SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 27

SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 27
27 Lungnaendurhæfing er mikilvægur þáttur í meðferð einstaklinga með langvinna lungna- teppu. Reynslan hefur sýnt að lungnaend- urhæfing og þjálfun geta aukið áreynsluþol, minnkað mæði og bætt lífsgæði hjá einstaklingum með langvinna lungnateppu, auk þess sem þjálfunin fækk- ar sjúkrahúsinnlögnum vegna bráðra versnana. Fjölmargir eiga þess kost að taka þátt í end- urhæfingu á lungnaendurhæf- ingardeild Reykjalundar árlega. Algengt er að einstaklingar með langvinna lungnateppu, sem koma til lungnaendurhæfingar, finni fyrir talsverðri dagþreytu og syfju, einkum þeir sem eldri eru. Svefn er oft slitróttur og tíðar uppvaknanir að nóttu eru einnig algengar í þessum hópi vegna öndunarfæraeinkenna svo sem hósta, andþyngsla og mæði. Kæfisvefn er sjúkdómur sem einkennist af endurteknum öndunartruflunum í svefni ásamt dagsyfju. Með auknum rannsókn- um síðustu ára hefur komið í ljós að kæfisvefn er algengur sjúkdómur og erlendar rannsóknir benda til að 2-4% einstaklinga hafi þennan sjúkdóm. Vegna þessa var ákveðið að rannsaka alla einstaklinga með langvinna lungnateppu sem lýstu dagþreytu og dagsyfju og tóku þátt í lungnaendurhæfingu á árunum 2003-2005 með tilliti til kæfisvefns. Þetta voru alls 155 sjúk- lingar 58 karlar og 97 konur. Meðalaldur þeirra var 64 ár og allir höfðu talsverðan teppu- sjúkdóm í lungum og skert fráblástursgildi, að meðaltali 53% af áætluðu gildi. Nið- urstöður þessarar rannsóknar sýndu að 49% sjúklinga í þessum hópi höfðu kæfisvefn sem er mun hærra en í almennu þýði. Alls höfðu 34% kæfisvefn á vægu stigi, 10% kæf- isvefn á meðalháu stigi og 5% höfðu kæfisvefn á háu stigi. Auk þess kom í ljós að 18% einstaklinga með lang- vinna lungnateppu í þessum hópi höfðu skerta súrefnismettun í blóði að næturlagi. Þannig reyndist aðeins þriðjungur einstaklinga sem kann- aður var, hafa eðlilega svefnmæl- ingu. Þessar niðurstöður voru kynnt- ar á þingi Evrópskra lungnalækna sem fór fram í Munchen í september sl. Flestir þeirra einstaklinga sem greindust með kæfisvefn hófu með- ferð með svefnöndunartæki og hinir sem höfðu skert súrefnisgildi að næturlagi hafa fengið meðferð með nætursúr- efni. Ári eftir að meðferð hófst hafði meirihluti hópsins fengið talsverðan bata á dagþreytu og dagsyfju. Af þessu má ráða að rétt er að framkvæma svefnrannsókn m.t.t. kæfisvefns og skertra súr- efnisgilda í blóði hjá einstaklingum með lang- vinna lungnateppu sem þjást af dagþreytu og syfju. Hvað veldur dagþreytu og syfju hjá einstaklingum með langvinna lungnateppu? D ó r a . L ú ð v í k s d ó t t i r, . l u n g n a l æ k n i r R e y k ja lu n d u r

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.