erum. Þannig
getum við ekki svarað kröfum nútímans um
upplýsingar um árangur af þeirri meðferð sem
við veitum. Hið opinbera, sem kaupir þjón-
ustuna af okkur, gerir sífellt meiri kröfur um
slíkar upplýsingar.
Stjórnendur Reykjalundar settu á fót vinnuhóp
árið 2003 til að koma með tillögur um hvernig
styrkja mætti Reykjalund sem virka rannsókn-
arstofnun í endurhæfingu. Tillögur vinnuhóp-
sins voru þríþættar, þ.e. marka yrði stefnu í
rannsóknum, stofna ætti vísindaráð og vís-
indasjóð. Í samræmi við tillögurnar voru sam-
dar reglur um rannsóknir sem samþykktar voru
af stjórn og framkvæmdastjórn Reykjalundar
í mars 2004. Þar er sett fram vísindastefna,
hlutverk vísindaráðs skilgreint og sagt frá vís-
indasjóði. Á fyrsta fundi vísindaráðs, sem
haldinn var í júní 2004, var ákveðið að halda
vísindadag Reykjalundar þriðja föstudag í nóv-
ember ár hvert. Þriðji vísindadagurinn var
haldinn í nóvember síðastliðinn og var þá í
fyrsta sinn úthlutað úr vísindasjóði Reykjalund-
ar, alls tveimur milljónum króna. Ekki þarf að
fjölyrða um mikilvægi vísindasjóðs og hversu
mikil lyftistöng hann er fyrir rannsóknir á
Reykjalundi. Með þessari veglegu úthlutun varð
fólki endanlega ljóst að það er alvara á bak við
fallegu orðin í reglum um rannsóknir á Reykja-
lundi. Það er því afar brýnt að tryggja afkomu
sjóðsins svo hann megi halda því mikilvæga
hlutverki áfram að hvetja til og efla rannsóknir
á Reykjalundi. Vísindadagurinn hefur fest sig í
sessi og nú síðast voru kynnt 17 veggspjöld og
haldin fjögur erindi um rannsóknir starfsmanna
á Reykjalundi. Endurhæfing er í eðli sínu þver-
fagleg og er ekkert mannlegt óviðkomandi. Það
endurspeglast mjög í þeim rannsóknum sem
kynntar hafa verið á vísindadegi Reykjalundar.
Starfsmenn Reykjalundar hafa mælt og metið
allt milli himins og jarðar: lestur og andlega
líðan, öndunargetu og úthald, svefn og von og
svo mætti lengi telja. Útdrætti rannsóknanna
má lesa á heimasíðu Reykjalundar.
Í þessu tölublaði SÍBS blaðsins er sagt frá
þremur af 21 rannsókn sem kynntar voru á síð-
asta vísindadegi og í næsta tölublaði verður
sagt frá þremur til viðbótar.
1 Reglur um rannsóknir á Reykjalundi á www.reykjalundur.
is
2 Lög aðildarfélaga SÍBS á www.sibs.is
Rannsóknir á Reykjalundi
D r . . M a r t a . G u ð j ó n s d ó t t i r, . r a n n s ó k n a r s t j ó r i . á . R e y k j a l u n d i
R
e
y
k
ja
lu
n
d
u
r