SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 17

SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 17
17 kíðunum sínum sem líklega hafa verið úr besta hickory en mótorinn var gömul Fordvél sem hafði einnig verið notuð í bát sem gekk á Ólafsfjarðarvatni. Þegar þeir bræður fengu vélina var hún kertalaus, full af vatni, stimpl- arnir ryðgaðir fastir og hún ógangfær með öllu. Þetta var bara viðbótarviðfangsefni og ekki var hætt fyrr en vélin fékkst í gang með eldsúlu út úr pústgreininni og ógurlegum hávaða svo hestar fældust í nágrenninu. Það var svo reyndar hross sem reið þessu framandlega tæki að lokum að fullu. Eftir mikið bras og stækkaða skrúfu fékkst sleðinn til að hreyfast en loka- hönnun og vinna lenti svo á Sigurði, þar sem Jón fór til náms í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Eftir prufutúr á mýrunum fyrir neðan Þórodds- staði þar sem sleðinn náði þó nokkurri ferð bil- aði eitthvað og hann stoppaði. Sigurður náði í dráttarklár til að draga sleðann heim en klárinn fældist á leiðinni og sleðinn endaði í skurði og tilraunin þar með. Eftir nám í Reykholti fór Jón til Reykjavíkur og hóf störf í Ofnasmiðjunni hjá föðurbróður sínum, Sveinbirni Jónssyni, þar sem hann lærði rafsuðu og logsuðu og varð seinna verkstjóri þar. Plastið var að ryðja sér til rúms á árunum eftir stríð og Jón sá strax í upphafi að það var framtíð í þessu. „Ég fékk strax mikinn áhuga á þessu nýja efni. Ég hafði lesið um þetta í útlendum tímaritum og hafði mikinn áhuga á að kynna mér það betur. Þarna var aðallega um að ræða tvenns konar efni, annars vegar bakelite (thermo sett- ing) en það er duft sem harðnar við hita og undir þrýstingi og er sett í heit mót og hins vegar plastic (thermo plast) sem bráðnar við hita. Ég fór svo út til Englands og var þar í tæpt ár við nám og störf. Aðallega naut ég aðstoðar hjá fyrirtæki sem nefndist ICI, - Imperial Chemical Industry. Ég fékk að fara þar á milli deilda, kynna mér það sem þar var verið að framleiða og lærði margt. Ég var ekki á föstu kaupi, enda var þetta fyrst og fremst nám, en þó kom fyrir að ég fékk greiðslur fyrir einhver verk inn á milli. Ein deildin var stað- sett í úthverfi London og þar bjó ég. Stríðs- minjarnar blöstu þar við hvarvetna. Skortur á flestum nauðsynjum, skömmtun allsráðandi og biðraðir hvar sem eitthvað var að hafa. Mér er minnisstætt þegar ég kom til London hversu rústir húsa settu svip á umhverfið og hvað stríðið og afleiðingar þess voru ljóslifandi fyrir manni. Heim komst Jón svo með togara síðla árs 1947 og eftir heimkomuna stofnaði hann ásamt fleiri mönnum fyrirtækið Plastic hf. sem var frum- herji í framleiðslu varnings úr plasti. Hann var framkvæmdastjóri og sá sem kom með verk- þekkinguna: „Í upphafi voru keyptar acrylplöt- ur og þær síðan formaðar í ýmsa nytjahluti, svo sem barnabaðkör, eldhúsvaska og hand- laugar. Einnig voru framleiddar jólatrésseríur úr urea, sem er bakelitetegund, höldur á skápa og fleira. Við vorum til húsa við Hlemm, í húsi Sveins Egilssonar. Eitt helsta vandamálið við mótun af þessu tagi er að hafa heppilegar vélar og mót til að vinna með, en þetta kostaði allt peninga svo ég fékk Sigurð bróður minn til að koma suður til að sjá um tækja- og mótasmíði og fleira sem nauðsynlegt var. Þessi starfsemi fór allvel af stað og gekk nokkuð vel, einkum framan af. Árið 1949 fékk ég svo berkla í lungu og síðar í bak og var á Vífilsstöðum meira og minna í Sumar á fjöllum. Jón með Tónalín, sérsmíðaða harmoniku sem vakti mikla athygli.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.